ESB umsókn Íslands er tíu ára í dag 16. júlí 2019 06:45 Jón Steindór, fyrrverandi formaður JÁ Ísland. Mynd/Sigtryggur Ari Í dag eru liðin tíu ár síðan Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifuðu undir umsóknina. Árið 2015 freistaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra þess að reyna að stöðva umsóknina. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti formaður samtakanna JÁ Ísland. Hann telur að það hafi verið rétt að sækja um á þessum tímapunkti en þó hefði átt vinna málið öðruvísi. „Ríkisstjórnin hefði átt að sýna meiri festu,“ segir Jón. „Miðað við það sem við vitum nú hefði verið skynsamlegt að hafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina. En á þeim tíma var ég sjálfur algjörlega mótfallin því.“ Telur hann trúlegt að Íslendingar hefðu samþykkt aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stuðningur við Evrópusambandsaðild er reglulega mældur í könnunum. Á tíunda áratug síðustu aldar og fram yfir aldamót sýndu kannanir oft meirihluta fyrir aðild en undanfarin ár hafa andstæðingarnir verið ofan á. „Þó að ferlið hafi verið stöðvað þá verður að líta svo á að Ísland sé enn þá með umsókn inni. Það ætti að vera hægt að endurræsa það án þess að fara í gegnum allt upphafsferlið Evrópusambands megin.“Eru aðstæður í dag betri eða verri til inngöngu? „Röksemdirnar eru sterkari í dag. Staðan í heimsmálunum er þannig að við ættum að skipa okkur í flokk með þeim þjóðum sem við viljum tilheyra.“ Fréttablaðið hafði samband við bæði Jóhönnu og Össur en hvorugt þeirra vildi ræða þessi tímamót. Birtist í Fréttablaðinu ESB-málið Evrópusambandið Tímamót Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira
Í dag eru liðin tíu ár síðan Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifuðu undir umsóknina. Árið 2015 freistaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra þess að reyna að stöðva umsóknina. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti formaður samtakanna JÁ Ísland. Hann telur að það hafi verið rétt að sækja um á þessum tímapunkti en þó hefði átt vinna málið öðruvísi. „Ríkisstjórnin hefði átt að sýna meiri festu,“ segir Jón. „Miðað við það sem við vitum nú hefði verið skynsamlegt að hafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina. En á þeim tíma var ég sjálfur algjörlega mótfallin því.“ Telur hann trúlegt að Íslendingar hefðu samþykkt aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stuðningur við Evrópusambandsaðild er reglulega mældur í könnunum. Á tíunda áratug síðustu aldar og fram yfir aldamót sýndu kannanir oft meirihluta fyrir aðild en undanfarin ár hafa andstæðingarnir verið ofan á. „Þó að ferlið hafi verið stöðvað þá verður að líta svo á að Ísland sé enn þá með umsókn inni. Það ætti að vera hægt að endurræsa það án þess að fara í gegnum allt upphafsferlið Evrópusambands megin.“Eru aðstæður í dag betri eða verri til inngöngu? „Röksemdirnar eru sterkari í dag. Staðan í heimsmálunum er þannig að við ættum að skipa okkur í flokk með þeim þjóðum sem við viljum tilheyra.“ Fréttablaðið hafði samband við bæði Jóhönnu og Össur en hvorugt þeirra vildi ræða þessi tímamót.
Birtist í Fréttablaðinu ESB-málið Evrópusambandið Tímamót Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira