Stjarna bandaríska liðsins á HM var bara klappstýra í gær: Ætlar að ná úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 13:30 Megan Rapinoe fagnar hér í leikslok með liðsfélögum sínum. Getty/Jean Catuffe Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta en komið í enn einn úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti eftir 2-1 sigur á Englandi í gær. Bandarísku stelpurnar unnu leikinn þrátt fyrir að leika án stærstu stjörnu liðsins. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar hin litíka Megan Rapinoe var ekki í byrjunarliði bandaríska landsliðsins á móti Englandi í gær. Sjónvarpsvélarnar voru mikið á Megan Rapinoe sem tók ekki þátt í upphitun liðsins að öðru leyti nema að hvetja sínar stelpur áfram. Megan Rapinoe hafði skorað öll fjögur mörk bandaríska liðsins í sigrinum á Spáni og Frakklandi í útsláttarkeppninni. Þrátt fyrir mikilvægi hennar ætlaði þjálfarinn Jill Ellis ekki að taka neina áhættu með hana.Megan Rapinoe missed the semis with a minor hamstring strain, but she feels confident she can go in the final. pic.twitter.com/fisnuu9NIa — espnW (@espnW) July 2, 2019Rapinoe hafði tognað aftan í læri í leiknum á undan en Jill Ellis talaði um eftir leikinn í gær að þetta væri lítil tognun. Megan Rapinoe gerði líka sjálf lítið úr meiðslunum og hún ætlar sér að ná úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þar mæta þær bandarísku annaðhvort Hollandi eða Svíþjóð sem spila seinni undanúrslitaleikinn í kvöld. „Þetta er varla tognun en ég gat samt ekki spilað þennan leik. Læknaliðið hélt að ég gæti ekki haldið þetta út. Við höfum verið að tala um breiddina okkar í mánuð eftir mánuð og gegnum allt þetta heimsmeistaramót. Við sýndum hana í kvöld,“ sagði Megan Rapinoe eftir leikinn. „Við töldum að þetta væri besta leiðin, ekki aðeins fyrir mig sjálfa heldur einnig fyrir liðið,“ sagði Megan Rapinoe sem var því klappstýra í þessum spennandi leik. Hún var síðan allt í öllu í fagnaðarlátunum eftir leikinn.Megan Rapinoe had "minor hamstring strain," expecting to be ready to go for World Cup Final on Sunday, per @GrantWahlpic.twitter.com/xtR8hMa9sP — Bleacher Report (@BleacherReport) July 2, 2019Megan Rapinoe tognaði í leiknum á móti Frakklandi en fór ekki alveg strax út af vellinum. Hún hefur skorað fimm mörk í fjórum leikjum í keppninni. „Ég býst við því að vera orðin góð í úrslitaleiknum og klár í slaginn. Þetta er að lagast hjá mér,“ sagði Megan Rapinoe. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta en komið í enn einn úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti eftir 2-1 sigur á Englandi í gær. Bandarísku stelpurnar unnu leikinn þrátt fyrir að leika án stærstu stjörnu liðsins. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar hin litíka Megan Rapinoe var ekki í byrjunarliði bandaríska landsliðsins á móti Englandi í gær. Sjónvarpsvélarnar voru mikið á Megan Rapinoe sem tók ekki þátt í upphitun liðsins að öðru leyti nema að hvetja sínar stelpur áfram. Megan Rapinoe hafði skorað öll fjögur mörk bandaríska liðsins í sigrinum á Spáni og Frakklandi í útsláttarkeppninni. Þrátt fyrir mikilvægi hennar ætlaði þjálfarinn Jill Ellis ekki að taka neina áhættu með hana.Megan Rapinoe missed the semis with a minor hamstring strain, but she feels confident she can go in the final. pic.twitter.com/fisnuu9NIa — espnW (@espnW) July 2, 2019Rapinoe hafði tognað aftan í læri í leiknum á undan en Jill Ellis talaði um eftir leikinn í gær að þetta væri lítil tognun. Megan Rapinoe gerði líka sjálf lítið úr meiðslunum og hún ætlar sér að ná úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þar mæta þær bandarísku annaðhvort Hollandi eða Svíþjóð sem spila seinni undanúrslitaleikinn í kvöld. „Þetta er varla tognun en ég gat samt ekki spilað þennan leik. Læknaliðið hélt að ég gæti ekki haldið þetta út. Við höfum verið að tala um breiddina okkar í mánuð eftir mánuð og gegnum allt þetta heimsmeistaramót. Við sýndum hana í kvöld,“ sagði Megan Rapinoe eftir leikinn. „Við töldum að þetta væri besta leiðin, ekki aðeins fyrir mig sjálfa heldur einnig fyrir liðið,“ sagði Megan Rapinoe sem var því klappstýra í þessum spennandi leik. Hún var síðan allt í öllu í fagnaðarlátunum eftir leikinn.Megan Rapinoe had "minor hamstring strain," expecting to be ready to go for World Cup Final on Sunday, per @GrantWahlpic.twitter.com/xtR8hMa9sP — Bleacher Report (@BleacherReport) July 2, 2019Megan Rapinoe tognaði í leiknum á móti Frakklandi en fór ekki alveg strax út af vellinum. Hún hefur skorað fimm mörk í fjórum leikjum í keppninni. „Ég býst við því að vera orðin góð í úrslitaleiknum og klár í slaginn. Þetta er að lagast hjá mér,“ sagði Megan Rapinoe.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira