Aldrei fleiri sparkvissir í heimsókn á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2019 10:35 Fjölnir verður að sjálfsögðu með sína fulltrúa á svæðinu. Þrítugasta og þriðja N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag og stendur til laugardags. Alls taka 1.960 drengir víðsvegar af landinu þátt en 204 lið frá fjölmörgum félögum eru skráð til leiks. Kópavogsfélögin Breiðablik og HK senda fimmtán lið annars vegar og tólf lið hins vegar til leiks. Þá tekur eitt lið frá Bandaríkjunum þátt í mótinu. Í tilkynningu frá N1 kemur frma að um sé að ræða fjölmennasta mótið frá upphafi en það var lengi vel kennt við Esso. Þar keppa drengir í 5. flokki sín á milli en samhliða mótinu mæta fulltrúar úr Hæfileikamótun KSÍ og fylgjast með þátttakendum. Eins og ætíð áður fylgir mikill fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið. Minna skipuleggjendur á umburðarlyndi og þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf. Knattspyrnufélag Akureyrar stendur fyrir mótinu. Fjöldinn allur af mótum fer fram þetta sumar hjá stelpum og strákum víðs vegar um landið. Landsbankamóti 6. flokks stúlkna fór fram á dögunum á Sauðárkróki, Norðurálsmótið fyrir 7. flokk drengja á Akranesi og svo TM og Orkumótið í Eyjum fyrir stúlkur í 5. flokki og drengi í 6. flokki. Eldri keppendur fá líka að keppa en Pollamót Þórs fer fram á Akureyri 5. og 6. júlí. Bætist því enn í hóp þeirra sem sparka bolta á Akureyri í þessari viku. Yngri kynslóðin verður á KA svæðinu og sú eldri í Þorpinu hjá Þórsurum. 62 lið eru skráð til leiks, 20 kvennalið og 42 karlalið í ólíkum aldursflokkum. Þótt töluverður munur sé á mótunum tveimur er það sameiginlegt að spilað er sjö gegn sjö. Gamla kynslóðin leyfir hins vegar engar rennitæklingar enda slysahættan hjá eldri kynslóðinni töluvert meiri en hjá þeirri yngri. Aldrei þessu vant virðist bongóblíða ekki bíða gesta. Spáð er 15 stiga hita í dag en tveggja stafa tala er annars ekki í kortunum þegar kemur að hitastigi. Þá virðist sólin ekki heldur ætla að sýna sig samkvæmt spám en það gæti breyst. Akureyri Börn og uppeldi Íslenski boltinn Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi Sjá meira
Þrítugasta og þriðja N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag og stendur til laugardags. Alls taka 1.960 drengir víðsvegar af landinu þátt en 204 lið frá fjölmörgum félögum eru skráð til leiks. Kópavogsfélögin Breiðablik og HK senda fimmtán lið annars vegar og tólf lið hins vegar til leiks. Þá tekur eitt lið frá Bandaríkjunum þátt í mótinu. Í tilkynningu frá N1 kemur frma að um sé að ræða fjölmennasta mótið frá upphafi en það var lengi vel kennt við Esso. Þar keppa drengir í 5. flokki sín á milli en samhliða mótinu mæta fulltrúar úr Hæfileikamótun KSÍ og fylgjast með þátttakendum. Eins og ætíð áður fylgir mikill fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið. Minna skipuleggjendur á umburðarlyndi og þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf. Knattspyrnufélag Akureyrar stendur fyrir mótinu. Fjöldinn allur af mótum fer fram þetta sumar hjá stelpum og strákum víðs vegar um landið. Landsbankamóti 6. flokks stúlkna fór fram á dögunum á Sauðárkróki, Norðurálsmótið fyrir 7. flokk drengja á Akranesi og svo TM og Orkumótið í Eyjum fyrir stúlkur í 5. flokki og drengi í 6. flokki. Eldri keppendur fá líka að keppa en Pollamót Þórs fer fram á Akureyri 5. og 6. júlí. Bætist því enn í hóp þeirra sem sparka bolta á Akureyri í þessari viku. Yngri kynslóðin verður á KA svæðinu og sú eldri í Þorpinu hjá Þórsurum. 62 lið eru skráð til leiks, 20 kvennalið og 42 karlalið í ólíkum aldursflokkum. Þótt töluverður munur sé á mótunum tveimur er það sameiginlegt að spilað er sjö gegn sjö. Gamla kynslóðin leyfir hins vegar engar rennitæklingar enda slysahættan hjá eldri kynslóðinni töluvert meiri en hjá þeirri yngri. Aldrei þessu vant virðist bongóblíða ekki bíða gesta. Spáð er 15 stiga hita í dag en tveggja stafa tala er annars ekki í kortunum þegar kemur að hitastigi. Þá virðist sólin ekki heldur ætla að sýna sig samkvæmt spám en það gæti breyst.
Akureyri Börn og uppeldi Íslenski boltinn Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent