Spennandi verkefni sem mun ekki bjóðast á hverju tímabili Hjörvar Ólafsson skrifar 1. júlí 2019 11:00 Stefán Gíslason. vísir/andri marinó Stefán Gíslason hefur tengingar í belgíska knattspyrnu þar sem hann lék með belgíska liðinu OH Leuven á árunum 2012 til 2014 en hjá því liði lauk hann farsælum atvinnumannaferli sínum. Eftir það flutti hann heim og hóf að leika með Breiðablik. Eftir að hafa leikið með Kópavogsliðinu lagði hann skóna á hilluna og settist í þjálfarateymi Breiðabliks. Hann var svo ráðinn þjálfari Hauka og stýrði liðinu í tvö keppnistímabil. Síðan lá leiðin í Breiðholtið þar sem hann var á sinni fyrstu leiktíð við stjórnvölinn hjá liðinu þegar hann fékk símtal frá Belgíu. „Þetta er ekkert sem ég hef verið að stefna að. Ég var með hugann alfarið við Leikni og ætlaði bara að klára tímabilið þar. Þá fékk ég símtal frá gamla þjálfaranum mínum hjá Leuven sem var að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Lommel. Svona tækifæri koma ekki oft upp og þar sem þetta var sömuleiðis spennandi verkefni ákvað ég að slá til þrátt fyrir að hafa fílað mig vel hjá Leikni. Viðræðurnar gengu hratt fyrir sig og ég var bara kominn út nokkrum dögum eftir að viðræður hófust. Það þurfti líka eitthvað mikið til þess að toga mig frá Íslandi þar sem ég er með fjölskyldu og rek fyrirtæki,“ segir Stefán um aðdraganda þess að hann var ráðinn í starfið.Var nálægt því að spila fyrir Lommel „Það fyndna við að ég sé kominn til starfa hjá Lommel er að ég spilaði næstum því með liðinu á sama tíma og Kristján Finnbogason var í markinu hjá þeim. Ég var þá leikmaður norska liðsins Lyn og var á reynslu hjá hollenska liðinu Roda. Planið var að ég myndi spila sem lánsmaður frá Roda hjá Lommel en það gekk hins vegar ekki eftir. Nú er ég hins vegar búinn að ráða mig til félagsins sem ég átti að spila með,“ rifjar hann upp. „Ég er bara nýkominn út og er að kynna mér leikmannahópinn. Mér sýnist þetta vera góð blanda af ungum og reynslumiklum leikmönnum. Það er verið að bæta alla umgjörð í félaginu og fjölga starfsgildum. Flestallir í starfsteyminu eru að koma nýir inn í félagið á þessum tímapunkti og það eru spennandi tímar fram undan. Það er engin pressa á mér að fara upp en stefnan er að gera betur en undanfarin ár. Þetta er meðalstór klúbbur á belgískan mælikvarða sem hefur verið í lægð síðustu ár og markmiðið er að gera hlutina á faglegri hátt en gert hefur verið,“ segir Stefán um það umhverfi sem hann er að fara inni í. „Það er ísraelskur eigandi sem keypti félagið fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur gefið það út að hann sé reiðubúinn að setja mikinn pening í félagið þegar hann sér að góður strúktúr er til staðar og efni til þess að færa félagið í fremstu röð. Nú hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, framkvæmdastjóri sem sér bara um karlalið félagsins í knattspyrnu og einnig í fleiri stöður sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu gerðir almennilega næstu árin,“ segir þessi fyrrverandi landsliðsmaður um framhaldið hjá félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Stefán Gíslason hefur tengingar í belgíska knattspyrnu þar sem hann lék með belgíska liðinu OH Leuven á árunum 2012 til 2014 en hjá því liði lauk hann farsælum atvinnumannaferli sínum. Eftir það flutti hann heim og hóf að leika með Breiðablik. Eftir að hafa leikið með Kópavogsliðinu lagði hann skóna á hilluna og settist í þjálfarateymi Breiðabliks. Hann var svo ráðinn þjálfari Hauka og stýrði liðinu í tvö keppnistímabil. Síðan lá leiðin í Breiðholtið þar sem hann var á sinni fyrstu leiktíð við stjórnvölinn hjá liðinu þegar hann fékk símtal frá Belgíu. „Þetta er ekkert sem ég hef verið að stefna að. Ég var með hugann alfarið við Leikni og ætlaði bara að klára tímabilið þar. Þá fékk ég símtal frá gamla þjálfaranum mínum hjá Leuven sem var að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Lommel. Svona tækifæri koma ekki oft upp og þar sem þetta var sömuleiðis spennandi verkefni ákvað ég að slá til þrátt fyrir að hafa fílað mig vel hjá Leikni. Viðræðurnar gengu hratt fyrir sig og ég var bara kominn út nokkrum dögum eftir að viðræður hófust. Það þurfti líka eitthvað mikið til þess að toga mig frá Íslandi þar sem ég er með fjölskyldu og rek fyrirtæki,“ segir Stefán um aðdraganda þess að hann var ráðinn í starfið.Var nálægt því að spila fyrir Lommel „Það fyndna við að ég sé kominn til starfa hjá Lommel er að ég spilaði næstum því með liðinu á sama tíma og Kristján Finnbogason var í markinu hjá þeim. Ég var þá leikmaður norska liðsins Lyn og var á reynslu hjá hollenska liðinu Roda. Planið var að ég myndi spila sem lánsmaður frá Roda hjá Lommel en það gekk hins vegar ekki eftir. Nú er ég hins vegar búinn að ráða mig til félagsins sem ég átti að spila með,“ rifjar hann upp. „Ég er bara nýkominn út og er að kynna mér leikmannahópinn. Mér sýnist þetta vera góð blanda af ungum og reynslumiklum leikmönnum. Það er verið að bæta alla umgjörð í félaginu og fjölga starfsgildum. Flestallir í starfsteyminu eru að koma nýir inn í félagið á þessum tímapunkti og það eru spennandi tímar fram undan. Það er engin pressa á mér að fara upp en stefnan er að gera betur en undanfarin ár. Þetta er meðalstór klúbbur á belgískan mælikvarða sem hefur verið í lægð síðustu ár og markmiðið er að gera hlutina á faglegri hátt en gert hefur verið,“ segir Stefán um það umhverfi sem hann er að fara inni í. „Það er ísraelskur eigandi sem keypti félagið fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur gefið það út að hann sé reiðubúinn að setja mikinn pening í félagið þegar hann sér að góður strúktúr er til staðar og efni til þess að færa félagið í fremstu röð. Nú hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, framkvæmdastjóri sem sér bara um karlalið félagsins í knattspyrnu og einnig í fleiri stöður sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu gerðir almennilega næstu árin,“ segir þessi fyrrverandi landsliðsmaður um framhaldið hjá félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð