Fundu jarðlög sem geyma upplýsingar allt að 8400 ár aftur í tímann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. júlí 2019 11:55 Jarðlögin komu í ljós þegar grafinn var grunnur fyrir húsi í bænum. Vísir/Baldur Hægt er að nálgast upplýsingar um Kötlugos og fleiri eldgos allt að 8400 aftur í tímann í jarðlögum í Vík í Mýrdal. Jarðlögin fundust þegar grafið var fyrir húsi í bænum. Áhugamaður um jarðvísindi vonar að hægt verði að hafa þau áfram til sýnis í bænum. Vísindamenn voru kallaðir til Víkur í Mýrdal í vor eftir að merkileg jarðlög fundust þegar tekinn var grunnur að húsi. „Þar sem ég er nú mikill áhugamaður um Kötlu og Kötlusögur þá sendi ég Guðrúnu Larsen jarðfræðingi mynd af þessu og sagði henni frá þessu en ég þekki hana í gegnum þennan áhuga okkar. Og hún kom ásamt Bergrúnu Óladóttur jarðfræðingi um daginn og þær skoðuðu þetta og komust nú ekki yfir það allt saman en þær töldu að þessi jarðlög sýndu einhver 8400 ár aftur í tímann,“ segir Þórir Kjartansson, áhugamaður um jarðvísindi. Þórir segir að svörtu rákirnar efst í laginu séu greinilega eftir Kötlugos en þarna hafi fleira fundist. „En þær sögðu að það hafi komið þarna í ljós öskulög frá Torfajökulssvæðinu meira að segja og fleiri eldfjöllum hér í kring.“ Þórir vonar að eigandi lóðarinnar varðveiti jarðlögin með einhverjum hætti. „Kannski setur hann bara glervegg hérna svona svo að fólk geti séð þetta og hefur þetta til sýnis.“ Hann segir að þetta sé í annað skipti á stuttum tíma sem merkileg jarðlög finnast þegar tekinn er grunnur af húsi. „Það var tekinn grunnur hérna vestur í þorpinu í hitteðfyrra og þá náði ég sýni úr þessu lagi áður en það var fyllt í grunninn og sendi einmitt Guðrúnu Larsen og hún rannsakaði þetta lag og hún taldi að þetta væri úr Kötluhlaupinu 1721 en það eru einmitt sagnir um að það hafi komið af miklum krafti hérna út í Reynisfjall,“ segir Þórir. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Vísindi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Hægt er að nálgast upplýsingar um Kötlugos og fleiri eldgos allt að 8400 aftur í tímann í jarðlögum í Vík í Mýrdal. Jarðlögin fundust þegar grafið var fyrir húsi í bænum. Áhugamaður um jarðvísindi vonar að hægt verði að hafa þau áfram til sýnis í bænum. Vísindamenn voru kallaðir til Víkur í Mýrdal í vor eftir að merkileg jarðlög fundust þegar tekinn var grunnur að húsi. „Þar sem ég er nú mikill áhugamaður um Kötlu og Kötlusögur þá sendi ég Guðrúnu Larsen jarðfræðingi mynd af þessu og sagði henni frá þessu en ég þekki hana í gegnum þennan áhuga okkar. Og hún kom ásamt Bergrúnu Óladóttur jarðfræðingi um daginn og þær skoðuðu þetta og komust nú ekki yfir það allt saman en þær töldu að þessi jarðlög sýndu einhver 8400 ár aftur í tímann,“ segir Þórir Kjartansson, áhugamaður um jarðvísindi. Þórir segir að svörtu rákirnar efst í laginu séu greinilega eftir Kötlugos en þarna hafi fleira fundist. „En þær sögðu að það hafi komið þarna í ljós öskulög frá Torfajökulssvæðinu meira að segja og fleiri eldfjöllum hér í kring.“ Þórir vonar að eigandi lóðarinnar varðveiti jarðlögin með einhverjum hætti. „Kannski setur hann bara glervegg hérna svona svo að fólk geti séð þetta og hefur þetta til sýnis.“ Hann segir að þetta sé í annað skipti á stuttum tíma sem merkileg jarðlög finnast þegar tekinn er grunnur af húsi. „Það var tekinn grunnur hérna vestur í þorpinu í hitteðfyrra og þá náði ég sýni úr þessu lagi áður en það var fyllt í grunninn og sendi einmitt Guðrúnu Larsen og hún rannsakaði þetta lag og hún taldi að þetta væri úr Kötluhlaupinu 1721 en það eru einmitt sagnir um að það hafi komið af miklum krafti hérna út í Reynisfjall,“ segir Þórir.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Vísindi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira