Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2019 06:07 Rodrigo Duterte skar upp herör gegn fíkniefnum á Filippseyjum. Vísir/afp Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. Ástæðan er tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þess efnis að rannsaka baráttu Duterte gegn fíkniefnaneyslu á Filippseyjum, sem samþykkt var með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6 til 20 þúsund manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem fíkniefnastríðið hefur staðið yfir. Salvador Panelo, talsmaður filippeysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um það hvernig „Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörunarrétt okkar um að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna,“ eins og talsmaðurinn orðaði það Hann bætti við að Duterte væri af þessum sökum „alvarlega að íhuga að slíta stjórnmálasambandinu við Ísland.“ Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráðinu hafi verið „fáránlega einhliða og einkennist af svívirðilegri þröngsýni, illgirni og hlutdrægni,“ eins og haft er eftir Panelo á vef Al Jazeera.Sjá einnig: Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Ljóst er að Duterte er ekki einn þeirra skoðunar að rétt sé að Filippseyingar skeri á tengslin við Ísland. Þingkonan Imee Marcos, verðandi öldungadeildarþingmaður og dóttir fyrrum einræðisherra landsins Ferdinands Marcos, hefur viðrað sömu hugmynd. Þá hefur utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin, sagst sama sinnis og mælt fyrir því að Filippseyjar segi sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Varaforseti landsins, Leni Robredo, hefur hins vegar tekið fálega í hugmyndina. Að slíta stjórnmálasambandinu við Íslandi muni ekki aðeins bitna á orðspori Filippseyja á alþjóðavettvangi heldur jafnframt torvelda ferðalög Filippseyinga til og frá Íslandi. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands búa um 1900 Filippseyingar hér á landi og eru margir þeirra uggandi yfir þróuninni í samskiptum ríkjanna. Þrátt fyrir fjölda Filippseyinga er ríkið ekki með sendiráð á Íslandi, að sama skapi er ekkert íslenskt sendiráð á Filippseyjum. Sendiherra Íslands í Tókíó sér um samskiptin við stjórnvöld í Manila. Filippseyjar eru með kjörræðismann í Reykjavík en að öðru leyti sér sendiráð Filippseyja í Noregi um að aðstoða Filippseyinga á Íslandi. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. Ástæðan er tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þess efnis að rannsaka baráttu Duterte gegn fíkniefnaneyslu á Filippseyjum, sem samþykkt var með naumindum í liðinni viku. Talið er að á bilinu 6 til 20 þúsund manns hafi verið tekin af lífi á þeim þremur árum sem fíkniefnastríðið hefur staðið yfir. Salvador Panelo, talsmaður filippeysku forsetahallarinnar, sagði blaðamönnum í nótt að tillaga Íslands og samþykkt hennar væru til marks um það hvernig „Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörunarrétt okkar um að verja þjóðina gegn hættum ólöglegra fíkniefna,“ eins og talsmaðurinn orðaði það Hann bætti við að Duterte væri af þessum sökum „alvarlega að íhuga að slíta stjórnmálasambandinu við Ísland.“ Tillagan sem Íslendingar mæltu fyrir í Mannréttindaráðinu hafi verið „fáránlega einhliða og einkennist af svívirðilegri þröngsýni, illgirni og hlutdrægni,“ eins og haft er eftir Panelo á vef Al Jazeera.Sjá einnig: Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Ljóst er að Duterte er ekki einn þeirra skoðunar að rétt sé að Filippseyingar skeri á tengslin við Ísland. Þingkonan Imee Marcos, verðandi öldungadeildarþingmaður og dóttir fyrrum einræðisherra landsins Ferdinands Marcos, hefur viðrað sömu hugmynd. Þá hefur utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin, sagst sama sinnis og mælt fyrir því að Filippseyjar segi sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Varaforseti landsins, Leni Robredo, hefur hins vegar tekið fálega í hugmyndina. Að slíta stjórnmálasambandinu við Íslandi muni ekki aðeins bitna á orðspori Filippseyja á alþjóðavettvangi heldur jafnframt torvelda ferðalög Filippseyinga til og frá Íslandi. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands búa um 1900 Filippseyingar hér á landi og eru margir þeirra uggandi yfir þróuninni í samskiptum ríkjanna. Þrátt fyrir fjölda Filippseyinga er ríkið ekki með sendiráð á Íslandi, að sama skapi er ekkert íslenskt sendiráð á Filippseyjum. Sendiherra Íslands í Tókíó sér um samskiptin við stjórnvöld í Manila. Filippseyjar eru með kjörræðismann í Reykjavík en að öðru leyti sér sendiráð Filippseyja í Noregi um að aðstoða Filippseyinga á Íslandi.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15
Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30
Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00