Enginn sérstakur starfslokasamningur við Auðun Frey Ari Brynjólfsson skrifar 1. júlí 2019 06:15 Auðun Freyr Ingvarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Mynd/Félagsbústaðir Auðun Freyr Ingvarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða, og Félagsbústaðir hafna því að eitthvað óeðlilegt sé við tæplega 37 milljóna greiðslur til hans á rekstrarárinu 2018. Ekki hafi verið gerður neinn sérstakur starfslokasamningur við hann. Auðun Freyr sagði af sér í kjölfar athugasemda Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á 330 milljóna króna framúrkeyrslu á framkvæmdum á húsnæði félagsins við Írabakka 2-16. Samkvæmt ársskýrslu Félagsbústaða námu launagreiðslur til Auðuns Freys 36,9 milljónum í fyrra en 20,5 milljónum árið 2017. Námu mánaðarlaun hans rúmlega 1,6 milljónum króna. Laun Sigrúnar Árnadóttur, sem tók við stöðu framkvæmdastjóra tímabundið námu 4,3 milljónum frá október til lok ársins í fyrra. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, óskaði eftir skýringum á þessu á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. „Það er sjálfsagt að spyrja að þessu, þetta er ótrúleg upphæð,“ segir Kolbrún. Í svari Félagsbústaða við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að farið hafi verið eftir ráðningarsamningi við Auðun Frey. „Enginn sérstakur starfslokasamningur var gerður né fékk framkvæmdastjóri greiðslu umfram rétt sinn samkvæmt lögum,“ segir í svari Félagsbústaða. Auðun Freyr hafnar því að um sé að ræða 16 milljóna króna starfslokagreiðslu. „Það er bara einhver vitleysa. Þetta eru bara eðlileg starfslok. Fólk er með uppsagnarfrest og það er greitt út uppsagnarfrestinn. Hálft ár,“ segir Auðun Freyr. „Það var uppsafnað orlof og eitthvað slíkt. Þegar fólk hættir þá er greitt út sumarfrí sem var ekki tekið út.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
Auðun Freyr Ingvarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða, og Félagsbústaðir hafna því að eitthvað óeðlilegt sé við tæplega 37 milljóna greiðslur til hans á rekstrarárinu 2018. Ekki hafi verið gerður neinn sérstakur starfslokasamningur við hann. Auðun Freyr sagði af sér í kjölfar athugasemda Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á 330 milljóna króna framúrkeyrslu á framkvæmdum á húsnæði félagsins við Írabakka 2-16. Samkvæmt ársskýrslu Félagsbústaða námu launagreiðslur til Auðuns Freys 36,9 milljónum í fyrra en 20,5 milljónum árið 2017. Námu mánaðarlaun hans rúmlega 1,6 milljónum króna. Laun Sigrúnar Árnadóttur, sem tók við stöðu framkvæmdastjóra tímabundið námu 4,3 milljónum frá október til lok ársins í fyrra. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, óskaði eftir skýringum á þessu á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. „Það er sjálfsagt að spyrja að þessu, þetta er ótrúleg upphæð,“ segir Kolbrún. Í svari Félagsbústaða við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að farið hafi verið eftir ráðningarsamningi við Auðun Frey. „Enginn sérstakur starfslokasamningur var gerður né fékk framkvæmdastjóri greiðslu umfram rétt sinn samkvæmt lögum,“ segir í svari Félagsbústaða. Auðun Freyr hafnar því að um sé að ræða 16 milljóna króna starfslokagreiðslu. „Það er bara einhver vitleysa. Þetta eru bara eðlileg starfslok. Fólk er með uppsagnarfrest og það er greitt út uppsagnarfrestinn. Hálft ár,“ segir Auðun Freyr. „Það var uppsafnað orlof og eitthvað slíkt. Þegar fólk hættir þá er greitt út sumarfrí sem var ekki tekið út.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira