Málaði Heimaklett sundur og saman Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 3. júlí 2019 09:00 Listamaðurinn Tolli opnar einkasýningu nú á fimmtudaginn á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Mynd/Aðsend Fimmtudaginn 4. júlí verður opnuð sýning á nýjum olíumálverkum eftir listamanninn Tolla á Vestmannaeyjaflugvelli. Sýningin er samvinnuverkefni Isavia, rekstraraðila flugvallarins og Tolla. „Ég er rosalega hress,“ segir Tolli glaður í bragði þegar Fréttablaðið nær tali af honum þar sem hann er að ferja verk á sýningarstað. „Ég er að koma með til Eyja stór og smá verk, þar sem ég er búinn að mála Heimaklettinn sundur og saman,“ bætir hann svo við.Náttúruundrið Heimaklettur Sýningin er sú síðasta af fjórum sem Tolli hefur unnið í samstarfi við Isavia. Í seríunni hefur hann sýnt verk sín á flugvöllum á landsbyggðinnni. Hann hefur því haldið álíka sýningar á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum. „Vestmannaeyjar eru Ítalía Íslands,“ fullyrðir Tolli ,,Þetta er í raun suðrið okkar. Svo eru Vestmannaeyingar blóðheitir og lífsglaðir. Fólk sem hefur lifað við erfiðar aðstæður, eldgosið og hafið. Maður finnur hvað Heimaklettur á stórt pláss í hjörtum þeirra. Það er ekkert náttúruundur sem Íslendingar tengja meira við en Vestmanneyingar gera við Heimaklett,“ segir Tolli. Tolli kemur því með verk prýdd Heimakletti, og það í öllum regnbogans litum. „Ég geri honum að ég tel það góð skil að Vestmannaeyingar eiga að geta speglað lífsgleði sína og kraft í þessum málverkum sem ég er að fara að sýna.“Litríkt og kraftmikið stöff Hann hvetur fólk til að mæta á sýninguna, og sérstaklega þá sem eiga rætur að rekja til Eyja, til að gera sér ferð yfir sjóinn og berja verkin augu. „Allir sem hafa gaman af náttúruundrinu Heimakletti, Vestmannaeyjum og góðri myndlist almennt eiga erindi á þessa sýningu,“ segir Tolli. Sýningin á Ísafirði samanstóð mestmegnis af verkum sem sýndu landslagið fyrir vestan. Hann hafi þó ekki farið strangt eftir beinum tengslum verkanna við staðsetninguna á sýningunum hingað til. „En þarna fer ég alla leið. Megnið á sýningunni sem ég opna núna á fimmtudaginn er úr Eyjum. Þetta er litríkt og kraftmikið stöff.“Tolli segir alla þá sem hafa gaman af Heimakletti, Vestmannaeyjum og góðri myndlist eiga erindi á sýninguna.Svettið ekki allra Næst á dagskrá hjá Tolla er Listahátíðin LungA á Seyðisfirði. Þangað ætlar hann að taka með svett-tjaldið sitt. Aðspurður um áhrif svettsins viðurkennir Tolli að það sé svo sannarlega ekki allra. „Svettið er fyrir þá sem hafa gaman af því að prófa eitthvað nýtt og skora sjálfa sig svolítið á hólm. Fyrir þá aðila er svett mjög fallegt, skemmtilegt og síðast en ekki síst áhrifamikið verkfæri. Fyrir listamenn sem og blaðamenn!“ segir Tolli glettinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Vestmannaeyjar Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fimmtudaginn 4. júlí verður opnuð sýning á nýjum olíumálverkum eftir listamanninn Tolla á Vestmannaeyjaflugvelli. Sýningin er samvinnuverkefni Isavia, rekstraraðila flugvallarins og Tolla. „Ég er rosalega hress,“ segir Tolli glaður í bragði þegar Fréttablaðið nær tali af honum þar sem hann er að ferja verk á sýningarstað. „Ég er að koma með til Eyja stór og smá verk, þar sem ég er búinn að mála Heimaklettinn sundur og saman,“ bætir hann svo við.Náttúruundrið Heimaklettur Sýningin er sú síðasta af fjórum sem Tolli hefur unnið í samstarfi við Isavia. Í seríunni hefur hann sýnt verk sín á flugvöllum á landsbyggðinnni. Hann hefur því haldið álíka sýningar á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum. „Vestmannaeyjar eru Ítalía Íslands,“ fullyrðir Tolli ,,Þetta er í raun suðrið okkar. Svo eru Vestmannaeyingar blóðheitir og lífsglaðir. Fólk sem hefur lifað við erfiðar aðstæður, eldgosið og hafið. Maður finnur hvað Heimaklettur á stórt pláss í hjörtum þeirra. Það er ekkert náttúruundur sem Íslendingar tengja meira við en Vestmanneyingar gera við Heimaklett,“ segir Tolli. Tolli kemur því með verk prýdd Heimakletti, og það í öllum regnbogans litum. „Ég geri honum að ég tel það góð skil að Vestmannaeyingar eiga að geta speglað lífsgleði sína og kraft í þessum málverkum sem ég er að fara að sýna.“Litríkt og kraftmikið stöff Hann hvetur fólk til að mæta á sýninguna, og sérstaklega þá sem eiga rætur að rekja til Eyja, til að gera sér ferð yfir sjóinn og berja verkin augu. „Allir sem hafa gaman af náttúruundrinu Heimakletti, Vestmannaeyjum og góðri myndlist almennt eiga erindi á þessa sýningu,“ segir Tolli. Sýningin á Ísafirði samanstóð mestmegnis af verkum sem sýndu landslagið fyrir vestan. Hann hafi þó ekki farið strangt eftir beinum tengslum verkanna við staðsetninguna á sýningunum hingað til. „En þarna fer ég alla leið. Megnið á sýningunni sem ég opna núna á fimmtudaginn er úr Eyjum. Þetta er litríkt og kraftmikið stöff.“Tolli segir alla þá sem hafa gaman af Heimakletti, Vestmannaeyjum og góðri myndlist eiga erindi á sýninguna.Svettið ekki allra Næst á dagskrá hjá Tolla er Listahátíðin LungA á Seyðisfirði. Þangað ætlar hann að taka með svett-tjaldið sitt. Aðspurður um áhrif svettsins viðurkennir Tolli að það sé svo sannarlega ekki allra. „Svettið er fyrir þá sem hafa gaman af því að prófa eitthvað nýtt og skora sjálfa sig svolítið á hólm. Fyrir þá aðila er svett mjög fallegt, skemmtilegt og síðast en ekki síst áhrifamikið verkfæri. Fyrir listamenn sem og blaðamenn!“ segir Tolli glettinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Vestmannaeyjar Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira