Svekktur en stoltur Neville: Sagði við þær að það verða engin tár í kvöld Anton Ingi Leifsson skrifar 2. júlí 2019 21:45 Neville hughreystir markaskorarann White í leikslok. vísir/getty Það var svekktur en stoltur Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins, sem ræddi við fjölmiðla eftir 2-1 tap Englands í undanúrslitunum gegn Bandaríkjunum í kvöld. „Leikmennirnir mínir gáfu allt. Við sögðum að við vildum leggja hjarta okkar og sál í þetta og þær gerðu það,“ sagði Neville í samtali við breska ríkisútvarpið í leikslok. „Bandaríkin sýndu reynslu í að halda boltanum út í horni í leikinn. Ég held að við höfum ekki haft meiri orku. Ég bað þær um að spila fótboltann sem við vildum og þær gerðu sitt besta. Ég sagði við þær að það verða engin tár í kvöld.“ „Markið sem var dæmt af var rangstaða og við héldum áfram. Spjaldið sem Mille fékk í fyrri hálfleik var aldrei gult spjald. Dómarinn hafði ekki stjórn á leiknum og svo fórum við í þriggja manna vörn og þá strekktist á þessu.“England's World Cup is not quite over. They have a chance to equal their achievements of four years ago. The #Lionesses will face one of the Netherlands or Sweden in Saturday's third-fourth play-off match.https://t.co/dvFnBJyBL8#ENGUSA#Lionesses#USAvENG#WWC19#ENGpic.twitter.com/Mur36cfx1B— BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019 Þær ensku voru nálægt því að tryggja sér framlengingu í kvöld en vítaspyrna fyrirliðans, Steph Houghton, var varinn á 84. mínútu leiksins. „Ég gæti ekki beðið um meira. Við áttum besta tíma lífs okkar. Steph Houghton hefur átt stórkostlegt ár. Hún er frábær persóna, innan sem utan vallar. Hún verður í uppnámi. Hún hefur verið stórkostleg og það ætti ekki að kenna henni um.“ Á laugardaginn bíður svo leikur um þriðja sætið hjá Englandi en þar verður það annað hvort Holland eða Svíþjóð sem verður mótherjinn. „Þetta er fótbolti. Þetta eru íþróttir. Þú verður að vera tilbúin. Það er stórleikur á laugardaginn og við verðum klár,“ sagði Neville að lokum. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Sjá meira
Það var svekktur en stoltur Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins, sem ræddi við fjölmiðla eftir 2-1 tap Englands í undanúrslitunum gegn Bandaríkjunum í kvöld. „Leikmennirnir mínir gáfu allt. Við sögðum að við vildum leggja hjarta okkar og sál í þetta og þær gerðu það,“ sagði Neville í samtali við breska ríkisútvarpið í leikslok. „Bandaríkin sýndu reynslu í að halda boltanum út í horni í leikinn. Ég held að við höfum ekki haft meiri orku. Ég bað þær um að spila fótboltann sem við vildum og þær gerðu sitt besta. Ég sagði við þær að það verða engin tár í kvöld.“ „Markið sem var dæmt af var rangstaða og við héldum áfram. Spjaldið sem Mille fékk í fyrri hálfleik var aldrei gult spjald. Dómarinn hafði ekki stjórn á leiknum og svo fórum við í þriggja manna vörn og þá strekktist á þessu.“England's World Cup is not quite over. They have a chance to equal their achievements of four years ago. The #Lionesses will face one of the Netherlands or Sweden in Saturday's third-fourth play-off match.https://t.co/dvFnBJyBL8#ENGUSA#Lionesses#USAvENG#WWC19#ENGpic.twitter.com/Mur36cfx1B— BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019 Þær ensku voru nálægt því að tryggja sér framlengingu í kvöld en vítaspyrna fyrirliðans, Steph Houghton, var varinn á 84. mínútu leiksins. „Ég gæti ekki beðið um meira. Við áttum besta tíma lífs okkar. Steph Houghton hefur átt stórkostlegt ár. Hún er frábær persóna, innan sem utan vallar. Hún verður í uppnámi. Hún hefur verið stórkostleg og það ætti ekki að kenna henni um.“ Á laugardaginn bíður svo leikur um þriðja sætið hjá Englandi en þar verður það annað hvort Holland eða Svíþjóð sem verður mótherjinn. „Þetta er fótbolti. Þetta eru íþróttir. Þú verður að vera tilbúin. Það er stórleikur á laugardaginn og við verðum klár,“ sagði Neville að lokum.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Sjá meira