Sadio Mané: Væri til í að skipta á Meistaradeildarsigrinum og sigri í Afríkukeppninni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 16:30 Sadio Mané með Meistaradeildarbikarinn. Getty/Etsuo Hara Sadio Mané varð Evrópumeistari með Liverpool 1. júní síðastliðinn en leikurinn í kvöld skiptir Senegalann meira máli en leikurinn á móti Tottenham í Madrid. Sadio Mané og félagar í landsliði Senegal spila í kvöld til úrslita í Afríkukeppni landsliða og er mótherjinn Alsír. Senegal hefur aldrei náð að verða Afríkumeistari landsliða og öll þjóðin verður á nálum í kvöld. Sadio Mané hefur skorað þrjú mörk í fimm byrjunarliðsleikjum sínum í keppninni.Sadio Mane says he would swap his Champions League winning medal with Liverpool for winning the Africa Cup of Nations.https://t.co/Y2lZlx6F4kpic.twitter.com/UaTGqW3fH0 — BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2019 „Engin spurning. Ég væri til í að skipta á Meistaradeildarsigrinum og sigri í Afríkukeppninni í kvöld,“ sagði Sadio Mane við breska ríkisútvarpið. „Vonandi þarf ég ekki að skipta ef við vinnum vonandi þennan úrslitaleik,“ bætti Mane við. „Við vitum að þetta verður ekki auðveldur leikur en það er bara eðlilegt. Alsír er með frábært lið og ég hlakka bara til að fá að spila úrslitaleik og reyna að vinna titilinn í fyrsta sinn fyrir mína þjóð,“ sagði Mané. Senegal verður án varnarmannsins öfluga Kalidou Koulibaly í þessum leik en hann tekur út leikbann vegna tveggja gulra spjalda. Afríska knattspyrnusambandið er enn með þá vitlausu reglu að leikmenn geti misst af úrslitaleikjum vegna gulra spjalda.vs. Mahrez vs. Mane It's final day #AFCON2019pic.twitter.com/46D3ZR16TS — B/R Football (@brfootball) July 19, 2019 lsír getur unnið Afríkukeppnina í annað skiptið en Alsír vann hana í fyrsta og eina skiptið fyrir 29 árum eða árið 1990. Alsír vann þá 1-0 sigur á Nígeríu í úrslitaleiknum. Alsír hefur ekki komist í úrslitaleikinn síðan. „Ég vil segja alsírska fólkinu eftirfarandi: Ég er ekki pólitíkus, kraftaverkamaður eða töframaður. Ég lofa ykkur hins vegar að við munum berjast eins og við höfum gert hingað til í mótinu,“ sagði Djamel Belmadi, þjálfari alsírska landsliðsins. Alsír hefur átt frábært mót og er sigurstranglegra í leiknum í kvöld. Liðið vann 1-0 sigur á Senegal þegar liðin mættust í riðlakeppni mótsins. Senegal sló út Úganda, Benín og Túnis á leið sinn í úrslitaleikinn en Alsír sló út Gíneu, Fílabeinsströndina og Nígeríu á leið sinni í úrslit. Úrslitaleikurinn í kvöld fer framá Cairo International Stadium í Kaíró í Egyptalandi og hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Sadio Mané varð Evrópumeistari með Liverpool 1. júní síðastliðinn en leikurinn í kvöld skiptir Senegalann meira máli en leikurinn á móti Tottenham í Madrid. Sadio Mané og félagar í landsliði Senegal spila í kvöld til úrslita í Afríkukeppni landsliða og er mótherjinn Alsír. Senegal hefur aldrei náð að verða Afríkumeistari landsliða og öll þjóðin verður á nálum í kvöld. Sadio Mané hefur skorað þrjú mörk í fimm byrjunarliðsleikjum sínum í keppninni.Sadio Mane says he would swap his Champions League winning medal with Liverpool for winning the Africa Cup of Nations.https://t.co/Y2lZlx6F4kpic.twitter.com/UaTGqW3fH0 — BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2019 „Engin spurning. Ég væri til í að skipta á Meistaradeildarsigrinum og sigri í Afríkukeppninni í kvöld,“ sagði Sadio Mane við breska ríkisútvarpið. „Vonandi þarf ég ekki að skipta ef við vinnum vonandi þennan úrslitaleik,“ bætti Mane við. „Við vitum að þetta verður ekki auðveldur leikur en það er bara eðlilegt. Alsír er með frábært lið og ég hlakka bara til að fá að spila úrslitaleik og reyna að vinna titilinn í fyrsta sinn fyrir mína þjóð,“ sagði Mané. Senegal verður án varnarmannsins öfluga Kalidou Koulibaly í þessum leik en hann tekur út leikbann vegna tveggja gulra spjalda. Afríska knattspyrnusambandið er enn með þá vitlausu reglu að leikmenn geti misst af úrslitaleikjum vegna gulra spjalda.vs. Mahrez vs. Mane It's final day #AFCON2019pic.twitter.com/46D3ZR16TS — B/R Football (@brfootball) July 19, 2019 lsír getur unnið Afríkukeppnina í annað skiptið en Alsír vann hana í fyrsta og eina skiptið fyrir 29 árum eða árið 1990. Alsír vann þá 1-0 sigur á Nígeríu í úrslitaleiknum. Alsír hefur ekki komist í úrslitaleikinn síðan. „Ég vil segja alsírska fólkinu eftirfarandi: Ég er ekki pólitíkus, kraftaverkamaður eða töframaður. Ég lofa ykkur hins vegar að við munum berjast eins og við höfum gert hingað til í mótinu,“ sagði Djamel Belmadi, þjálfari alsírska landsliðsins. Alsír hefur átt frábært mót og er sigurstranglegra í leiknum í kvöld. Liðið vann 1-0 sigur á Senegal þegar liðin mættust í riðlakeppni mótsins. Senegal sló út Úganda, Benín og Túnis á leið sinn í úrslitaleikinn en Alsír sló út Gíneu, Fílabeinsströndina og Nígeríu á leið sinni í úrslit. Úrslitaleikurinn í kvöld fer framá Cairo International Stadium í Kaíró í Egyptalandi og hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn