Vinsæl barnalög notuð til að hrekja í burtu heimilislausa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2019 20:04 Heimilislaus manneskja í Flórída (t.v.) og tónlistarmyndbandið við Baby Shark lagið fræga. getty/linda davidson/youtube Yfirvöld á West Palm Beach í Flórída hafa gripið til nýrra ráða til að halda heimilislausu fólki fráleigubyggingum í eigu borgarinnar. Þau spila barnalög til að hrekja fólkið í burtu frá byggingunum. Hið gríðarvinsæla lag Baby Shark og hið minna þekkta (hér á landi) Raining Tacos eru spiluð endurtekið allar nætur, án afláts. Keith James, borgarstjóri, sagði í samtali við BBC að þetta væri tímabundin lausn til að halda heimilislausum út úr byggingum borgarinnar við sjávarsíðuna. Tals- og stuðningsfólk heimilislausra segja þetta grimma meðferð á þeim sem mest þurfa á hjálp að halda. Opinberir starfsmenn segja barnalögin verka sem einhvers konar hindrun í kring um viðburðarsal borgarinnar, Lake Pavilion, sem stendur við sjávarsíðuna í miðborginni. Haldnir hafa verið 164 viðburðir í salnum á síðasta árinu og talið er að borgin muni græða rúmar 30 milljónir íslenskra króna á komandi ári vegna viðburða í salnum. James sagði að á síðustu vikum hafi „ógeðfelldar leifar“, til dæmis mannasaur, fundist í kring um inngang salsins. „Þegar fólk borgar háar upphæðir ætti það að geta notið aðstöðunnar sem það borgar fyrir,“ sagði James og bætti við að það væri mikilvægt að halda svæðinu í fullkomnu standi. Þessi sérstöku lög voru valin sagði hann „vegna þess að þau eru frekar pirrandi ef þú heyrir þau aftur og aftur.“ Þetta kannast eflaust margir foreldrar við enda hefur lagið Baby Shark notið gríðarlegra vinsælda á Íslandi. Fyrir baráttumenn heimilislausra virðist endurtekin spilun laganna Baby Shark og Raining Tacos grimm refsing fyrir þá sem minnst mega sín og hafa engan annan samastað. „Þetta er fólk sem er nú þegar í gríðarlega erfiðum aðstæðum og þetta gerir líf þeirra enn vesælla,“ sagði Maria Foscarinis, stofnandi og framkvæmdarstjóri National Law Center on Homelessness and Poverty. „Það að hrekja þau út með því að spila háværa tónlist er ómannúðlegt og virkilega sjokkerandi.“Og sú tækni að nota þessi sérstöku lög segir hún sérstaklega undirförult. „Hversu hræðilegt er það að taka eitthvað sem á að vera svo saklaust og nota það á svona vondan og virkilega illan hátt,“ sagði Foscarinis. Talið er að 354 einstaklingar séu heimilislausir í West Palm Beach sem, samkvæmt James, er 24% lækkun frá því árið áður. Hann segir teymi send út á göturnar í hverri viku til að aðstoða heimilislausa, hjálpa þeim að komast í athvörf og veita þeim heilbrigðisþjónustu. Hann segir að vegna þessara úrræða fái sex einstaklingar á viku tímabundið húsnæði eða félagshúsnæði. „Ég er mjög stoltur af því sem við höfum gert,“ sagði James. Í Flórída eru um það bil 31.030 einstaklingar sem ekki eiga heimili, sem er 6% undir meðaltali í Bandaríkjunum. Foscarinis sagði gallann við Flórída ekki vera fjöldi heimilislausra heldur grimmd ríkisins. Hún líkti notkun laganna við svokallaðan óvinveittan arkitektúr (e. Hostile architecture) sem hefur rutt sér til rúms í öllum Bandaríkjunum en þá eru almenningssvæði gerð hönnuð þannig að heimilislausir geti ekki verið þar, til dæmis eru gaddar settir á armbríkur á bekkjum svo að heimilislausir geti ekki lagst þar. „Lausnin er ekki að hrekja þetta fólk í burtu með því að gera líf þeirra enn vesælli. Lausnin felst í því að vinna saman að raunverulegum lausnum.“ Bandaríkin Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Yfirvöld á West Palm Beach í Flórída hafa gripið til nýrra ráða til að halda heimilislausu fólki fráleigubyggingum í eigu borgarinnar. Þau spila barnalög til að hrekja fólkið í burtu frá byggingunum. Hið gríðarvinsæla lag Baby Shark og hið minna þekkta (hér á landi) Raining Tacos eru spiluð endurtekið allar nætur, án afláts. Keith James, borgarstjóri, sagði í samtali við BBC að þetta væri tímabundin lausn til að halda heimilislausum út úr byggingum borgarinnar við sjávarsíðuna. Tals- og stuðningsfólk heimilislausra segja þetta grimma meðferð á þeim sem mest þurfa á hjálp að halda. Opinberir starfsmenn segja barnalögin verka sem einhvers konar hindrun í kring um viðburðarsal borgarinnar, Lake Pavilion, sem stendur við sjávarsíðuna í miðborginni. Haldnir hafa verið 164 viðburðir í salnum á síðasta árinu og talið er að borgin muni græða rúmar 30 milljónir íslenskra króna á komandi ári vegna viðburða í salnum. James sagði að á síðustu vikum hafi „ógeðfelldar leifar“, til dæmis mannasaur, fundist í kring um inngang salsins. „Þegar fólk borgar háar upphæðir ætti það að geta notið aðstöðunnar sem það borgar fyrir,“ sagði James og bætti við að það væri mikilvægt að halda svæðinu í fullkomnu standi. Þessi sérstöku lög voru valin sagði hann „vegna þess að þau eru frekar pirrandi ef þú heyrir þau aftur og aftur.“ Þetta kannast eflaust margir foreldrar við enda hefur lagið Baby Shark notið gríðarlegra vinsælda á Íslandi. Fyrir baráttumenn heimilislausra virðist endurtekin spilun laganna Baby Shark og Raining Tacos grimm refsing fyrir þá sem minnst mega sín og hafa engan annan samastað. „Þetta er fólk sem er nú þegar í gríðarlega erfiðum aðstæðum og þetta gerir líf þeirra enn vesælla,“ sagði Maria Foscarinis, stofnandi og framkvæmdarstjóri National Law Center on Homelessness and Poverty. „Það að hrekja þau út með því að spila háværa tónlist er ómannúðlegt og virkilega sjokkerandi.“Og sú tækni að nota þessi sérstöku lög segir hún sérstaklega undirförult. „Hversu hræðilegt er það að taka eitthvað sem á að vera svo saklaust og nota það á svona vondan og virkilega illan hátt,“ sagði Foscarinis. Talið er að 354 einstaklingar séu heimilislausir í West Palm Beach sem, samkvæmt James, er 24% lækkun frá því árið áður. Hann segir teymi send út á göturnar í hverri viku til að aðstoða heimilislausa, hjálpa þeim að komast í athvörf og veita þeim heilbrigðisþjónustu. Hann segir að vegna þessara úrræða fái sex einstaklingar á viku tímabundið húsnæði eða félagshúsnæði. „Ég er mjög stoltur af því sem við höfum gert,“ sagði James. Í Flórída eru um það bil 31.030 einstaklingar sem ekki eiga heimili, sem er 6% undir meðaltali í Bandaríkjunum. Foscarinis sagði gallann við Flórída ekki vera fjöldi heimilislausra heldur grimmd ríkisins. Hún líkti notkun laganna við svokallaðan óvinveittan arkitektúr (e. Hostile architecture) sem hefur rutt sér til rúms í öllum Bandaríkjunum en þá eru almenningssvæði gerð hönnuð þannig að heimilislausir geti ekki verið þar, til dæmis eru gaddar settir á armbríkur á bekkjum svo að heimilislausir geti ekki lagst þar. „Lausnin er ekki að hrekja þetta fólk í burtu með því að gera líf þeirra enn vesælli. Lausnin felst í því að vinna saman að raunverulegum lausnum.“
Bandaríkin Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira