Harry Kane hefur ekki enn getað horft á leikinn við Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 17:30 Harry Kane gengur framhjá Meistaradeildarbikarnum um leið og hann tekur við silfurverðlaunum. Getty/ Harriet Lander Harry Kane spilaði sinn stærsta leik með Tottenham á ferlinum þegar liðið mætti Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Enski landsliðsfyrirliðinn er ekki enn þá búinn að jafna sig á úrslitunum í leiknum. Harry Kane, fyrirliði Tottenham, viðurkenndi það í viðtali við Telegraph að hann sé ekki ennþá kominn yfir tapið á mótið Liverpool. Liverpool vann 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir sjö vikum.Harry Kane has still not watched highlights of the Champions League final defeat to Liverpool. @TelegraphDucker reports https://t.co/nyCY68K5CQ — Telegraph Football (@TeleFootball) July 19, 2019Tottenham liðið olli vonbrigðum í þessum leik enda var Liverpool ekki að spila sinn allra besta leik. Það voru því tækifæri til að vinna langþráðan titil. „Það var erfitt að sætta sig við þetta tap,“ sagði Harry Kane í viðtali við Telegraph í Singapúr þar sem hann er staddur í æfingaferð með Tottenham. „Við gerðum ótrúlega vel í að komast í úrslitaleikinn og auðvitað viltu spila þinn besta leik þegar þú ert kominn alla leið. Það er því sárt að hafa ekki spilað betur í þessum leik við Liverpool,“ sagði Kane. „Við vissum að við áttum möguleika á að vinna þennan titil og höfum þurft að hugsa um það í allt sumar. Það er mjög erfitt að komast yfir þetta en þegar við tökum allt með þá gerðum við frábæra hluti í keppninni,“ sagði Kane. „Þessi frammistaða hefur gefið okkur trú og sjálfstraust að við getum komist í þessa stóru leiki eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er það undir okkur komið að mæta aftur á þessu tímabili og reyna að endurtaka leikinn,“ sagði Kane. Harry Kane hefur ekki enn getað horft á svipmyndir frá leiknum við Liverpool. „Ég hef ekki horft á hann aftur og ég vil ég sjá þennan leik aftur. Ég sem leikmaður veit vel hvað ég átti að gera betur. Þetta er samt mjög sárt af því að þetta er einn af stærstu leikjunum sem við munum spila á okkar ferli. Það er því erfitt að sætta sig við að hafa látið þetta tækifæri renna út í sandinn,“ sagði Kane. „Við verðum að læra af þessari reynslu. Þetta er ekki auðveldasti úrslitaleikurinn til að komast yfir en maður verður að halda áfram. Eins og með fleiri tapleiki á ferlinum þá kemst aldrei alveg yfir þá. Þessi töp gera mann aftur á móti sterkari og staðráðinn í að komast lengra,“ sagði Kane. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Harry Kane spilaði sinn stærsta leik með Tottenham á ferlinum þegar liðið mætti Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Enski landsliðsfyrirliðinn er ekki enn þá búinn að jafna sig á úrslitunum í leiknum. Harry Kane, fyrirliði Tottenham, viðurkenndi það í viðtali við Telegraph að hann sé ekki ennþá kominn yfir tapið á mótið Liverpool. Liverpool vann 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir sjö vikum.Harry Kane has still not watched highlights of the Champions League final defeat to Liverpool. @TelegraphDucker reports https://t.co/nyCY68K5CQ — Telegraph Football (@TeleFootball) July 19, 2019Tottenham liðið olli vonbrigðum í þessum leik enda var Liverpool ekki að spila sinn allra besta leik. Það voru því tækifæri til að vinna langþráðan titil. „Það var erfitt að sætta sig við þetta tap,“ sagði Harry Kane í viðtali við Telegraph í Singapúr þar sem hann er staddur í æfingaferð með Tottenham. „Við gerðum ótrúlega vel í að komast í úrslitaleikinn og auðvitað viltu spila þinn besta leik þegar þú ert kominn alla leið. Það er því sárt að hafa ekki spilað betur í þessum leik við Liverpool,“ sagði Kane. „Við vissum að við áttum möguleika á að vinna þennan titil og höfum þurft að hugsa um það í allt sumar. Það er mjög erfitt að komast yfir þetta en þegar við tökum allt með þá gerðum við frábæra hluti í keppninni,“ sagði Kane. „Þessi frammistaða hefur gefið okkur trú og sjálfstraust að við getum komist í þessa stóru leiki eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er það undir okkur komið að mæta aftur á þessu tímabili og reyna að endurtaka leikinn,“ sagði Kane. Harry Kane hefur ekki enn getað horft á svipmyndir frá leiknum við Liverpool. „Ég hef ekki horft á hann aftur og ég vil ég sjá þennan leik aftur. Ég sem leikmaður veit vel hvað ég átti að gera betur. Þetta er samt mjög sárt af því að þetta er einn af stærstu leikjunum sem við munum spila á okkar ferli. Það er því erfitt að sætta sig við að hafa látið þetta tækifæri renna út í sandinn,“ sagði Kane. „Við verðum að læra af þessari reynslu. Þetta er ekki auðveldasti úrslitaleikurinn til að komast yfir en maður verður að halda áfram. Eins og með fleiri tapleiki á ferlinum þá kemst aldrei alveg yfir þá. Þessi töp gera mann aftur á móti sterkari og staðráðinn í að komast lengra,“ sagði Kane.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira