„Svona truflanir hafa áhrif“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 16. júlí 2019 22:00 Hópur aðgerðasinna mótmælti neyslu dýraafurða í Krónunni á Granda í dag. Mótmælin voru svipuð þeim sem fram fóru í Hagkaup í Skeifunni í gær og voru það grænkerarnir Natasha Katherine Cuculovski og Luca Padalini sem stóðu fyrir mótmælunum. Hópurinn stillti sér upp fyrir framan kjötkæla í versluninni með svart límband yfir munninum og skilti sem vöktu athygli á þjáningum dýra í matvælaiðnaði. Þá spiluðu þau hljóðbúta sem tekin eru upp í sláturhúsum og heyra mátti sársaukafull hljóð dýranna óma um ganga verslunarinnar.Sjá einnig: Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Mótmælin fóru friðsamlega fram bæði í dag og í gær en þó var kallað til lögreglu við mótmælin í Hagkaup í gær. Lögreglan hafði ekki afskipti af fólkinu þar sem það yfirgaf verslunina fljótlega.Fólkið stillti sér upp fyrir framan kjötkæla.VísirFlestir vita hvaðan dýraafurðirnar koma Vigdís Þórðardóttir, ein þeirra sem tók þátt í mótmælunum, segist vera sannfærð um að mótmælin skili árangri. Það eitt að vekja athygli á málstaðnum vekji fólk til umhugsunar enda þarf oft lítið til. „Flestir eru þannig að þeir mæta bara út í stórmarkaði, eins og ég gerði, og kaupa sína vöru án þess að hugsa og fara heim og elda hana og pæla ekkert meira þó þau viti hvaðan þetta kemur,“ segir Vigdís. Vigdís segir söguna sýna að slíkar truflanir hafa töluverð áhrif þegar kemur að réttindabaráttu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Hún segir mótmælin vera til þess fallin að skapa umfjöllun og aðspurð hvort hún telji slíkar aðgerðir bera árangur er svarið einfalt: „Við erum í kvöldfréttunum svo ég myndi segja það.“ Dýr Matur Neytendur Reykjavík Umhverfismál Vegan Tengdar fréttir Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Erlent grænkerapar stóð fyrir mótmælum gegn kjötáti í Hagkaupum í Skeifunni. 16. júlí 2019 07:35 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira
Hópur aðgerðasinna mótmælti neyslu dýraafurða í Krónunni á Granda í dag. Mótmælin voru svipuð þeim sem fram fóru í Hagkaup í Skeifunni í gær og voru það grænkerarnir Natasha Katherine Cuculovski og Luca Padalini sem stóðu fyrir mótmælunum. Hópurinn stillti sér upp fyrir framan kjötkæla í versluninni með svart límband yfir munninum og skilti sem vöktu athygli á þjáningum dýra í matvælaiðnaði. Þá spiluðu þau hljóðbúta sem tekin eru upp í sláturhúsum og heyra mátti sársaukafull hljóð dýranna óma um ganga verslunarinnar.Sjá einnig: Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Mótmælin fóru friðsamlega fram bæði í dag og í gær en þó var kallað til lögreglu við mótmælin í Hagkaup í gær. Lögreglan hafði ekki afskipti af fólkinu þar sem það yfirgaf verslunina fljótlega.Fólkið stillti sér upp fyrir framan kjötkæla.VísirFlestir vita hvaðan dýraafurðirnar koma Vigdís Þórðardóttir, ein þeirra sem tók þátt í mótmælunum, segist vera sannfærð um að mótmælin skili árangri. Það eitt að vekja athygli á málstaðnum vekji fólk til umhugsunar enda þarf oft lítið til. „Flestir eru þannig að þeir mæta bara út í stórmarkaði, eins og ég gerði, og kaupa sína vöru án þess að hugsa og fara heim og elda hana og pæla ekkert meira þó þau viti hvaðan þetta kemur,“ segir Vigdís. Vigdís segir söguna sýna að slíkar truflanir hafa töluverð áhrif þegar kemur að réttindabaráttu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Hún segir mótmælin vera til þess fallin að skapa umfjöllun og aðspurð hvort hún telji slíkar aðgerðir bera árangur er svarið einfalt: „Við erum í kvöldfréttunum svo ég myndi segja það.“
Dýr Matur Neytendur Reykjavík Umhverfismál Vegan Tengdar fréttir Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Erlent grænkerapar stóð fyrir mótmælum gegn kjötáti í Hagkaupum í Skeifunni. 16. júlí 2019 07:35 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira
Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Erlent grænkerapar stóð fyrir mótmælum gegn kjötáti í Hagkaupum í Skeifunni. 16. júlí 2019 07:35