Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júlí 2019 12:39 Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. Vísir/ap Systrum á aldrinum tólf og sex ára var haldið í tæpan hálfan mánuð á landamærastöð í Texas í Bandaríkjunum þar sem þær voru látnar sofa á gólfinu. Fréttastofa AP er með upptöku undir höndum þar sem eldri systirin greinir réttargæslumanni sínum frá því sem gekk á á meðan þær voru í haldi. Stúlkurnar, sem eru frá Mið-Ameríku, eru aðeins tvær af mörg hundruð flóttabarna sem hafa dvalið gegn vilja sínum á landamærastöðinni í Clint nærri El Paso. Börnin höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningamæðra. Eftir að lögfræðingar fengu að heimsækja landamærastöð í bænum Clint í Texas í síðustu viku bárust fréttir af því að börnin hefðu sum dvalið þar í margar vikur. Þau hefðu hvorki aðgang að sápu, hreinum fötum, viðunandi mat né vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman í rými. Sjá nánar: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Fréttastofa AP fékk leyfi til þess að birta frásögn stúlkunnar gegn því að gætt yrði nafnleynd og ekki greint frá þjóðerni hennar. Er það gert til þess að vernda stúlkuna sjálfa og til þess að skemma ekki fyrir umsókn hennar um hæli. Taylor Levy, lögfræðingur, sem hefur unnið með fjölskyldu stúlknanna sagði að þær hefðu verið teknar frá frænku þeirra sem kom með þær yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna þann 23. maí. Levy sagði í samtali við fréttastofu AP að móðir stúlknanna hefði flúið ofbeldisfullan föður þeirra fyrir fjórum árum og sótt um hæli í Bandaríkjunum. Stúlkurnar urðu eftir hjá frænku þeirra en þær flúðu líka til Bandaríkjanna þegar faðirinn hóf að hóta ofbeldi.Sjá einnig: Dauði förufólks á landamærum engin nýmæli Í myndbandinu segir eldri systirin frá því – á spænsku – að landamæraverðirnir hefðu komið illa fram við börnin og bannað þeim að leika sér og baða sig. „Sum barnanna, á aldri við systur mína, grátbáðu um móður sína og föður. Þau grátbáðu um frænku sína. Þau söknuðu þeirra,“ segir eldri systirin og bætir við að verðirnir hefðu lokað börn inni fyrir að gráta. Hún segir að börnin hefðu fengið búðing, ávaxtasafa og vefju að borða. Hún hafi þó nær ekkert getað borðað „því þetta var svo bragðvont.“ Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Systrum á aldrinum tólf og sex ára var haldið í tæpan hálfan mánuð á landamærastöð í Texas í Bandaríkjunum þar sem þær voru látnar sofa á gólfinu. Fréttastofa AP er með upptöku undir höndum þar sem eldri systirin greinir réttargæslumanni sínum frá því sem gekk á á meðan þær voru í haldi. Stúlkurnar, sem eru frá Mið-Ameríku, eru aðeins tvær af mörg hundruð flóttabarna sem hafa dvalið gegn vilja sínum á landamærastöðinni í Clint nærri El Paso. Börnin höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningamæðra. Eftir að lögfræðingar fengu að heimsækja landamærastöð í bænum Clint í Texas í síðustu viku bárust fréttir af því að börnin hefðu sum dvalið þar í margar vikur. Þau hefðu hvorki aðgang að sápu, hreinum fötum, viðunandi mat né vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman í rými. Sjá nánar: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Fréttastofa AP fékk leyfi til þess að birta frásögn stúlkunnar gegn því að gætt yrði nafnleynd og ekki greint frá þjóðerni hennar. Er það gert til þess að vernda stúlkuna sjálfa og til þess að skemma ekki fyrir umsókn hennar um hæli. Taylor Levy, lögfræðingur, sem hefur unnið með fjölskyldu stúlknanna sagði að þær hefðu verið teknar frá frænku þeirra sem kom með þær yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna þann 23. maí. Levy sagði í samtali við fréttastofu AP að móðir stúlknanna hefði flúið ofbeldisfullan föður þeirra fyrir fjórum árum og sótt um hæli í Bandaríkjunum. Stúlkurnar urðu eftir hjá frænku þeirra en þær flúðu líka til Bandaríkjanna þegar faðirinn hóf að hóta ofbeldi.Sjá einnig: Dauði förufólks á landamærum engin nýmæli Í myndbandinu segir eldri systirin frá því – á spænsku – að landamæraverðirnir hefðu komið illa fram við börnin og bannað þeim að leika sér og baða sig. „Sum barnanna, á aldri við systur mína, grátbáðu um móður sína og föður. Þau grátbáðu um frænku sína. Þau söknuðu þeirra,“ segir eldri systirin og bætir við að verðirnir hefðu lokað börn inni fyrir að gráta. Hún segir að börnin hefðu fengið búðing, ávaxtasafa og vefju að borða. Hún hafi þó nær ekkert getað borðað „því þetta var svo bragðvont.“
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53
Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30
Feðginin sem drukknuðu í Río Grande lögð til hinstu hvílu Myndin af þeim þar sem þau liggja í Ríó Grande ánni hefur vakið mikla athygli víða um heim. 1. júlí 2019 22:19