Áhyggjuefni að börn séu send til landa þar sem þau eru ekki örugg Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2019 12:30 Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins. Framkvæmdastjóri UNICEF segir það áhyggjuefni hversu mörgum börnum er synjað um vernd. Það sem af er ári hafa stjórnvöld afgreitt umsóknir 105 barna, samkvæmt tölfræði á heimasíðu Útlendingastofnunar. Þar segir að 30 börn hafi fengið vernd eða mannúðarleyfi hér á landi. 75 börnum hefur því verið synjað um vernd, og þar af fengu 15 börn synjun á grundvelli verndar í öðru landi. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þessar tölur áhyggjuefni. „Við höfum áhyggjur af því að það sé verið að senda börn á flótta, til baka til landa, það er að segja ef þau eru með dvalarleyfi þar, til baka til landa þar sem við erum ekki að senda fólk sem er ekki með dvalarleyfi, af því að við teljum ástandið ekki nógu öruggt fyrir börn. Þar er Grikkland gott dæmi. Samkvæmt tölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þá eru 40 prósent barna hælisleitenda í Grikklandi ekki í skóla til dæmis.“ Í yfirlýsingu UNICEF var skorað á stjórnvöld að taka móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd til endurskoðunar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar var á meðal þeirra sem tók undir áskorunina og skoraði jafnframt á ríkisstjórnina að falla frá fyrirhuguðum breytingum á útlendingalögum. Bergsteinn segir UNICEF ekki hafa fengið formleg viðbrögð við áskoruninni en finni fyrir vilja til umbóta innan ráðuneyta. Mál afgönsku feðganna sýni fram á að þörfin sé brýn. „Nei, engin formleg, en við vitum að innan félags- og barnamálaráðuneytisins er mikill vilji til að skoða þessi mál í samstarfi við dómsmálaráðuneytið og við höfum trú á því að það verði gert. En eins og þetta dæmi sýnir þá megum við engan tíma missa,“ segir Bergsteinn. Hælisleitendur Tengdar fréttir Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17 Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins. Framkvæmdastjóri UNICEF segir það áhyggjuefni hversu mörgum börnum er synjað um vernd. Það sem af er ári hafa stjórnvöld afgreitt umsóknir 105 barna, samkvæmt tölfræði á heimasíðu Útlendingastofnunar. Þar segir að 30 börn hafi fengið vernd eða mannúðarleyfi hér á landi. 75 börnum hefur því verið synjað um vernd, og þar af fengu 15 börn synjun á grundvelli verndar í öðru landi. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þessar tölur áhyggjuefni. „Við höfum áhyggjur af því að það sé verið að senda börn á flótta, til baka til landa, það er að segja ef þau eru með dvalarleyfi þar, til baka til landa þar sem við erum ekki að senda fólk sem er ekki með dvalarleyfi, af því að við teljum ástandið ekki nógu öruggt fyrir börn. Þar er Grikkland gott dæmi. Samkvæmt tölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þá eru 40 prósent barna hælisleitenda í Grikklandi ekki í skóla til dæmis.“ Í yfirlýsingu UNICEF var skorað á stjórnvöld að taka móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd til endurskoðunar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar var á meðal þeirra sem tók undir áskorunina og skoraði jafnframt á ríkisstjórnina að falla frá fyrirhuguðum breytingum á útlendingalögum. Bergsteinn segir UNICEF ekki hafa fengið formleg viðbrögð við áskoruninni en finni fyrir vilja til umbóta innan ráðuneyta. Mál afgönsku feðganna sýni fram á að þörfin sé brýn. „Nei, engin formleg, en við vitum að innan félags- og barnamálaráðuneytisins er mikill vilji til að skoða þessi mál í samstarfi við dómsmálaráðuneytið og við höfum trú á því að það verði gert. En eins og þetta dæmi sýnir þá megum við engan tíma missa,“ segir Bergsteinn.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17 Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17
Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33
Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00