Tylliástæður Davíð Stefánsson skrifar 1. júlí 2019 07:00 Við eigum framsýnum forystumönnum verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda það að þakka að hér var byggt upp öflugt lífeyrissjóðakerfi. Í því fólst sú fyrirhyggja að hver kynslóð stæði undir eigin lífeyri með sparnaði en velti ekki kostnaðinum yfir á næstu kynslóðir eins og þjóðir gera í ríkum mæli. Það hefur því verið átakanlegt að fylgjast með þeirri hörðu valdabaráttu sem er innan stærsta launþegafélags landsins, VR. Formaður þess vill að fulltrúar félagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hlýði hans fyrirskipunum. Þetta voru stjórnarmennirnir ekki tilbúnir til að gera, enda stríðir það gegn bæði lögum og samþykktum sjóðsins að stjórnarmenn reki erindi einhvers utanaðkomandi á vettvangi sjóðsins. Skiptir þá engu hvort viðkomandi er formaður VR eða einhver annar. Formaður VR hamrar á því að stjórn sjóðsins hafi farið gegn markmiðum svonefndra „lífskjarasamninga“ sem undirritaðir voru í vetur. Þar voru sett fram markmið um lækkun vaxta, ekki síst á íbúðalánum. Með gífuryrðum segir formaðurinn að stjórn lífeyrissjóðsins hafi risið gegn þessum markmiðum og ráðist gegn hagsmunum félagsmanna. Um þetta er deilt. Ágreiningur er um þróun á, að því er virðist, hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra lána til 3.700 sjóðfélaga. Engu skiptir að vextir sjóðsins verða áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Engu máli virðist skipta hverjir heildarhagsmunir 170.000 sjóðfélaga eru. Um hvað er þá deilt? Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Svo virðist sem umræður um breytilega vexti hafi verið tylliástæða til að rjúka til og hreinsa fulltrúa félagsins, sem formanninum þykja ekki nægilega fylgispakir, úr stjórn lífeyrissjóðsins. Fjármálaeftirlitið kannar nú lögmæti aðgerða formannsins. Í hlutafélagalögum er bundið með skýrum hætti að stjórnarmenn skuli vera sjálfstæðir í stjórnarstörfum, þeir megi ekki ganga erinda utanaðkomandi og skuli gæta hagsmuna allra hluthafa. Hingað til hefur verið litið svo á að þetta gildi einnig um fleiri félagaform, þar á meðal um stjórnir lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðum landsmanna er ætlað að standa undir framfærslu sjóðfélaga á efri árum í samræmi við þau réttindi sem þeir hafa áunnið sér með iðgjöldum. Stjórnum og stjórnendum sjóðanna er ætluð sú afdráttarlausa skylda að gæta þessara hagsmuna, engra annarra. Annað væri grundvallarbreyting. Það tekur áratugi að byggja upp sjóðsmyndað lífeyriskerfi. Þótt kerfið sé öflugt er það ungt og á líkast til enn þrjá til fjóra áratugi í að ná fullum þroska. Hvers kyns breytingar á forsendunum, jafnvel tímabundið í pólitískum hitaleik, geta haft veruleg áhrif til lengri tíma. Pólitísk átök í lífeyrissjóðum eru varasöm. Lífeyrissjóðakerfið varð til fyrir framsýni manna sem skildu að sátt yrði að ríkja um þessa meginstoð þjóðfélagsins. Ef við látum það líðast að formenn verkalýðsfélaga geti beitt áhrifum sínum til þess að sjóðirnir fari að þjóna duttlungum þeirra og pólitískum hagsmunum, þá er mikilvæg forsenda velferðar okkar í hættu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Við eigum framsýnum forystumönnum verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda það að þakka að hér var byggt upp öflugt lífeyrissjóðakerfi. Í því fólst sú fyrirhyggja að hver kynslóð stæði undir eigin lífeyri með sparnaði en velti ekki kostnaðinum yfir á næstu kynslóðir eins og þjóðir gera í ríkum mæli. Það hefur því verið átakanlegt að fylgjast með þeirri hörðu valdabaráttu sem er innan stærsta launþegafélags landsins, VR. Formaður þess vill að fulltrúar félagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hlýði hans fyrirskipunum. Þetta voru stjórnarmennirnir ekki tilbúnir til að gera, enda stríðir það gegn bæði lögum og samþykktum sjóðsins að stjórnarmenn reki erindi einhvers utanaðkomandi á vettvangi sjóðsins. Skiptir þá engu hvort viðkomandi er formaður VR eða einhver annar. Formaður VR hamrar á því að stjórn sjóðsins hafi farið gegn markmiðum svonefndra „lífskjarasamninga“ sem undirritaðir voru í vetur. Þar voru sett fram markmið um lækkun vaxta, ekki síst á íbúðalánum. Með gífuryrðum segir formaðurinn að stjórn lífeyrissjóðsins hafi risið gegn þessum markmiðum og ráðist gegn hagsmunum félagsmanna. Um þetta er deilt. Ágreiningur er um þróun á, að því er virðist, hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra lána til 3.700 sjóðfélaga. Engu skiptir að vextir sjóðsins verða áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Engu máli virðist skipta hverjir heildarhagsmunir 170.000 sjóðfélaga eru. Um hvað er þá deilt? Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Svo virðist sem umræður um breytilega vexti hafi verið tylliástæða til að rjúka til og hreinsa fulltrúa félagsins, sem formanninum þykja ekki nægilega fylgispakir, úr stjórn lífeyrissjóðsins. Fjármálaeftirlitið kannar nú lögmæti aðgerða formannsins. Í hlutafélagalögum er bundið með skýrum hætti að stjórnarmenn skuli vera sjálfstæðir í stjórnarstörfum, þeir megi ekki ganga erinda utanaðkomandi og skuli gæta hagsmuna allra hluthafa. Hingað til hefur verið litið svo á að þetta gildi einnig um fleiri félagaform, þar á meðal um stjórnir lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðum landsmanna er ætlað að standa undir framfærslu sjóðfélaga á efri árum í samræmi við þau réttindi sem þeir hafa áunnið sér með iðgjöldum. Stjórnum og stjórnendum sjóðanna er ætluð sú afdráttarlausa skylda að gæta þessara hagsmuna, engra annarra. Annað væri grundvallarbreyting. Það tekur áratugi að byggja upp sjóðsmyndað lífeyriskerfi. Þótt kerfið sé öflugt er það ungt og á líkast til enn þrjá til fjóra áratugi í að ná fullum þroska. Hvers kyns breytingar á forsendunum, jafnvel tímabundið í pólitískum hitaleik, geta haft veruleg áhrif til lengri tíma. Pólitísk átök í lífeyrissjóðum eru varasöm. Lífeyrissjóðakerfið varð til fyrir framsýni manna sem skildu að sátt yrði að ríkja um þessa meginstoð þjóðfélagsins. Ef við látum það líðast að formenn verkalýðsfélaga geti beitt áhrifum sínum til þess að sjóðirnir fari að þjóna duttlungum þeirra og pólitískum hagsmunum, þá er mikilvæg forsenda velferðar okkar í hættu.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun