Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2019 19:00 Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. Væntanlegur forstjóri WAB air segir að nú sé unnið að því ráða starfsfólk og finna húsnæði. Búið sé að tryggja fjármögnun og það gangi vel að fá flugvélar. Að undanförnu hafa hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air unnið að því að stofna nýtt íslenskt flugfélag. Vinnuheiti nýja er félagsins WAB air en það er skammstöfun fyrir We Are Back. Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnandi WAB sem áður stýrði hagdeild WOW air og sat í framkvæmdastjórn félagsins, segir að kaup bandarískra fjárfesta á eignum úr þrotabúi WOW, breyti engu um fyrirætlanir WAB. „Þú þarft ekki að kaupa eignir úr þrotabúi til þess að stofna flugfélag. Við erum bara að vinna eftir plani og áform þeirra hafa engin áhrif á áform okkar,“ segir Sveinn Ingi. Það að búið sé að kaupa vörumerkið WOW breyti litlu. „WOW var fólkið sem er á bak við vörumerkið en ekki vörumerkið. Það er ákveðinn andi sem var í WOW sem fá fyrirtæki hafa, sem var ótrúlegt,“ segir Sveinn Ingi. Sveinn Ingi telur að WAB sé með fólkið með sér. Þá séu um þrjár vikur síðan hópurinn sótti um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu og að allur undirbúningur gangi mjög vel. Næstu skref séu að finna húsnæði og ráða starfsfólk. Eru þið komnir með flugvélar? „Nei en það er í vinnslu og gengur bara mjög vel,“ segir Sveinn Ingi. 75 prósenta hlutur nýja flugfélagsins verður í eigu írsks fjárfestingarsjóðs sem hefur skuldbundið sig til að tryggja félaginu um fimm milljarða króna, í nýtt hlutafé. Sjóðurinn er í eigu dóttur eins af stofnendum Ryanair. Sveinn segir að búið sé að tryggja fjármögnun. Ekki hafi verið fyrirvari í kaupsamningi um fjármögnun WAB hópsins. „Ég hef ekki áhyggjur af því að þessi fjársterki aðili sem er að koma inn í félagið komi ekki með fjármagnið. Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp,“ segir Sveinn Ingi. Hann bendir á að WAB sé vinnuheiti. „Nafnið á félaginu verður kynnt síðar. Þetta er flugfélag fólksins. Við ætlum að bjóða góð verð til og frá landinu og bara líf og fjör eins og í gamla WOW,“ segir Sveinn Ingi. Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. Væntanlegur forstjóri WAB air segir að nú sé unnið að því ráða starfsfólk og finna húsnæði. Búið sé að tryggja fjármögnun og það gangi vel að fá flugvélar. Að undanförnu hafa hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air unnið að því að stofna nýtt íslenskt flugfélag. Vinnuheiti nýja er félagsins WAB air en það er skammstöfun fyrir We Are Back. Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnandi WAB sem áður stýrði hagdeild WOW air og sat í framkvæmdastjórn félagsins, segir að kaup bandarískra fjárfesta á eignum úr þrotabúi WOW, breyti engu um fyrirætlanir WAB. „Þú þarft ekki að kaupa eignir úr þrotabúi til þess að stofna flugfélag. Við erum bara að vinna eftir plani og áform þeirra hafa engin áhrif á áform okkar,“ segir Sveinn Ingi. Það að búið sé að kaupa vörumerkið WOW breyti litlu. „WOW var fólkið sem er á bak við vörumerkið en ekki vörumerkið. Það er ákveðinn andi sem var í WOW sem fá fyrirtæki hafa, sem var ótrúlegt,“ segir Sveinn Ingi. Sveinn Ingi telur að WAB sé með fólkið með sér. Þá séu um þrjár vikur síðan hópurinn sótti um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu og að allur undirbúningur gangi mjög vel. Næstu skref séu að finna húsnæði og ráða starfsfólk. Eru þið komnir með flugvélar? „Nei en það er í vinnslu og gengur bara mjög vel,“ segir Sveinn Ingi. 75 prósenta hlutur nýja flugfélagsins verður í eigu írsks fjárfestingarsjóðs sem hefur skuldbundið sig til að tryggja félaginu um fimm milljarða króna, í nýtt hlutafé. Sjóðurinn er í eigu dóttur eins af stofnendum Ryanair. Sveinn segir að búið sé að tryggja fjármögnun. Ekki hafi verið fyrirvari í kaupsamningi um fjármögnun WAB hópsins. „Ég hef ekki áhyggjur af því að þessi fjársterki aðili sem er að koma inn í félagið komi ekki með fjármagnið. Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp,“ segir Sveinn Ingi. Hann bendir á að WAB sé vinnuheiti. „Nafnið á félaginu verður kynnt síðar. Þetta er flugfélag fólksins. Við ætlum að bjóða góð verð til og frá landinu og bara líf og fjör eins og í gamla WOW,“ segir Sveinn Ingi.
Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira