Afnám hafta og háir vextir geri Ísland að góðum kosti Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. júlí 2019 08:45 Mark Dowding, fjárfestingastjóri BlueBay Asset Management Fjárfestingastjóri BlueBay Asset Management, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfyrirtækis Evrópu, telur að aflétting fjármagnshafta og háir vextir geri Ísland að aðlaðandi fjárfestingarkosti og býst við því að fleiri erlendir fjárfestar endurnýi kynni sín af landið. Í nýlegu bréfi fjárfestingastjórans, Marks Dowdings, til fjárfesta er sjónum beint að stöðu íslenska hagkerfisins í kjölfar þess að fjármagnshöftin sem innleidd voru á haustmánuðum ársins 2008 voru nánast að öllu leyti afnumin. Dowding bendir í bréfinu á að með auknu innflæði fjármagns til landsins og tilheyrandi gengisstyrkingu gæti verðbólga lækkað sem ætti að geta leitt til lægri vaxta. Á móti geti kröfur verkalýðsfélaga um myndarlegar launahækkanir ýtt undir verðbólgu og dregið úr líkunum á vaxtalækkunum en fjárfestingastjórinn tekur þó fram að æ fleiri viðurkenni að stilla þurfi launakröfum í hóf þannig að þær verði skynsamlegri. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum hafa sjóðir á vegum BlueBay Asset Management keypt ríkisskuldabréf í talsverðum mæli á undanförnum mánuðum. Sjóðastýringarfyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan skuldabréfamarkað árið 2015. Í bréfi Dowdings til fjárfesta í mars síðastliðnum sagðist hann, eins og upplýst var um í Markaðinum, búast við því að ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisskuldabréfa lækkaði um eitt hundrað punkta á næstu tólf mánuðum og að gengi krónunnar styrktist um tíu prósent á sama tíma. Gengi sú spá eftir gæti fjárfesting í slíkum bréfum mögulega skilað meira en tuttugu prósenta ávöxtun á tímabilinu. Í bréfinu sagðist hann jafnframt telja að sterkari króna myndi á endanum þrýsta verðbólgu niður og gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti á það stig sem tíðkast á öðrum þróuðum mörkuðum. Um leið gæti bankinn takmarkað áhættuna af því að vaxtamunarviðskipti leiði til bólumyndunar í hagkerfinu. Í nýjasta bréfi fjárfestingastjórans, dagsettu 1. júlí, segir hann að afnám haftanna skapi mikil tækifæri fyrir fjárfesta, eins og áður var lýst. Seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti sína að undanförnu og frekari lækkanir séu líklegar. Jafnframt geti Ísland notið góðs af áhuga þeirra fjárfesta sem taka tillit til svonefndra ESG-þátta – en ESG stendur fyrir umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti – við fjárfestingar sínar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Fjárfestingastjóri BlueBay Asset Management, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfyrirtækis Evrópu, telur að aflétting fjármagnshafta og háir vextir geri Ísland að aðlaðandi fjárfestingarkosti og býst við því að fleiri erlendir fjárfestar endurnýi kynni sín af landið. Í nýlegu bréfi fjárfestingastjórans, Marks Dowdings, til fjárfesta er sjónum beint að stöðu íslenska hagkerfisins í kjölfar þess að fjármagnshöftin sem innleidd voru á haustmánuðum ársins 2008 voru nánast að öllu leyti afnumin. Dowding bendir í bréfinu á að með auknu innflæði fjármagns til landsins og tilheyrandi gengisstyrkingu gæti verðbólga lækkað sem ætti að geta leitt til lægri vaxta. Á móti geti kröfur verkalýðsfélaga um myndarlegar launahækkanir ýtt undir verðbólgu og dregið úr líkunum á vaxtalækkunum en fjárfestingastjórinn tekur þó fram að æ fleiri viðurkenni að stilla þurfi launakröfum í hóf þannig að þær verði skynsamlegri. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum hafa sjóðir á vegum BlueBay Asset Management keypt ríkisskuldabréf í talsverðum mæli á undanförnum mánuðum. Sjóðastýringarfyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan skuldabréfamarkað árið 2015. Í bréfi Dowdings til fjárfesta í mars síðastliðnum sagðist hann, eins og upplýst var um í Markaðinum, búast við því að ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisskuldabréfa lækkaði um eitt hundrað punkta á næstu tólf mánuðum og að gengi krónunnar styrktist um tíu prósent á sama tíma. Gengi sú spá eftir gæti fjárfesting í slíkum bréfum mögulega skilað meira en tuttugu prósenta ávöxtun á tímabilinu. Í bréfinu sagðist hann jafnframt telja að sterkari króna myndi á endanum þrýsta verðbólgu niður og gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti á það stig sem tíðkast á öðrum þróuðum mörkuðum. Um leið gæti bankinn takmarkað áhættuna af því að vaxtamunarviðskipti leiði til bólumyndunar í hagkerfinu. Í nýjasta bréfi fjárfestingastjórans, dagsettu 1. júlí, segir hann að afnám haftanna skapi mikil tækifæri fyrir fjárfesta, eins og áður var lýst. Seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti sína að undanförnu og frekari lækkanir séu líklegar. Jafnframt geti Ísland notið góðs af áhuga þeirra fjárfesta sem taka tillit til svonefndra ESG-þátta – en ESG stendur fyrir umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti – við fjárfestingar sínar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira