Maður hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra sína sem fundust látin á heimili sínu í bænum Whitton í suðurhluta Lundúna. Þau höfuð verið stungin til bana.
Ákærði, hinn 31 árs gamli Mustafa Arezo verður færðu fyrir dómara á morgun, að því er kemur fram á vef Guardian.
Lögregla var kölluð á vettvang á heimili þeirra á Redfern Avenue í Lundúnum á föstudagsmorgun þar sem hjónin Arezo, Akbar og Layla lágu í blóði sínu, látin af völdum stungusára.
Á Twitter kallar lögreglan þar í landi atvikið „fjölskylduharmleik“ en hjónin eru foreldrar Mustafa.
Ákærður fyrir að myrða foreldra sína
Gígja Hilmarsdóttir skrifar
