Hótaði því að drekka blóð lögreglumanns og nefbraut konu í Keiluhöllinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2019 17:48 Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Landsréttur úrskurðaði í gær karlmann í gæsluvarðhald til 9. ágúst næstkomandi en maðurinn er m.a. grunaður um tvær líkamsárásir, hótanir, fjögur þjófnaðarbrot og valdstjórnarbrot. Landsréttur sneri þannig við úrskurði héraðsdóms frá því í síðustu viku þar sem kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald yfir manninum var hafnað.Hótaði starfsmönnum Smáralindar lífláti Maðurinn er hælisleitandi hér á landi en í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 13. júlí segir að maðurinn hafi verið handtekinn daginn áður grunaður um þjófnað í Vínbúðinni í Skútuvogi. Þá lagði lögregla einnig hald á hjól sem maðurinn hafði lagt fyrir utan verslunina þar sem talið var að hann hefði stolið því. Þá haldlagði lögregla einnig hníf sem maðurinn var með í bakpoka sínum. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa stolið fatnaði að verðmæti rúmlega 131 þúsund krónum úr verslun Herragarðsins í Smáralind þann 12. mars síðastliðinn og í framhaldi af afskiptum starfsmanns hótað honum líkamsmeiðingum og lífláti, svo og öryggisvörðum Smáralindar. Nefbraut konu í Keiluhöllinni og reyndi að skalla lögreglumann Sama dag er manninum gefið að sök að hafa hótað lögreglumanni lífláti í lögreglubíl á leið úr Smáralind og á lögreglustöð. Á maðurinn að hafa heitið því að taka af honum höfuðið og sagst hafa „alltaf langað til þess að drepa kristna manneskju og þegar það yrði þá ætlaði hann að skera höfuð hennar af og drekka blóðið úr henni því til fögnuðar“, líkt og segir í úrskurði. Þá er manninum einnig gefið að sök að hafa ráðist á konu í Keiluhöllinni í Egilshöll þann 27. apríl síðastliðinn, klipið hana í vinstri kinn, slegið hana í andlitið með krepptum hnefa með þeim afleiðingum að hún m.a. nefbrotnaði. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa ýtt konunni og klipið hana en neitar því að hafa slegið hana. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa í lögreglubifreið á leiðinni frá Keiluhöllinni eftir áðurnefnt atvik hótað lögreglumönnum lífláti og barsmíðum og að hafa reynt að skalla lögreglumann sem sat við hlið hans í bílnum. Sló lottókassa í andlit manns Þá er maðurinn grunaður um líkamsárás með því að hafa slegið hendi í lottóstand í verslun 10-11 við Barónsstíg þann 30. apríl, með þeim afleiðingum að þolandi hlaut opið sár á nefi sem þurfti að sauma saman. Öryggismyndavélar frá vettvangi sýna manninn slá kassanum í andlit brotaþola svo blæðir út en maðurinn hefur ekki mætt í skýrslutöku vegna málsins. Maðurinn er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað í verslunum á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði. Leitaði sér að vopnum Í úrskurði héraðsdóms er vísað í mat lögreglustjóra, sem segir að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinni. Það sé því brýnt að hann sæti gæsluvarðhaldi, hann hafði sýnt af sér grófa ofbeldisfulla hegðun gagnvart almennum borgurum og lögreglumönnum. Þá hafi hann verið ógnandi og hótað öryggisvörðum í búsetuúrræðinu sem hann er í. Jafnframt hafi hann orðið uppvís að því að leita sér að eggvopnum, skotvopnum og fíkniefnum frá því að hann kom til landsins. Gæsluvarðhald ekki nauðsynlegt til að verja aðra árásum Héraðsdómur lítur m.a. til þess í úrskurði sínum að ekki sé nauðsynlegt að svipta manninn frelsi með gæsluvarðhaldi til að verja aðra árásum. Þá liggi ekki fyrir læknisfræðileg gögn um andlegt ástand hans sem styðja að um „aðsteðjandi hættu sé að ræða“. Þegar litið sé til eðlis hegningarlagabrotanna sem maðurinn er sakaður um, með hliðsjón af hreinum sakaferli kærða og dómaframkvæmdar, megi ætla að maðurinn verði aðeins dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Því beri að hafna kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald. Í úrskurði Landsréttar er hins vegar vísað til þess að fram sé kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um háttsemi sem varði fangelsisrefsingu, og einnig að skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi séu uppfyllt. Verður manninum því gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 9. ágúst næstkomandi. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Landsréttur úrskurðaði í gær karlmann í gæsluvarðhald til 9. ágúst næstkomandi en maðurinn er m.a. grunaður um tvær líkamsárásir, hótanir, fjögur þjófnaðarbrot og valdstjórnarbrot. Landsréttur sneri þannig við úrskurði héraðsdóms frá því í síðustu viku þar sem kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald yfir manninum var hafnað.Hótaði starfsmönnum Smáralindar lífláti Maðurinn er hælisleitandi hér á landi en í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 13. júlí segir að maðurinn hafi verið handtekinn daginn áður grunaður um þjófnað í Vínbúðinni í Skútuvogi. Þá lagði lögregla einnig hald á hjól sem maðurinn hafði lagt fyrir utan verslunina þar sem talið var að hann hefði stolið því. Þá haldlagði lögregla einnig hníf sem maðurinn var með í bakpoka sínum. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa stolið fatnaði að verðmæti rúmlega 131 þúsund krónum úr verslun Herragarðsins í Smáralind þann 12. mars síðastliðinn og í framhaldi af afskiptum starfsmanns hótað honum líkamsmeiðingum og lífláti, svo og öryggisvörðum Smáralindar. Nefbraut konu í Keiluhöllinni og reyndi að skalla lögreglumann Sama dag er manninum gefið að sök að hafa hótað lögreglumanni lífláti í lögreglubíl á leið úr Smáralind og á lögreglustöð. Á maðurinn að hafa heitið því að taka af honum höfuðið og sagst hafa „alltaf langað til þess að drepa kristna manneskju og þegar það yrði þá ætlaði hann að skera höfuð hennar af og drekka blóðið úr henni því til fögnuðar“, líkt og segir í úrskurði. Þá er manninum einnig gefið að sök að hafa ráðist á konu í Keiluhöllinni í Egilshöll þann 27. apríl síðastliðinn, klipið hana í vinstri kinn, slegið hana í andlitið með krepptum hnefa með þeim afleiðingum að hún m.a. nefbrotnaði. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa ýtt konunni og klipið hana en neitar því að hafa slegið hana. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa í lögreglubifreið á leiðinni frá Keiluhöllinni eftir áðurnefnt atvik hótað lögreglumönnum lífláti og barsmíðum og að hafa reynt að skalla lögreglumann sem sat við hlið hans í bílnum. Sló lottókassa í andlit manns Þá er maðurinn grunaður um líkamsárás með því að hafa slegið hendi í lottóstand í verslun 10-11 við Barónsstíg þann 30. apríl, með þeim afleiðingum að þolandi hlaut opið sár á nefi sem þurfti að sauma saman. Öryggismyndavélar frá vettvangi sýna manninn slá kassanum í andlit brotaþola svo blæðir út en maðurinn hefur ekki mætt í skýrslutöku vegna málsins. Maðurinn er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað í verslunum á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði. Leitaði sér að vopnum Í úrskurði héraðsdóms er vísað í mat lögreglustjóra, sem segir að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinni. Það sé því brýnt að hann sæti gæsluvarðhaldi, hann hafði sýnt af sér grófa ofbeldisfulla hegðun gagnvart almennum borgurum og lögreglumönnum. Þá hafi hann verið ógnandi og hótað öryggisvörðum í búsetuúrræðinu sem hann er í. Jafnframt hafi hann orðið uppvís að því að leita sér að eggvopnum, skotvopnum og fíkniefnum frá því að hann kom til landsins. Gæsluvarðhald ekki nauðsynlegt til að verja aðra árásum Héraðsdómur lítur m.a. til þess í úrskurði sínum að ekki sé nauðsynlegt að svipta manninn frelsi með gæsluvarðhaldi til að verja aðra árásum. Þá liggi ekki fyrir læknisfræðileg gögn um andlegt ástand hans sem styðja að um „aðsteðjandi hættu sé að ræða“. Þegar litið sé til eðlis hegningarlagabrotanna sem maðurinn er sakaður um, með hliðsjón af hreinum sakaferli kærða og dómaframkvæmdar, megi ætla að maðurinn verði aðeins dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Því beri að hafna kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald. Í úrskurði Landsréttar er hins vegar vísað til þess að fram sé kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um háttsemi sem varði fangelsisrefsingu, og einnig að skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi séu uppfyllt. Verður manninum því gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 9. ágúst næstkomandi.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira