Vissu ekki að Mateusz fór frá Íslandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júlí 2019 06:00 Mateusz Tynski er enn ófundinn. ITAKA samtökin. Fjölskylda Mateusz Tynski hafði ekki vitneskju um að hann væri á leiðinni úr landi. Þetta segir Karol Tynski, bróðir hans. Hann hafði síðast samband við þau þann 28. febrúar síðastliðinn og hvarf hans uppgötvaðist ekki fyrr en í maí. Ekki er vitað hvort Mateusz ætlaði að heimsækja heimaland sitt eða flytja alfarið til baka. Að sögn Karols átti hann bifreið á Íslandi. „Hann sagði engum að hann væri á leiðinni,“ segir Karol. „Hann flutti til Íslands fyrir fjórum árum og hefur flogið heim þrisvar sinnum síðan þá. Þetta er mjög óeðlilegt því að hann hefur verið í símasambandi við foreldra mína um það bil einu sinni í viku allan tímann. Lengsti tíminn sem hann hefur ekki verið í sambandi eru tvær vikur.“ Karol segir að Mateusz hafi flutt til Íslands til að hafa betri tekjur. Lengst af hafi hann starfað hjá fiskvinnslu en hann veit ekki hvaða. Hann veit ekki til þess að Mateusz hafi verið í neinum vandræðum hér á Íslandi. Að minnsta kosti átti hann ekki við nein vandamál að stríða áður en hann flutti hingað. „Mateusz er þögull maður,“ segir Karol. „Við höfum látið lögregluna hérna vita og leit er hafin hér.“ Eins og áður hefur komið fram stendur leit ekki yfir á Íslandi en óskað er eftir öllum upplýsingum sem gætu nýst við leitina ytra. Fjölskylda Mateusz, í Slesíuhéraði í Póllandi, er ekki stór. Hann er ókvæntur og barnlaus. Karol veit ekki hverja hann umgekkst á Íslandi. Eftir að auglýsingar um hvarf hans voru birtar í samfélagsmiðlahópum Pólverja á Íslandi hefur enginn stigið fram sem segist þekkja hann. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Pólland Tengdar fréttir Auglýst eftir pólskum manni Auglýst er eftir pólskum manni, Mateusz Tynski, sem búsettur var hér á Íslandi. 17. júlí 2019 06:00 Kannski hefur einhver séð hann Pólska sendiráðið á Íslandi var upplýst um hvarf Mateusz Tynski fyrir nokkrum vikum. 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Fjölskylda Mateusz Tynski hafði ekki vitneskju um að hann væri á leiðinni úr landi. Þetta segir Karol Tynski, bróðir hans. Hann hafði síðast samband við þau þann 28. febrúar síðastliðinn og hvarf hans uppgötvaðist ekki fyrr en í maí. Ekki er vitað hvort Mateusz ætlaði að heimsækja heimaland sitt eða flytja alfarið til baka. Að sögn Karols átti hann bifreið á Íslandi. „Hann sagði engum að hann væri á leiðinni,“ segir Karol. „Hann flutti til Íslands fyrir fjórum árum og hefur flogið heim þrisvar sinnum síðan þá. Þetta er mjög óeðlilegt því að hann hefur verið í símasambandi við foreldra mína um það bil einu sinni í viku allan tímann. Lengsti tíminn sem hann hefur ekki verið í sambandi eru tvær vikur.“ Karol segir að Mateusz hafi flutt til Íslands til að hafa betri tekjur. Lengst af hafi hann starfað hjá fiskvinnslu en hann veit ekki hvaða. Hann veit ekki til þess að Mateusz hafi verið í neinum vandræðum hér á Íslandi. Að minnsta kosti átti hann ekki við nein vandamál að stríða áður en hann flutti hingað. „Mateusz er þögull maður,“ segir Karol. „Við höfum látið lögregluna hérna vita og leit er hafin hér.“ Eins og áður hefur komið fram stendur leit ekki yfir á Íslandi en óskað er eftir öllum upplýsingum sem gætu nýst við leitina ytra. Fjölskylda Mateusz, í Slesíuhéraði í Póllandi, er ekki stór. Hann er ókvæntur og barnlaus. Karol veit ekki hverja hann umgekkst á Íslandi. Eftir að auglýsingar um hvarf hans voru birtar í samfélagsmiðlahópum Pólverja á Íslandi hefur enginn stigið fram sem segist þekkja hann.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Pólland Tengdar fréttir Auglýst eftir pólskum manni Auglýst er eftir pólskum manni, Mateusz Tynski, sem búsettur var hér á Íslandi. 17. júlí 2019 06:00 Kannski hefur einhver séð hann Pólska sendiráðið á Íslandi var upplýst um hvarf Mateusz Tynski fyrir nokkrum vikum. 18. júlí 2019 06:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Auglýst eftir pólskum manni Auglýst er eftir pólskum manni, Mateusz Tynski, sem búsettur var hér á Íslandi. 17. júlí 2019 06:00
Kannski hefur einhver séð hann Pólska sendiráðið á Íslandi var upplýst um hvarf Mateusz Tynski fyrir nokkrum vikum. 18. júlí 2019 06:00