Brexit-sinnar sneru baki í „Óðinn til gleðinnar“ Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2019 13:52 Nigel Farage og félagar mótmæltu evrópskri samvinnu í Evrópuþinginu við upphaf þingfundar í dag. Vísir/EPA Nýkjörnir fulltrúar Brexit-flokksins breska á Evrópuþinginu mótmæltu Evrópusambandinu undir einkennisstefi þess, „Óði til gleðinnar“, í morgun. Sneru þingmennirnir bakinu við flutningi tónverksins. Katalónskir Evrópuþingmenn stóðu einnig fyrir mótmælum í dag. Brexit-flokkurinn vann sigur í Evrópuþingskosninum á Bretlandi í maí. Hann er meðal annars skipaður fyrrverandi félögum í Breska sjálfstæðisflokknum (Ukip) eins og Nigel Farage og öðrum andstæðingum Evrópusambandsins. Nýtt Evrópuþing kom saman til fundar í Strasbourg fyrsta skipti í dag. Risu þingmenn þá á fætur undir „Óði til gleðinnar“ eftir Bethoven, einkennisstefi Evrópusambandsins, sem saxófónkvartet lék. Þá sneru þingmenn Brexit-flokksins bakinu við flutningnum. Antonio Tajani, fráfarandi forseti Evrópuþingsins, skammaði þingmennina fyrir virðingarleysi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það er til marks um virðingu að rísa úr sætum. Það þýðir ekki að þú deilir endilega skoðunum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars lands rístu á fætur,“ sagði Tajani. Fulltrúar Frjálslyndra demókrata frá Bretlandi mættu í stuttermabolum sem á stóð „Stöðvum Brexit“.The @LibDems MEPs are gathering now for the first Strasbourg session with their trademark “b****cks to #Brexit” t-shirts. pic.twitter.com/pvdlNqL5W8— Adam Fleming (@adamfleming) July 2, 2019 Fyrir utan þingið komu hundruð katalónskra sjálfstæðissinna saman til að mótmæla því að þrír leiðtogar þeirra sem voru kjörnir á Evrópuþingið fái ekki að taka sæti þar. Sumir þingmenn stilltu upp myndum af þeim við sæti þeirra. Sjálfstæðissinnarnir fá ekki að taka sæti sín vegna þess að þeir flúðu til Brussel eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði sem þeir stóðu fyrir var dæmd ólögleg. Því voru þeir ekki viðstaddir innsetningarathöfn í Madrid eins og reglur kveða á um. Erfiðlega hefur gengið fyrir leiðtoga Evrópusambandsins að koma sér saman um hvernig skuli velja í æðstu embætti þess. Rætt er um að Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, verði forseti framkvæmdastjórnarinnar og Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, verði forseti leiðtogaráðsins. Þá hefur Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verið nefnd sem næsti seðlabankastjóri Evrópu. Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13 Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Nýkjörnir fulltrúar Brexit-flokksins breska á Evrópuþinginu mótmæltu Evrópusambandinu undir einkennisstefi þess, „Óði til gleðinnar“, í morgun. Sneru þingmennirnir bakinu við flutningi tónverksins. Katalónskir Evrópuþingmenn stóðu einnig fyrir mótmælum í dag. Brexit-flokkurinn vann sigur í Evrópuþingskosninum á Bretlandi í maí. Hann er meðal annars skipaður fyrrverandi félögum í Breska sjálfstæðisflokknum (Ukip) eins og Nigel Farage og öðrum andstæðingum Evrópusambandsins. Nýtt Evrópuþing kom saman til fundar í Strasbourg fyrsta skipti í dag. Risu þingmenn þá á fætur undir „Óði til gleðinnar“ eftir Bethoven, einkennisstefi Evrópusambandsins, sem saxófónkvartet lék. Þá sneru þingmenn Brexit-flokksins bakinu við flutningnum. Antonio Tajani, fráfarandi forseti Evrópuþingsins, skammaði þingmennina fyrir virðingarleysi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það er til marks um virðingu að rísa úr sætum. Það þýðir ekki að þú deilir endilega skoðunum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars lands rístu á fætur,“ sagði Tajani. Fulltrúar Frjálslyndra demókrata frá Bretlandi mættu í stuttermabolum sem á stóð „Stöðvum Brexit“.The @LibDems MEPs are gathering now for the first Strasbourg session with their trademark “b****cks to #Brexit” t-shirts. pic.twitter.com/pvdlNqL5W8— Adam Fleming (@adamfleming) July 2, 2019 Fyrir utan þingið komu hundruð katalónskra sjálfstæðissinna saman til að mótmæla því að þrír leiðtogar þeirra sem voru kjörnir á Evrópuþingið fái ekki að taka sæti þar. Sumir þingmenn stilltu upp myndum af þeim við sæti þeirra. Sjálfstæðissinnarnir fá ekki að taka sæti sín vegna þess að þeir flúðu til Brussel eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði sem þeir stóðu fyrir var dæmd ólögleg. Því voru þeir ekki viðstaddir innsetningarathöfn í Madrid eins og reglur kveða á um. Erfiðlega hefur gengið fyrir leiðtoga Evrópusambandsins að koma sér saman um hvernig skuli velja í æðstu embætti þess. Rætt er um að Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, verði forseti framkvæmdastjórnarinnar og Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, verði forseti leiðtogaráðsins. Þá hefur Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verið nefnd sem næsti seðlabankastjóri Evrópu.
Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13 Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13
Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“