Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunarliði Astana frá Kasakstan sem tapaði fyrir Cluj frá Rúmeníu, 3-1, í seinni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Astana vann fyrri leikinn, 1-0, en tapaði einvíginu, 3-2 samanlagt. Cluj mætir Maccabi Tel-Aviv frá Ísrael í næstu umferð. Astana mætir hins vegar Santa Coloma frá Andorra í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.
Astana byrjaði leikinn vel og komst yfir á 4. mínútu en náði ekki að fylgja því eftir og fékk á sig þrjú mörk. Rúnar Már var tekinn af velli þegar átta mínútur voru eftir.
BATE Borisov tryggði sér sæti í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar með sigri á Piast frá Póllandi, 1-2, í kvöld. Willum Þór Willumsson meiddist í upphitun en hann átti að vera í byrjunarliði BATE.
Fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Piast komst yfir á 21. mínútu í leiknum í kvöld og leiddi allt þar til átta mínútur voru til leiksloka. Hvít-Rússarnir jöfnuðu þá og skoruðu svo sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru eftir.
BATE mætir Noregsmeisturum Rosenborg í næstu umferð.
Rúnar og félagar úr leik en BATE fór áfram
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn




Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti