Leggjum grunn að næsta góðæri Brynjólfur Stefánsson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Greinendur eru sammála um að eftir góðæri síðustu ára séu töluverðar líkur á að nú hægist á hagkerfinu. Til að bregðast við þeirri þróun gæti verið skynsamlegt að huga að uppbyggingu fyrir næstu uppsveiflu með því að fjárfesta í innviðum, svo sem samgöngumannvirkjum eða flutningskerfum raforku. Innviðauppbygging hjálpar okkur að mæta þeim áskorunum sem felast í samfélagsbreytingum og umhverfis- og efnahagsþróun komandi missera. Landsframleiðsla mun að öllum líkindum dragast saman á þessu ári, bæði vegna fækkunar ferðamanna og loðnubrests. Ólíkt fyrri niðursveiflum er ekki gert ráð fyrir að nú fylgi gengisfall krónunnar með tilheyrandi verðbólgu og vaxtahækkunum. Þvert á móti ættum við að geta tekist á við viðsnúninginn með vaxtalækkunum þar sem stoðir hagkerfisins eru sterkari en áður. Tilkoma ferðaþjónustunnar og jákvæð erlend staða þjóðarbúsins hefur aukið viðnámsþrótt hagkerfisins töluvert. Jafnframt var jákvæð hagþróun síðustu ára ekki keyrð áfram af skuldasöfnun heimila eða hins opinbera eins og þekkist frá fyrri tíð. Þó að þjóðfélagið sé á margan hátt vel búið undir niðursveiflu þá eru ýmsir óvissuþættir sem þarf að huga að. Samdráttur í ferðaþjónustu getur til dæmis orðið meiri en búist er við og í ljósi þess hve atvinnugreinin er stór hluti hagkerfisins getur það haft alvarlegar afleiðingar. Jafnframt eru blikur á lofti hjá okkar stærstu viðskiptaþjóðum, sem hæglega getur haft áhrif á okkur. Því gæti niðursveiflan orðið dýpri en spár gera ráð fyrir. Ríkisstjórn Íslands hefur meðal annars brugðist við þessum fyrirboðum um lakari efnahagshorfur með því að kalla á endurskoðun fjármálastefnunnar. Með minni umsvifum í þjóðfélaginu munu skatttekjur minnka samhliða auknum kostnaði vegna atvinnuleysis. Því getur verið óumflýjanlegt að draga úr ríkisútgjöldum og fresta fyrirhuguðum skattalækkunum. Sparnaður landsmanna hefur aukist töluvert á síðustu árum, ekki síst vegna breytinga á greiðslum almennings í lífeyriskerfið. Sú staðreynd ásamt ágætis ávöxtun á fjárfestingum síðustu ára hefur gert það að verkum að fjárfestingaþörf sameiginlegra sjóða okkar hefur aukist jafnt og þétt. Sögulega hefur stór hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna farið í ríkisskuldabréf sem hafa gefið góða verðtryggða ávöxtun. Það hefur skapað grundvöll fyrir því að sjóðirnir hafa skilað ávöxtun umfram lögbundin 3,5% viðmið. Mikil eftirspurn eftir ríkisbréfum og takmarkað framboð, meðal annars vegna þess að ríkið hefur greitt niður skuldir á undanförnum árum, ásamt vaxtalækkunum hefur valdið því að ávöxtunarkrafa þessara fjárfestingarkosta hefur lækkað mikið. Því er líklegt að lífeyrissjóðirnir þurfi að leita á önnur mið en í ríkisskuldabréf til að fá ásættanlega ávöxtun þegar fram líða stundir. Þegar ríkisvextir eru lágir og útlit fyrir að hægst geti á hagkerfinu getur verið farsælt að treysta innviðina, undirbúa næstu hagsveiflu og undirbyggja hagsæld komandi kynslóða. Innviðir eru ein af forsendum þess að atvinnulífið, hvort sem það er ferðaþjónusta eða fiskvinnsla, sé samkeppnishæft. Fyrst draga þarf úr ríkisútgjöldum liggur beint við að leita annarra leiða til að fjármagna uppbyggingu innviða. Í því samhengi er samstarf einkageirans og opinberra aðila fyrirkomulag sem getur hentað vel, ekki ósvipað því sem var mótað til að grafa og síðar afhenda Hvalfjarðargöngin. Fjármagna mætti stór verkefni með aðkomu einkaaðila. Slíkar framkvæmdir henta vel þeim fjárfestum sem fjárfesta til langs tíma og gera kröfu um að ávöxtun fylgi verðlagi. Aðkoma fjárfesta gerir okkur þannig kleift að fara í framkvæmdir sem að öðrum kosti þyrftu að bíða í ár eða áratugi eftir að komast á dagskrá ríkis eða sveitarfélaga. Nefna má uppbyggingu hleðslustöðva, sem er forsenda orkuskipta í samgöngum, og stór samgönguverkefni eins og Sundabraut. Þannig mætti fara í auknar fjárfestingar til að takast á við komandi tækni- og umhverfisþróun og byggja jafnframt undir hagvöxt framtíðarinnar. Þetta eru verkefni sem ekki einungis myndu koma hagkerfinu vel heldur myndu auka lífsgæði í landinu almennt. Þannig leggjum við grunn að næsta góðæri.Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Greinendur eru sammála um að eftir góðæri síðustu ára séu töluverðar líkur á að nú hægist á hagkerfinu. Til að bregðast við þeirri þróun gæti verið skynsamlegt að huga að uppbyggingu fyrir næstu uppsveiflu með því að fjárfesta í innviðum, svo sem samgöngumannvirkjum eða flutningskerfum raforku. Innviðauppbygging hjálpar okkur að mæta þeim áskorunum sem felast í samfélagsbreytingum og umhverfis- og efnahagsþróun komandi missera. Landsframleiðsla mun að öllum líkindum dragast saman á þessu ári, bæði vegna fækkunar ferðamanna og loðnubrests. Ólíkt fyrri niðursveiflum er ekki gert ráð fyrir að nú fylgi gengisfall krónunnar með tilheyrandi verðbólgu og vaxtahækkunum. Þvert á móti ættum við að geta tekist á við viðsnúninginn með vaxtalækkunum þar sem stoðir hagkerfisins eru sterkari en áður. Tilkoma ferðaþjónustunnar og jákvæð erlend staða þjóðarbúsins hefur aukið viðnámsþrótt hagkerfisins töluvert. Jafnframt var jákvæð hagþróun síðustu ára ekki keyrð áfram af skuldasöfnun heimila eða hins opinbera eins og þekkist frá fyrri tíð. Þó að þjóðfélagið sé á margan hátt vel búið undir niðursveiflu þá eru ýmsir óvissuþættir sem þarf að huga að. Samdráttur í ferðaþjónustu getur til dæmis orðið meiri en búist er við og í ljósi þess hve atvinnugreinin er stór hluti hagkerfisins getur það haft alvarlegar afleiðingar. Jafnframt eru blikur á lofti hjá okkar stærstu viðskiptaþjóðum, sem hæglega getur haft áhrif á okkur. Því gæti niðursveiflan orðið dýpri en spár gera ráð fyrir. Ríkisstjórn Íslands hefur meðal annars brugðist við þessum fyrirboðum um lakari efnahagshorfur með því að kalla á endurskoðun fjármálastefnunnar. Með minni umsvifum í þjóðfélaginu munu skatttekjur minnka samhliða auknum kostnaði vegna atvinnuleysis. Því getur verið óumflýjanlegt að draga úr ríkisútgjöldum og fresta fyrirhuguðum skattalækkunum. Sparnaður landsmanna hefur aukist töluvert á síðustu árum, ekki síst vegna breytinga á greiðslum almennings í lífeyriskerfið. Sú staðreynd ásamt ágætis ávöxtun á fjárfestingum síðustu ára hefur gert það að verkum að fjárfestingaþörf sameiginlegra sjóða okkar hefur aukist jafnt og þétt. Sögulega hefur stór hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna farið í ríkisskuldabréf sem hafa gefið góða verðtryggða ávöxtun. Það hefur skapað grundvöll fyrir því að sjóðirnir hafa skilað ávöxtun umfram lögbundin 3,5% viðmið. Mikil eftirspurn eftir ríkisbréfum og takmarkað framboð, meðal annars vegna þess að ríkið hefur greitt niður skuldir á undanförnum árum, ásamt vaxtalækkunum hefur valdið því að ávöxtunarkrafa þessara fjárfestingarkosta hefur lækkað mikið. Því er líklegt að lífeyrissjóðirnir þurfi að leita á önnur mið en í ríkisskuldabréf til að fá ásættanlega ávöxtun þegar fram líða stundir. Þegar ríkisvextir eru lágir og útlit fyrir að hægst geti á hagkerfinu getur verið farsælt að treysta innviðina, undirbúa næstu hagsveiflu og undirbyggja hagsæld komandi kynslóða. Innviðir eru ein af forsendum þess að atvinnulífið, hvort sem það er ferðaþjónusta eða fiskvinnsla, sé samkeppnishæft. Fyrst draga þarf úr ríkisútgjöldum liggur beint við að leita annarra leiða til að fjármagna uppbyggingu innviða. Í því samhengi er samstarf einkageirans og opinberra aðila fyrirkomulag sem getur hentað vel, ekki ósvipað því sem var mótað til að grafa og síðar afhenda Hvalfjarðargöngin. Fjármagna mætti stór verkefni með aðkomu einkaaðila. Slíkar framkvæmdir henta vel þeim fjárfestum sem fjárfesta til langs tíma og gera kröfu um að ávöxtun fylgi verðlagi. Aðkoma fjárfesta gerir okkur þannig kleift að fara í framkvæmdir sem að öðrum kosti þyrftu að bíða í ár eða áratugi eftir að komast á dagskrá ríkis eða sveitarfélaga. Nefna má uppbyggingu hleðslustöðva, sem er forsenda orkuskipta í samgöngum, og stór samgönguverkefni eins og Sundabraut. Þannig mætti fara í auknar fjárfestingar til að takast á við komandi tækni- og umhverfisþróun og byggja jafnframt undir hagvöxt framtíðarinnar. Þetta eru verkefni sem ekki einungis myndu koma hagkerfinu vel heldur myndu auka lífsgæði í landinu almennt. Þannig leggjum við grunn að næsta góðæri.Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun