Fundu jarðlög sem geyma upplýsingar allt að 8400 ár aftur í tímann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. júlí 2019 11:55 Jarðlögin komu í ljós þegar grafinn var grunnur fyrir húsi í bænum. Vísir/Baldur Hægt er að nálgast upplýsingar um Kötlugos og fleiri eldgos allt að 8400 aftur í tímann í jarðlögum í Vík í Mýrdal. Jarðlögin fundust þegar grafið var fyrir húsi í bænum. Áhugamaður um jarðvísindi vonar að hægt verði að hafa þau áfram til sýnis í bænum. Vísindamenn voru kallaðir til Víkur í Mýrdal í vor eftir að merkileg jarðlög fundust þegar tekinn var grunnur að húsi. „Þar sem ég er nú mikill áhugamaður um Kötlu og Kötlusögur þá sendi ég Guðrúnu Larsen jarðfræðingi mynd af þessu og sagði henni frá þessu en ég þekki hana í gegnum þennan áhuga okkar. Og hún kom ásamt Bergrúnu Óladóttur jarðfræðingi um daginn og þær skoðuðu þetta og komust nú ekki yfir það allt saman en þær töldu að þessi jarðlög sýndu einhver 8400 ár aftur í tímann,“ segir Þórir Kjartansson, áhugamaður um jarðvísindi. Þórir segir að svörtu rákirnar efst í laginu séu greinilega eftir Kötlugos en þarna hafi fleira fundist. „En þær sögðu að það hafi komið þarna í ljós öskulög frá Torfajökulssvæðinu meira að segja og fleiri eldfjöllum hér í kring.“ Þórir vonar að eigandi lóðarinnar varðveiti jarðlögin með einhverjum hætti. „Kannski setur hann bara glervegg hérna svona svo að fólk geti séð þetta og hefur þetta til sýnis.“ Hann segir að þetta sé í annað skipti á stuttum tíma sem merkileg jarðlög finnast þegar tekinn er grunnur af húsi. „Það var tekinn grunnur hérna vestur í þorpinu í hitteðfyrra og þá náði ég sýni úr þessu lagi áður en það var fyllt í grunninn og sendi einmitt Guðrúnu Larsen og hún rannsakaði þetta lag og hún taldi að þetta væri úr Kötluhlaupinu 1721 en það eru einmitt sagnir um að það hafi komið af miklum krafti hérna út í Reynisfjall,“ segir Þórir. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Vísindi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hægt er að nálgast upplýsingar um Kötlugos og fleiri eldgos allt að 8400 aftur í tímann í jarðlögum í Vík í Mýrdal. Jarðlögin fundust þegar grafið var fyrir húsi í bænum. Áhugamaður um jarðvísindi vonar að hægt verði að hafa þau áfram til sýnis í bænum. Vísindamenn voru kallaðir til Víkur í Mýrdal í vor eftir að merkileg jarðlög fundust þegar tekinn var grunnur að húsi. „Þar sem ég er nú mikill áhugamaður um Kötlu og Kötlusögur þá sendi ég Guðrúnu Larsen jarðfræðingi mynd af þessu og sagði henni frá þessu en ég þekki hana í gegnum þennan áhuga okkar. Og hún kom ásamt Bergrúnu Óladóttur jarðfræðingi um daginn og þær skoðuðu þetta og komust nú ekki yfir það allt saman en þær töldu að þessi jarðlög sýndu einhver 8400 ár aftur í tímann,“ segir Þórir Kjartansson, áhugamaður um jarðvísindi. Þórir segir að svörtu rákirnar efst í laginu séu greinilega eftir Kötlugos en þarna hafi fleira fundist. „En þær sögðu að það hafi komið þarna í ljós öskulög frá Torfajökulssvæðinu meira að segja og fleiri eldfjöllum hér í kring.“ Þórir vonar að eigandi lóðarinnar varðveiti jarðlögin með einhverjum hætti. „Kannski setur hann bara glervegg hérna svona svo að fólk geti séð þetta og hefur þetta til sýnis.“ Hann segir að þetta sé í annað skipti á stuttum tíma sem merkileg jarðlög finnast þegar tekinn er grunnur af húsi. „Það var tekinn grunnur hérna vestur í þorpinu í hitteðfyrra og þá náði ég sýni úr þessu lagi áður en það var fyllt í grunninn og sendi einmitt Guðrúnu Larsen og hún rannsakaði þetta lag og hún taldi að þetta væri úr Kötluhlaupinu 1721 en það eru einmitt sagnir um að það hafi komið af miklum krafti hérna út í Reynisfjall,“ segir Þórir.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Vísindi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira