Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2019 19:00 Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. Væntanlegur forstjóri WAB air segir að nú sé unnið að því ráða starfsfólk og finna húsnæði. Búið sé að tryggja fjármögnun og það gangi vel að fá flugvélar. Að undanförnu hafa hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air unnið að því að stofna nýtt íslenskt flugfélag. Vinnuheiti nýja er félagsins WAB air en það er skammstöfun fyrir We Are Back. Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnandi WAB sem áður stýrði hagdeild WOW air og sat í framkvæmdastjórn félagsins, segir að kaup bandarískra fjárfesta á eignum úr þrotabúi WOW, breyti engu um fyrirætlanir WAB. „Þú þarft ekki að kaupa eignir úr þrotabúi til þess að stofna flugfélag. Við erum bara að vinna eftir plani og áform þeirra hafa engin áhrif á áform okkar,“ segir Sveinn Ingi. Það að búið sé að kaupa vörumerkið WOW breyti litlu. „WOW var fólkið sem er á bak við vörumerkið en ekki vörumerkið. Það er ákveðinn andi sem var í WOW sem fá fyrirtæki hafa, sem var ótrúlegt,“ segir Sveinn Ingi. Sveinn Ingi telur að WAB sé með fólkið með sér. Þá séu um þrjár vikur síðan hópurinn sótti um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu og að allur undirbúningur gangi mjög vel. Næstu skref séu að finna húsnæði og ráða starfsfólk. Eru þið komnir með flugvélar? „Nei en það er í vinnslu og gengur bara mjög vel,“ segir Sveinn Ingi. 75 prósenta hlutur nýja flugfélagsins verður í eigu írsks fjárfestingarsjóðs sem hefur skuldbundið sig til að tryggja félaginu um fimm milljarða króna, í nýtt hlutafé. Sjóðurinn er í eigu dóttur eins af stofnendum Ryanair. Sveinn segir að búið sé að tryggja fjármögnun. Ekki hafi verið fyrirvari í kaupsamningi um fjármögnun WAB hópsins. „Ég hef ekki áhyggjur af því að þessi fjársterki aðili sem er að koma inn í félagið komi ekki með fjármagnið. Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp,“ segir Sveinn Ingi. Hann bendir á að WAB sé vinnuheiti. „Nafnið á félaginu verður kynnt síðar. Þetta er flugfélag fólksins. Við ætlum að bjóða góð verð til og frá landinu og bara líf og fjör eins og í gamla WOW,“ segir Sveinn Ingi. Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. Væntanlegur forstjóri WAB air segir að nú sé unnið að því ráða starfsfólk og finna húsnæði. Búið sé að tryggja fjármögnun og það gangi vel að fá flugvélar. Að undanförnu hafa hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air unnið að því að stofna nýtt íslenskt flugfélag. Vinnuheiti nýja er félagsins WAB air en það er skammstöfun fyrir We Are Back. Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnandi WAB sem áður stýrði hagdeild WOW air og sat í framkvæmdastjórn félagsins, segir að kaup bandarískra fjárfesta á eignum úr þrotabúi WOW, breyti engu um fyrirætlanir WAB. „Þú þarft ekki að kaupa eignir úr þrotabúi til þess að stofna flugfélag. Við erum bara að vinna eftir plani og áform þeirra hafa engin áhrif á áform okkar,“ segir Sveinn Ingi. Það að búið sé að kaupa vörumerkið WOW breyti litlu. „WOW var fólkið sem er á bak við vörumerkið en ekki vörumerkið. Það er ákveðinn andi sem var í WOW sem fá fyrirtæki hafa, sem var ótrúlegt,“ segir Sveinn Ingi. Sveinn Ingi telur að WAB sé með fólkið með sér. Þá séu um þrjár vikur síðan hópurinn sótti um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu og að allur undirbúningur gangi mjög vel. Næstu skref séu að finna húsnæði og ráða starfsfólk. Eru þið komnir með flugvélar? „Nei en það er í vinnslu og gengur bara mjög vel,“ segir Sveinn Ingi. 75 prósenta hlutur nýja flugfélagsins verður í eigu írsks fjárfestingarsjóðs sem hefur skuldbundið sig til að tryggja félaginu um fimm milljarða króna, í nýtt hlutafé. Sjóðurinn er í eigu dóttur eins af stofnendum Ryanair. Sveinn segir að búið sé að tryggja fjármögnun. Ekki hafi verið fyrirvari í kaupsamningi um fjármögnun WAB hópsins. „Ég hef ekki áhyggjur af því að þessi fjársterki aðili sem er að koma inn í félagið komi ekki með fjármagnið. Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp,“ segir Sveinn Ingi. Hann bendir á að WAB sé vinnuheiti. „Nafnið á félaginu verður kynnt síðar. Þetta er flugfélag fólksins. Við ætlum að bjóða góð verð til og frá landinu og bara líf og fjör eins og í gamla WOW,“ segir Sveinn Ingi.
Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira