E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2019 12:13 Ferðaþjónustubærinn Efstidalur II Vísir/SKH Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti landlæknis. Sýni frá sex einstaklingum voru rannsökuð í gær og greindist enginn með sýkinguna. Alls hefur sýkingin því verið staðfest hjá 21 einstaklingi, 19 börnum og tveimur fullorðnum.Bakterían útbreiddari en sýnt hafði verið fram á Niðurstöður frá þeim tveimur fullorðnu einstaklingum sem greindust með bakteríuna 17. júlí síðastliðinn sýndu að þeir báru báðir sömu tegund E. coli og greinst hefur í börnum og kálfum í Efstadal II. Annar einstaklinganna starfar á bænum en hefur verið einkennalaus. Starfsmaðurinn hefur ekki starfað við matvælaframleiðslu eða afgreiðslu þeirra og hefur því ekki sérstaka tengingu við hina sýktu.Í tilkynningunni segir að hinn einstaklingurinn sé erlendur ferðamaður. Ferðamaðurinn kom til landsins 5. júlí síðastliðinn, heimsótti Efstadal II svo þann 8. júlí og veiktist þremur dögum seinna. Ferðamaðurinn var ekki í samneyti við dýr á Efstadal II en neytti matvæla, þar á meðal íss. Þá segir í tilkynningunni að niðurstaðan sýni að E. coli bakterían er útbreiddari á staðnum en áður hefur verið sýnt fram á og ekki eingöngu bundin við kálfana. Ljóst sé að ekki hefur tekist að uppræta smit og smitleiðir og því hafa verið gerðar auknar kröfur.Starfsfólk sýni fram á að það sé ekki með bakteríuna Kröfur hafa verið gerðar um að sala íss verði stöðvuð þar til alþrif og sótthreinsun hafi verið gerð. Framleiðsla íss var stöðvuð 5. júlí síðastliðinn og verður ekki hafin að nýju fyrr en að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá hafði verið lokið við alþrif og sótthreinsun á veitingastað Efstadals II og aðlægum rýmum eins og farið er fram á. Þá skal aðgengi að dýrum vera lokað þar til að viðunandi hreinlætisaðstaða hefur verið sett upp, aðskilnaður milli veitingasvæða og dýra verði efldur og að starfsmenn sem vinni við matvæli sýni fram á að þeir séu ekki með bakteríuna STEC E. coli. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Tengdar fréttir Bandarískt barn lagt inn á spítala með líklega E. coli-sýkingu frá Efstadal II Bandarískt barn var lagt inn á sjúkrahús vegna gruns um að það hafi fengið E. coli-sýkingu eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II í Bláskógabyggð. 13. júlí 2019 12:17 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26 Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti landlæknis. Sýni frá sex einstaklingum voru rannsökuð í gær og greindist enginn með sýkinguna. Alls hefur sýkingin því verið staðfest hjá 21 einstaklingi, 19 börnum og tveimur fullorðnum.Bakterían útbreiddari en sýnt hafði verið fram á Niðurstöður frá þeim tveimur fullorðnu einstaklingum sem greindust með bakteríuna 17. júlí síðastliðinn sýndu að þeir báru báðir sömu tegund E. coli og greinst hefur í börnum og kálfum í Efstadal II. Annar einstaklinganna starfar á bænum en hefur verið einkennalaus. Starfsmaðurinn hefur ekki starfað við matvælaframleiðslu eða afgreiðslu þeirra og hefur því ekki sérstaka tengingu við hina sýktu.Í tilkynningunni segir að hinn einstaklingurinn sé erlendur ferðamaður. Ferðamaðurinn kom til landsins 5. júlí síðastliðinn, heimsótti Efstadal II svo þann 8. júlí og veiktist þremur dögum seinna. Ferðamaðurinn var ekki í samneyti við dýr á Efstadal II en neytti matvæla, þar á meðal íss. Þá segir í tilkynningunni að niðurstaðan sýni að E. coli bakterían er útbreiddari á staðnum en áður hefur verið sýnt fram á og ekki eingöngu bundin við kálfana. Ljóst sé að ekki hefur tekist að uppræta smit og smitleiðir og því hafa verið gerðar auknar kröfur.Starfsfólk sýni fram á að það sé ekki með bakteríuna Kröfur hafa verið gerðar um að sala íss verði stöðvuð þar til alþrif og sótthreinsun hafi verið gerð. Framleiðsla íss var stöðvuð 5. júlí síðastliðinn og verður ekki hafin að nýju fyrr en að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá hafði verið lokið við alþrif og sótthreinsun á veitingastað Efstadals II og aðlægum rýmum eins og farið er fram á. Þá skal aðgengi að dýrum vera lokað þar til að viðunandi hreinlætisaðstaða hefur verið sett upp, aðskilnaður milli veitingasvæða og dýra verði efldur og að starfsmenn sem vinni við matvæli sýni fram á að þeir séu ekki með bakteríuna STEC E. coli.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Tengdar fréttir Bandarískt barn lagt inn á spítala með líklega E. coli-sýkingu frá Efstadal II Bandarískt barn var lagt inn á sjúkrahús vegna gruns um að það hafi fengið E. coli-sýkingu eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II í Bláskógabyggð. 13. júlí 2019 12:17 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26 Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Bandarískt barn lagt inn á spítala með líklega E. coli-sýkingu frá Efstadal II Bandarískt barn var lagt inn á sjúkrahús vegna gruns um að það hafi fengið E. coli-sýkingu eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II í Bláskógabyggð. 13. júlí 2019 12:17
Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26
Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35