Anda léttar við bröttustu götu heims Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2019 08:45 Íbúar við götuna eru að vonum brattir eftir að hafa loks fengið viðurkenningu frá heimsmetabókinni. GWR Íbúar við götu eina í bænum Harlech í Wales telja sig loks hafa fengið uppreist æru í baráttu sinni fyrir viðurkenningu Heimsmetabókar Guinness. Þeir hafa talið bókina halla réttu máli um árabil enda hafa íbúarnir verið sannfærðir um að gatan þeirra, Ffordd Pen Llech, sé sú brattasta í heimi. Fram til þessa hafði Baldwin-gata í bænum Dunedin á Nýja-Sjálandi verið talin sú brattasta. Fulltrúar Guinness mættu loks til Wales á dögunum og mældu götuna bröttu sem reyndist vera með halla upp á 37,45 prósent þar sem hún var bröttust. Nýsjálenska gatan er hálfgerð flatneskja í samanburði, enda aðeins með halla upp á 35 prósent. Hallatitilinn færist því hinum megin á hnöttinn. Íbúar við Ffordd Pen Llech-götu eru að vonum brattir eftir viðurkenninguna, enda þykir þeim lengi hafa hallað á þá. „Ég finn fyrir fullkomnum létti - og gleði. Ég finn einnig til með Nýsjálendingum, en það sem er brattara er brattara,“ segir Gwyn Headley í samtali við breska ríkisútvarpið en hann er einn þeirra sem hefur barist hatrammlega fyrir viðurkenningunni.Horft niður hina bröttu Ffordd Pen Llech-götuGWRHann er eðli máls samkvæmt ánægður enda hefur verið á brattann að sækja í baráttunni. Íbúar götunnar þurftu að leggja út fyrir margvíslegum kostnaði við mælingar, auk þess sem fulltrúar heimsmetabókarinnar settu fram 10 skilyrði sem gatan þurfti að uppfylla til að teljast gjaldgeng. Til að mynda þurftu Walesverjarnir að leggja fram teikningar sem gátu sýnt fram á að gatan hafi verið lögð fyrir árið 1842. Talsmaður nýsjálensku götunnar segist efast um að hann muni nokkurn tímann jafna sig á því að hún hafi verið svipt titlinum. Ekki bæti úr skák að aðeins nokkrir dagar eru síðan enska krikketlandsliðið sigraði það nýsjálenska í úrslitaleik heimsmeistaramótsins - „þannig að ég er ennþá mjög reiður. Þetta er búin að vera glötuð vika, í alvöru talað,“ segir Nýsjálendingurinn Hamish McNeilly sem gerir ráð fyrir að nú muni halla undan fæti í ferðmennsku við Baldwin-götu, nú þegar hún er ekki nema næst brattasta gata heims. Hann hafi þó heyrt að íbúar við götu í San Fransisco ætli sér að hrifsa titilinn af Ffordd Pen Llech við fyrsta tækifæri. Því ættu Walesverjar ekki að fara fram úr sér í fagnaðarlátunum sem blásið verður til um helgina vegna titilsins. Þar fyrir utan sé ótæpileg áfengisdrykkja óráðleg fyrir íbúa við Ffordd Pen Llech, það kunni ekki góðri lukku að stýra að verða rúllandi fullur við jafn bratta götu. Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um viðurkenninguna. Bretland Wales Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Íbúar við götu eina í bænum Harlech í Wales telja sig loks hafa fengið uppreist æru í baráttu sinni fyrir viðurkenningu Heimsmetabókar Guinness. Þeir hafa talið bókina halla réttu máli um árabil enda hafa íbúarnir verið sannfærðir um að gatan þeirra, Ffordd Pen Llech, sé sú brattasta í heimi. Fram til þessa hafði Baldwin-gata í bænum Dunedin á Nýja-Sjálandi verið talin sú brattasta. Fulltrúar Guinness mættu loks til Wales á dögunum og mældu götuna bröttu sem reyndist vera með halla upp á 37,45 prósent þar sem hún var bröttust. Nýsjálenska gatan er hálfgerð flatneskja í samanburði, enda aðeins með halla upp á 35 prósent. Hallatitilinn færist því hinum megin á hnöttinn. Íbúar við Ffordd Pen Llech-götu eru að vonum brattir eftir viðurkenninguna, enda þykir þeim lengi hafa hallað á þá. „Ég finn fyrir fullkomnum létti - og gleði. Ég finn einnig til með Nýsjálendingum, en það sem er brattara er brattara,“ segir Gwyn Headley í samtali við breska ríkisútvarpið en hann er einn þeirra sem hefur barist hatrammlega fyrir viðurkenningunni.Horft niður hina bröttu Ffordd Pen Llech-götuGWRHann er eðli máls samkvæmt ánægður enda hefur verið á brattann að sækja í baráttunni. Íbúar götunnar þurftu að leggja út fyrir margvíslegum kostnaði við mælingar, auk þess sem fulltrúar heimsmetabókarinnar settu fram 10 skilyrði sem gatan þurfti að uppfylla til að teljast gjaldgeng. Til að mynda þurftu Walesverjarnir að leggja fram teikningar sem gátu sýnt fram á að gatan hafi verið lögð fyrir árið 1842. Talsmaður nýsjálensku götunnar segist efast um að hann muni nokkurn tímann jafna sig á því að hún hafi verið svipt titlinum. Ekki bæti úr skák að aðeins nokkrir dagar eru síðan enska krikketlandsliðið sigraði það nýsjálenska í úrslitaleik heimsmeistaramótsins - „þannig að ég er ennþá mjög reiður. Þetta er búin að vera glötuð vika, í alvöru talað,“ segir Nýsjálendingurinn Hamish McNeilly sem gerir ráð fyrir að nú muni halla undan fæti í ferðmennsku við Baldwin-götu, nú þegar hún er ekki nema næst brattasta gata heims. Hann hafi þó heyrt að íbúar við götu í San Fransisco ætli sér að hrifsa titilinn af Ffordd Pen Llech við fyrsta tækifæri. Því ættu Walesverjar ekki að fara fram úr sér í fagnaðarlátunum sem blásið verður til um helgina vegna titilsins. Þar fyrir utan sé ótæpileg áfengisdrykkja óráðleg fyrir íbúa við Ffordd Pen Llech, það kunni ekki góðri lukku að stýra að verða rúllandi fullur við jafn bratta götu. Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um viðurkenninguna.
Bretland Wales Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira