Gjaldþrota, fjallhress og sáttur Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2019 14:31 John Snorri varð sannkölluð þjóðhetja þegar hann fór á tind K2 en hefur nú verið úrskurðaður gjaldþrota. Gjaldþrotið nemur 150 milljónum króna. líf styrktarfélag Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Búið hefur verði gert upp en gjaldþrotið nemur rétt tæpum 150 milljónum króna samkvæmt því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. Það kom því blaðamanni Vísis, sem vildi grennslast nánar fyrir um málið, verulega á óvart að heyra í fjallhressum John Snorra; hann segir þetta mikinn létti. Og hann er sáttur. Þjóðin fylgdist með John Snorra sem var fyrstur Íslendinga til að komast á topp K2, næsthæsta fjalls heims og jafnframt einn þann hættulegasta að klífa. Þetta var árið 2017 en seinna á því ári voru fluttar fréttir af málaferlum hans við Arion banka, en hann hafði þá verið dæmdur til að greiða bankanum rúmar 600 þúsund krónur ásamt dráttarvöxtum auk hálfrar milljónar í málskostnað.Varð að eignast nýtt og annað líf John Snorri segir að gjaldþrotsúrskurðinn megi rekja til mála frá því fyrir hrun, árinu 2007 en hann var ábyrgðarmaður fyrir lánum sem fyrirtæki sem hann tengdist í verktakabransanum tóku og hann svo var að einhverju leyti í ábyrgð fyrir. Þetta eru fyrirtæki sem ekki voru þekkt Stallar og svo Þrístikla.John Snorri er sem laus úr viðjum. Málið er 12 ára gamalt og í það hefur farið óhemju mikill tími, orka, fyrirhöfn og kostnaður.Fbl/Anton Brink„Ég hef lengi staðið í baráttu og reynt að semja við bankana. Og er ánægður með að nú ætlum við bara að binda endi á þetta. Ég bara varð að fá nýtt líf. Ég hef ekkert getað gert eða hreyft mig eitt eða neitt,“ segir John Snorri. Hann segir óhemju tíma, orku og fyrirhöfn, auk kostnaðar, farið í öll þessi mál. Sem snúa bæði að Arion og Landsbanka.Séra Jón og Jón Allur gangur er á því hvort ábyrgðir sem snúa að rekstri fyrirtækja falli á menn persónulega og John Snorri segir það svo að ekki sé sama, Séra Jón eða Jón í því. Þar sé farið í manngreinarálit. Hann segir að málin hafi verið í ferli, en svo hafi þau tekið u-beygju þegar hann fór í sína miklu ferð á fjallið. Þá hafi bankarnir hert tökin, lögfræðingar héldu því fram að fyrst hann hefði haft efni á að fara á fjallið, þá hlyti hann að hafa efni á að borga meira. John Snorri segir að vissulega hafi kostnaður verið samfara ferðinni en menn geti nú staðið að því með ýmsum hætti. „Það hefur tekið tvö ár. Ég held að það sé komið gott. Það eru næstum 12 ár síðan allt þetta byrjaði, í samningaviðræður um afborganir.Ég er löngu búinn að borga höfuðstólinn; þetta er allt innheimtukostnaður, lögfræðingakostnaður og vaxtakostnaður. Mikil vinna hefur farið í að finna sátt og lausn sem væri þá hagur beggja aðila, en þá dúkkar alltaf upp eitthvað annað mál sem þarf að semja um. Botnlaus hít Góður vinur Johns Snorra innan bankakerfisins ráðlagði honum og sagði að ef og þegar kæmi að hann gæti ekki staðið undir afborgunum þá myndi bankinn hvort sem er ganga að honum. Og þá myndi allt hitt þurrkast út og í raun þá verði að greiða í einhverja botnlausa hít þar sem aldrei sæist til botns. „Ég ákvað að drífa í þessu. Ég verð að fá nýtt líf,“ segir John Snorri feginn. Segir að það taki tvö ár, að vera gjaldþrota. Þetta var eini kosturinn í stöðunni. Fjallgöngugarpurinn varpar því öndinni léttar og er hinn ánægðasti. Hann starfar nú við að leiða hópa ungmenna uppá fjöll og hálendið og kynna fyrir þeim undur Íslands. Það er á vegum Ferðafélags Íslands; Ferðafélag unga fólksins. Hann segir það ákaflega gefandi – talsvert betra en standa í stappi við bankakerfið og lögmenn þess. Fjallamennska Gjaldþrot Heilsa Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!“ John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. 28. júlí 2017 20:00 John Snorri varð undir eftir langa baráttu við Arion banka Fjallgöngugarpurinn hefur verið dæmdur til þess að greiða Arion banka 635.363 kr. ásamt dráttarvöxtum fyrir að hafa ekki staðið í skilum á afborgunum á láni sem tekið var í Sparisjóði Ólafsfjarðar árið 2009. 19. desember 2017 13:43 John Snorri um ferðina á K2: „Alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur“ John Snorri Sigurjónsson sem komst á topp fjallsins K2 á árinu segir að honum hafi fundist hann skilja fjallið mjög vel þegar hann var á leiðinni upp en K2 er eitt erfiðasta fjall í heimi að eiga við. 31. október 2017 10:34 Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Búið hefur verði gert upp en gjaldþrotið nemur rétt tæpum 150 milljónum króna samkvæmt því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. Það kom því blaðamanni Vísis, sem vildi grennslast nánar fyrir um málið, verulega á óvart að heyra í fjallhressum John Snorra; hann segir þetta mikinn létti. Og hann er sáttur. Þjóðin fylgdist með John Snorra sem var fyrstur Íslendinga til að komast á topp K2, næsthæsta fjalls heims og jafnframt einn þann hættulegasta að klífa. Þetta var árið 2017 en seinna á því ári voru fluttar fréttir af málaferlum hans við Arion banka, en hann hafði þá verið dæmdur til að greiða bankanum rúmar 600 þúsund krónur ásamt dráttarvöxtum auk hálfrar milljónar í málskostnað.Varð að eignast nýtt og annað líf John Snorri segir að gjaldþrotsúrskurðinn megi rekja til mála frá því fyrir hrun, árinu 2007 en hann var ábyrgðarmaður fyrir lánum sem fyrirtæki sem hann tengdist í verktakabransanum tóku og hann svo var að einhverju leyti í ábyrgð fyrir. Þetta eru fyrirtæki sem ekki voru þekkt Stallar og svo Þrístikla.John Snorri er sem laus úr viðjum. Málið er 12 ára gamalt og í það hefur farið óhemju mikill tími, orka, fyrirhöfn og kostnaður.Fbl/Anton Brink„Ég hef lengi staðið í baráttu og reynt að semja við bankana. Og er ánægður með að nú ætlum við bara að binda endi á þetta. Ég bara varð að fá nýtt líf. Ég hef ekkert getað gert eða hreyft mig eitt eða neitt,“ segir John Snorri. Hann segir óhemju tíma, orku og fyrirhöfn, auk kostnaðar, farið í öll þessi mál. Sem snúa bæði að Arion og Landsbanka.Séra Jón og Jón Allur gangur er á því hvort ábyrgðir sem snúa að rekstri fyrirtækja falli á menn persónulega og John Snorri segir það svo að ekki sé sama, Séra Jón eða Jón í því. Þar sé farið í manngreinarálit. Hann segir að málin hafi verið í ferli, en svo hafi þau tekið u-beygju þegar hann fór í sína miklu ferð á fjallið. Þá hafi bankarnir hert tökin, lögfræðingar héldu því fram að fyrst hann hefði haft efni á að fara á fjallið, þá hlyti hann að hafa efni á að borga meira. John Snorri segir að vissulega hafi kostnaður verið samfara ferðinni en menn geti nú staðið að því með ýmsum hætti. „Það hefur tekið tvö ár. Ég held að það sé komið gott. Það eru næstum 12 ár síðan allt þetta byrjaði, í samningaviðræður um afborganir.Ég er löngu búinn að borga höfuðstólinn; þetta er allt innheimtukostnaður, lögfræðingakostnaður og vaxtakostnaður. Mikil vinna hefur farið í að finna sátt og lausn sem væri þá hagur beggja aðila, en þá dúkkar alltaf upp eitthvað annað mál sem þarf að semja um. Botnlaus hít Góður vinur Johns Snorra innan bankakerfisins ráðlagði honum og sagði að ef og þegar kæmi að hann gæti ekki staðið undir afborgunum þá myndi bankinn hvort sem er ganga að honum. Og þá myndi allt hitt þurrkast út og í raun þá verði að greiða í einhverja botnlausa hít þar sem aldrei sæist til botns. „Ég ákvað að drífa í þessu. Ég verð að fá nýtt líf,“ segir John Snorri feginn. Segir að það taki tvö ár, að vera gjaldþrota. Þetta var eini kosturinn í stöðunni. Fjallgöngugarpurinn varpar því öndinni léttar og er hinn ánægðasti. Hann starfar nú við að leiða hópa ungmenna uppá fjöll og hálendið og kynna fyrir þeim undur Íslands. Það er á vegum Ferðafélags Íslands; Ferðafélag unga fólksins. Hann segir það ákaflega gefandi – talsvert betra en standa í stappi við bankakerfið og lögmenn þess.
Fjallamennska Gjaldþrot Heilsa Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!“ John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. 28. júlí 2017 20:00 John Snorri varð undir eftir langa baráttu við Arion banka Fjallgöngugarpurinn hefur verið dæmdur til þess að greiða Arion banka 635.363 kr. ásamt dráttarvöxtum fyrir að hafa ekki staðið í skilum á afborgunum á láni sem tekið var í Sparisjóði Ólafsfjarðar árið 2009. 19. desember 2017 13:43 John Snorri um ferðina á K2: „Alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur“ John Snorri Sigurjónsson sem komst á topp fjallsins K2 á árinu segir að honum hafi fundist hann skilja fjallið mjög vel þegar hann var á leiðinni upp en K2 er eitt erfiðasta fjall í heimi að eiga við. 31. október 2017 10:34 Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
„Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!“ John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. 28. júlí 2017 20:00
John Snorri varð undir eftir langa baráttu við Arion banka Fjallgöngugarpurinn hefur verið dæmdur til þess að greiða Arion banka 635.363 kr. ásamt dráttarvöxtum fyrir að hafa ekki staðið í skilum á afborgunum á láni sem tekið var í Sparisjóði Ólafsfjarðar árið 2009. 19. desember 2017 13:43
John Snorri um ferðina á K2: „Alveg sama hvað var að gerast í fjallinu þá var hugurinn alltaf rólegur“ John Snorri Sigurjónsson sem komst á topp fjallsins K2 á árinu segir að honum hafi fundist hann skilja fjallið mjög vel þegar hann var á leiðinni upp en K2 er eitt erfiðasta fjall í heimi að eiga við. 31. október 2017 10:34