Brexit-sinnar sneru baki í „Óðinn til gleðinnar“ Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2019 13:52 Nigel Farage og félagar mótmæltu evrópskri samvinnu í Evrópuþinginu við upphaf þingfundar í dag. Vísir/EPA Nýkjörnir fulltrúar Brexit-flokksins breska á Evrópuþinginu mótmæltu Evrópusambandinu undir einkennisstefi þess, „Óði til gleðinnar“, í morgun. Sneru þingmennirnir bakinu við flutningi tónverksins. Katalónskir Evrópuþingmenn stóðu einnig fyrir mótmælum í dag. Brexit-flokkurinn vann sigur í Evrópuþingskosninum á Bretlandi í maí. Hann er meðal annars skipaður fyrrverandi félögum í Breska sjálfstæðisflokknum (Ukip) eins og Nigel Farage og öðrum andstæðingum Evrópusambandsins. Nýtt Evrópuþing kom saman til fundar í Strasbourg fyrsta skipti í dag. Risu þingmenn þá á fætur undir „Óði til gleðinnar“ eftir Bethoven, einkennisstefi Evrópusambandsins, sem saxófónkvartet lék. Þá sneru þingmenn Brexit-flokksins bakinu við flutningnum. Antonio Tajani, fráfarandi forseti Evrópuþingsins, skammaði þingmennina fyrir virðingarleysi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það er til marks um virðingu að rísa úr sætum. Það þýðir ekki að þú deilir endilega skoðunum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars lands rístu á fætur,“ sagði Tajani. Fulltrúar Frjálslyndra demókrata frá Bretlandi mættu í stuttermabolum sem á stóð „Stöðvum Brexit“.The @LibDems MEPs are gathering now for the first Strasbourg session with their trademark “b****cks to #Brexit” t-shirts. pic.twitter.com/pvdlNqL5W8— Adam Fleming (@adamfleming) July 2, 2019 Fyrir utan þingið komu hundruð katalónskra sjálfstæðissinna saman til að mótmæla því að þrír leiðtogar þeirra sem voru kjörnir á Evrópuþingið fái ekki að taka sæti þar. Sumir þingmenn stilltu upp myndum af þeim við sæti þeirra. Sjálfstæðissinnarnir fá ekki að taka sæti sín vegna þess að þeir flúðu til Brussel eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði sem þeir stóðu fyrir var dæmd ólögleg. Því voru þeir ekki viðstaddir innsetningarathöfn í Madrid eins og reglur kveða á um. Erfiðlega hefur gengið fyrir leiðtoga Evrópusambandsins að koma sér saman um hvernig skuli velja í æðstu embætti þess. Rætt er um að Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, verði forseti framkvæmdastjórnarinnar og Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, verði forseti leiðtogaráðsins. Þá hefur Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verið nefnd sem næsti seðlabankastjóri Evrópu. Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13 Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Nýkjörnir fulltrúar Brexit-flokksins breska á Evrópuþinginu mótmæltu Evrópusambandinu undir einkennisstefi þess, „Óði til gleðinnar“, í morgun. Sneru þingmennirnir bakinu við flutningi tónverksins. Katalónskir Evrópuþingmenn stóðu einnig fyrir mótmælum í dag. Brexit-flokkurinn vann sigur í Evrópuþingskosninum á Bretlandi í maí. Hann er meðal annars skipaður fyrrverandi félögum í Breska sjálfstæðisflokknum (Ukip) eins og Nigel Farage og öðrum andstæðingum Evrópusambandsins. Nýtt Evrópuþing kom saman til fundar í Strasbourg fyrsta skipti í dag. Risu þingmenn þá á fætur undir „Óði til gleðinnar“ eftir Bethoven, einkennisstefi Evrópusambandsins, sem saxófónkvartet lék. Þá sneru þingmenn Brexit-flokksins bakinu við flutningnum. Antonio Tajani, fráfarandi forseti Evrópuþingsins, skammaði þingmennina fyrir virðingarleysi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það er til marks um virðingu að rísa úr sætum. Það þýðir ekki að þú deilir endilega skoðunum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars lands rístu á fætur,“ sagði Tajani. Fulltrúar Frjálslyndra demókrata frá Bretlandi mættu í stuttermabolum sem á stóð „Stöðvum Brexit“.The @LibDems MEPs are gathering now for the first Strasbourg session with their trademark “b****cks to #Brexit” t-shirts. pic.twitter.com/pvdlNqL5W8— Adam Fleming (@adamfleming) July 2, 2019 Fyrir utan þingið komu hundruð katalónskra sjálfstæðissinna saman til að mótmæla því að þrír leiðtogar þeirra sem voru kjörnir á Evrópuþingið fái ekki að taka sæti þar. Sumir þingmenn stilltu upp myndum af þeim við sæti þeirra. Sjálfstæðissinnarnir fá ekki að taka sæti sín vegna þess að þeir flúðu til Brussel eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði sem þeir stóðu fyrir var dæmd ólögleg. Því voru þeir ekki viðstaddir innsetningarathöfn í Madrid eins og reglur kveða á um. Erfiðlega hefur gengið fyrir leiðtoga Evrópusambandsins að koma sér saman um hvernig skuli velja í æðstu embætti þess. Rætt er um að Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, verði forseti framkvæmdastjórnarinnar og Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, verði forseti leiðtogaráðsins. Þá hefur Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verið nefnd sem næsti seðlabankastjóri Evrópu.
Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13 Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13
Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15