Anda léttar við bröttustu götu heims Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2019 08:45 Íbúar við götuna eru að vonum brattir eftir að hafa loks fengið viðurkenningu frá heimsmetabókinni. GWR Íbúar við götu eina í bænum Harlech í Wales telja sig loks hafa fengið uppreist æru í baráttu sinni fyrir viðurkenningu Heimsmetabókar Guinness. Þeir hafa talið bókina halla réttu máli um árabil enda hafa íbúarnir verið sannfærðir um að gatan þeirra, Ffordd Pen Llech, sé sú brattasta í heimi. Fram til þessa hafði Baldwin-gata í bænum Dunedin á Nýja-Sjálandi verið talin sú brattasta. Fulltrúar Guinness mættu loks til Wales á dögunum og mældu götuna bröttu sem reyndist vera með halla upp á 37,45 prósent þar sem hún var bröttust. Nýsjálenska gatan er hálfgerð flatneskja í samanburði, enda aðeins með halla upp á 35 prósent. Hallatitilinn færist því hinum megin á hnöttinn. Íbúar við Ffordd Pen Llech-götu eru að vonum brattir eftir viðurkenninguna, enda þykir þeim lengi hafa hallað á þá. „Ég finn fyrir fullkomnum létti - og gleði. Ég finn einnig til með Nýsjálendingum, en það sem er brattara er brattara,“ segir Gwyn Headley í samtali við breska ríkisútvarpið en hann er einn þeirra sem hefur barist hatrammlega fyrir viðurkenningunni.Horft niður hina bröttu Ffordd Pen Llech-götuGWRHann er eðli máls samkvæmt ánægður enda hefur verið á brattann að sækja í baráttunni. Íbúar götunnar þurftu að leggja út fyrir margvíslegum kostnaði við mælingar, auk þess sem fulltrúar heimsmetabókarinnar settu fram 10 skilyrði sem gatan þurfti að uppfylla til að teljast gjaldgeng. Til að mynda þurftu Walesverjarnir að leggja fram teikningar sem gátu sýnt fram á að gatan hafi verið lögð fyrir árið 1842. Talsmaður nýsjálensku götunnar segist efast um að hann muni nokkurn tímann jafna sig á því að hún hafi verið svipt titlinum. Ekki bæti úr skák að aðeins nokkrir dagar eru síðan enska krikketlandsliðið sigraði það nýsjálenska í úrslitaleik heimsmeistaramótsins - „þannig að ég er ennþá mjög reiður. Þetta er búin að vera glötuð vika, í alvöru talað,“ segir Nýsjálendingurinn Hamish McNeilly sem gerir ráð fyrir að nú muni halla undan fæti í ferðmennsku við Baldwin-götu, nú þegar hún er ekki nema næst brattasta gata heims. Hann hafi þó heyrt að íbúar við götu í San Fransisco ætli sér að hrifsa titilinn af Ffordd Pen Llech við fyrsta tækifæri. Því ættu Walesverjar ekki að fara fram úr sér í fagnaðarlátunum sem blásið verður til um helgina vegna titilsins. Þar fyrir utan sé ótæpileg áfengisdrykkja óráðleg fyrir íbúa við Ffordd Pen Llech, það kunni ekki góðri lukku að stýra að verða rúllandi fullur við jafn bratta götu. Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um viðurkenninguna. Bretland Wales Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Íbúar við götu eina í bænum Harlech í Wales telja sig loks hafa fengið uppreist æru í baráttu sinni fyrir viðurkenningu Heimsmetabókar Guinness. Þeir hafa talið bókina halla réttu máli um árabil enda hafa íbúarnir verið sannfærðir um að gatan þeirra, Ffordd Pen Llech, sé sú brattasta í heimi. Fram til þessa hafði Baldwin-gata í bænum Dunedin á Nýja-Sjálandi verið talin sú brattasta. Fulltrúar Guinness mættu loks til Wales á dögunum og mældu götuna bröttu sem reyndist vera með halla upp á 37,45 prósent þar sem hún var bröttust. Nýsjálenska gatan er hálfgerð flatneskja í samanburði, enda aðeins með halla upp á 35 prósent. Hallatitilinn færist því hinum megin á hnöttinn. Íbúar við Ffordd Pen Llech-götu eru að vonum brattir eftir viðurkenninguna, enda þykir þeim lengi hafa hallað á þá. „Ég finn fyrir fullkomnum létti - og gleði. Ég finn einnig til með Nýsjálendingum, en það sem er brattara er brattara,“ segir Gwyn Headley í samtali við breska ríkisútvarpið en hann er einn þeirra sem hefur barist hatrammlega fyrir viðurkenningunni.Horft niður hina bröttu Ffordd Pen Llech-götuGWRHann er eðli máls samkvæmt ánægður enda hefur verið á brattann að sækja í baráttunni. Íbúar götunnar þurftu að leggja út fyrir margvíslegum kostnaði við mælingar, auk þess sem fulltrúar heimsmetabókarinnar settu fram 10 skilyrði sem gatan þurfti að uppfylla til að teljast gjaldgeng. Til að mynda þurftu Walesverjarnir að leggja fram teikningar sem gátu sýnt fram á að gatan hafi verið lögð fyrir árið 1842. Talsmaður nýsjálensku götunnar segist efast um að hann muni nokkurn tímann jafna sig á því að hún hafi verið svipt titlinum. Ekki bæti úr skák að aðeins nokkrir dagar eru síðan enska krikketlandsliðið sigraði það nýsjálenska í úrslitaleik heimsmeistaramótsins - „þannig að ég er ennþá mjög reiður. Þetta er búin að vera glötuð vika, í alvöru talað,“ segir Nýsjálendingurinn Hamish McNeilly sem gerir ráð fyrir að nú muni halla undan fæti í ferðmennsku við Baldwin-götu, nú þegar hún er ekki nema næst brattasta gata heims. Hann hafi þó heyrt að íbúar við götu í San Fransisco ætli sér að hrifsa titilinn af Ffordd Pen Llech við fyrsta tækifæri. Því ættu Walesverjar ekki að fara fram úr sér í fagnaðarlátunum sem blásið verður til um helgina vegna titilsins. Þar fyrir utan sé ótæpileg áfengisdrykkja óráðleg fyrir íbúa við Ffordd Pen Llech, það kunni ekki góðri lukku að stýra að verða rúllandi fullur við jafn bratta götu. Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um viðurkenninguna.
Bretland Wales Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira