Fjeldco blæs til sóknar í London Hörður Ægisson skrifar 17. júlí 2019 07:30 Gunnar Þór Þórarinsson, lögmaður Lögmannsstofan Fjeldsted & Blöndal slf. vinnur nú að undirbúningi þess að hefja starfsemi í Bretlandi og hefur nýlega gengið frá stofnun félagsins Fjeldco ltd. þar í landi. Sá sem mun stýra skrifstofu félagsins í London, samkvæmt heimildum Markaðarins, verður hæstaréttarlögmaðurinn Gunnar Þór Þórarinsson, fyrrverandi meðeigandi hjá lögmannsstofunni LOGOS. Gunnar, sem er stjórnarformaður Gamla Byrs og starfaði áður á skrifstofu LOGOS í London til margra ára, hefur meðal annars unnið mikið fyrir þá alþjóðlegu fjárfestingarsjóði sem voru stærstu kröfuhafar föllnu bankanna. Hagnaður lögmannsstofunnar, sem gengur iðulega undir nafninu Fjeldco, nam rúmlega 114 milljónum króna á árinu 2018 og minnkaði um fimm milljónir á milli ára. Eigendum stofunnar fækkaði hins vegar á árinu um einn – úr fjórum í þrjá – og nam hagnaður á hvern eiganda vegna afkomu síðasta árs því um 38 milljónum króna. Hluthafar félagsins eru Halldór Karl Halldórsson, sem er jafnframt framkvæmdastjóri Fjeldsted & Blöndal, Hafliði K. Lárusson og Þórir Júlíusson. Rekstrartekjur stofunnar voru samtals 369 milljónir í fyrra og héldust nánast óbreyttar á milli ára. Laun og annar starfsmannakostnaður jókst lítillega á milli ára og var samtals 135 milljónir króna. Stöðugildi á lögmannsstofunni voru að meðaltali ellefu talsins á liðnu ári. Eignir Fjeldco námu 267 milljónum króna í árslok 2018 og var eigið fé félagsins um 137 milljónir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Lögmannsstofan Fjeldsted & Blöndal slf. vinnur nú að undirbúningi þess að hefja starfsemi í Bretlandi og hefur nýlega gengið frá stofnun félagsins Fjeldco ltd. þar í landi. Sá sem mun stýra skrifstofu félagsins í London, samkvæmt heimildum Markaðarins, verður hæstaréttarlögmaðurinn Gunnar Þór Þórarinsson, fyrrverandi meðeigandi hjá lögmannsstofunni LOGOS. Gunnar, sem er stjórnarformaður Gamla Byrs og starfaði áður á skrifstofu LOGOS í London til margra ára, hefur meðal annars unnið mikið fyrir þá alþjóðlegu fjárfestingarsjóði sem voru stærstu kröfuhafar föllnu bankanna. Hagnaður lögmannsstofunnar, sem gengur iðulega undir nafninu Fjeldco, nam rúmlega 114 milljónum króna á árinu 2018 og minnkaði um fimm milljónir á milli ára. Eigendum stofunnar fækkaði hins vegar á árinu um einn – úr fjórum í þrjá – og nam hagnaður á hvern eiganda vegna afkomu síðasta árs því um 38 milljónum króna. Hluthafar félagsins eru Halldór Karl Halldórsson, sem er jafnframt framkvæmdastjóri Fjeldsted & Blöndal, Hafliði K. Lárusson og Þórir Júlíusson. Rekstrartekjur stofunnar voru samtals 369 milljónir í fyrra og héldust nánast óbreyttar á milli ára. Laun og annar starfsmannakostnaður jókst lítillega á milli ára og var samtals 135 milljónir króna. Stöðugildi á lögmannsstofunni voru að meðaltali ellefu talsins á liðnu ári. Eignir Fjeldco námu 267 milljónum króna í árslok 2018 og var eigið fé félagsins um 137 milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira