Minni offita, færri krabbameinstilfelli Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2019 18:45 Ef aðgerðaáætlun Embættis landlæknis verður að veruleika mun verð á sælgæti og gosdrykkjum hækka um 20 prósent. Fréttablaðið/Pjetur Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar. Þúsund færri krabbameinstilfelli kæmu upp á Íslandi ef dregið yrði úr ofþyngd landsmanna og segir framkvæmdastjóri hjá Krabbameinsfélaginu að sykurskattur geti þannig komið að góðum notum í baráttunni við krabbamein.Ný rannsókn bresku krabbameinssamtakanna bendir til að þegar krabbamein finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur er líklegra að það megi rekja til offitu frekar en annarra áhættuþátta eins og reykinga. Því er áætlað að ofþyngd muni leggja þyngri byrðar á breskt heilbrigðiskerfi en reykingar á komandi áratugum, enda séu Bretar í ofþyngd rúmlega tvöfalt fleiri en reykingafólk. Tengsl ofþyngdar og krabbameina eru einnig vel þekkt hér á landi. Offita hefur lengi verið næst algengasti krabbameinsvaldurinn á Íslandi og getur offþyngd orsakað krabbamein í alls 13 líffærum, mest munar þar um krabbamein í ristli, brjóstum og legi kvenna, nýrum, endaþarmi, lifur og brisi. Það er ekki síst af þeim sökum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur tekið undir hugmyndir Landlæknis um sykurskatt enda geti baráttan við offitu aðstoðað í baráttunni við krabbamein. Meðfram skattahækkun á sykraðar drykkjarvörur er lagt til að lækka álögur á hollustu á móti.Sjá einnig: Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Samnorræn rannsókn leiddi í ljós að hægt væri að koma í veg fyrir 13 prósent krabbameinstilfella á Íslandi á næstu 30 árum ef enginn Íslendingur væri í offþyngd, eða alls 3000 tilfelli. Þar af myndu 700 konur ekki fá brjóstakrabbamein, tæplega 600 einstaklingar myndu sleppa við krabbamein í ristli og um 500 fengju ekki nýrnakrabbamein.Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu.Offita brenglar líkamsstarfsemi Það er þó óraunhæft að gera ráð fyrir útrýmingu ofþyngdar á næstu árum, ef hægt væri að minnka hana um helming myndi krabbameinstilvikum fækka um þúsund á næstu 20 árum. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu segir að þó svo að í ýmsum mat sé að finna krabbameinsvalda sé það ekki síst fitaukningin sem sé varasöm. „Samband offitu og krabbameins er vegna fituaukningarinnar sjálfrar, það myndast öðruvísi hormónar og efni í líkamanum þegar það er mikið magn af fitu í líkamanum,“ segir Laufey Tryggvadóttir. Hún segir liggja ljóst fyrir að mikið myndi ávinnast í lýðheilsumálum þjóðarinnar, takist henni að draga úr offitu. Í þeim efnum sé betra að grípa inn í fyrr en síðar. „Það er orðið vel þekkt að það er mjög erfitt að grenna sig en auðveldara að koma í veg fyrir að maður fitni meira. Þess vegna er svo mikilvægt að passa að maður fitni ekki meira, að börnin eða unglingarnir fitni ekki, það er mjög stórt lýðheilsumál.“ Og sykurskatturinn getur aðstoðað við það?„Já, hann getur aðstoðað við það. Það hefur sýnt sig að hann hefur haft góð áhrif þar sem hann hefur verið tekinn upp,“ segir Laufey, og vísar þar til þeirra 46 ríkja og borga sem hafa hækkað álögur á sykraðar vörur. Heilbrigðismál Skattar og tollar Vísindi Tengdar fréttir Sykurskatturinn sterkur gegn krabbameinum af völdum offitu Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. 3. júlí 2019 13:30 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Sykurskatturinn hjálpar til að draga úr líkum á krabbameini Krabbameinsfélagið styður hugmyndir ráðherra um sérstakan sykurskatt á gosdrykki og sælgæti. Segir næringarfræðingur að það megi koma í veg fyrir að þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum. 29. júní 2019 08:30 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar. Þúsund færri krabbameinstilfelli kæmu upp á Íslandi ef dregið yrði úr ofþyngd landsmanna og segir framkvæmdastjóri hjá Krabbameinsfélaginu að sykurskattur geti þannig komið að góðum notum í baráttunni við krabbamein.Ný rannsókn bresku krabbameinssamtakanna bendir til að þegar krabbamein finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur er líklegra að það megi rekja til offitu frekar en annarra áhættuþátta eins og reykinga. Því er áætlað að ofþyngd muni leggja þyngri byrðar á breskt heilbrigðiskerfi en reykingar á komandi áratugum, enda séu Bretar í ofþyngd rúmlega tvöfalt fleiri en reykingafólk. Tengsl ofþyngdar og krabbameina eru einnig vel þekkt hér á landi. Offita hefur lengi verið næst algengasti krabbameinsvaldurinn á Íslandi og getur offþyngd orsakað krabbamein í alls 13 líffærum, mest munar þar um krabbamein í ristli, brjóstum og legi kvenna, nýrum, endaþarmi, lifur og brisi. Það er ekki síst af þeim sökum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur tekið undir hugmyndir Landlæknis um sykurskatt enda geti baráttan við offitu aðstoðað í baráttunni við krabbamein. Meðfram skattahækkun á sykraðar drykkjarvörur er lagt til að lækka álögur á hollustu á móti.Sjá einnig: Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Samnorræn rannsókn leiddi í ljós að hægt væri að koma í veg fyrir 13 prósent krabbameinstilfella á Íslandi á næstu 30 árum ef enginn Íslendingur væri í offþyngd, eða alls 3000 tilfelli. Þar af myndu 700 konur ekki fá brjóstakrabbamein, tæplega 600 einstaklingar myndu sleppa við krabbamein í ristli og um 500 fengju ekki nýrnakrabbamein.Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu.Offita brenglar líkamsstarfsemi Það er þó óraunhæft að gera ráð fyrir útrýmingu ofþyngdar á næstu árum, ef hægt væri að minnka hana um helming myndi krabbameinstilvikum fækka um þúsund á næstu 20 árum. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu segir að þó svo að í ýmsum mat sé að finna krabbameinsvalda sé það ekki síst fitaukningin sem sé varasöm. „Samband offitu og krabbameins er vegna fituaukningarinnar sjálfrar, það myndast öðruvísi hormónar og efni í líkamanum þegar það er mikið magn af fitu í líkamanum,“ segir Laufey Tryggvadóttir. Hún segir liggja ljóst fyrir að mikið myndi ávinnast í lýðheilsumálum þjóðarinnar, takist henni að draga úr offitu. Í þeim efnum sé betra að grípa inn í fyrr en síðar. „Það er orðið vel þekkt að það er mjög erfitt að grenna sig en auðveldara að koma í veg fyrir að maður fitni meira. Þess vegna er svo mikilvægt að passa að maður fitni ekki meira, að börnin eða unglingarnir fitni ekki, það er mjög stórt lýðheilsumál.“ Og sykurskatturinn getur aðstoðað við það?„Já, hann getur aðstoðað við það. Það hefur sýnt sig að hann hefur haft góð áhrif þar sem hann hefur verið tekinn upp,“ segir Laufey, og vísar þar til þeirra 46 ríkja og borga sem hafa hækkað álögur á sykraðar vörur.
Heilbrigðismál Skattar og tollar Vísindi Tengdar fréttir Sykurskatturinn sterkur gegn krabbameinum af völdum offitu Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. 3. júlí 2019 13:30 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Sykurskatturinn hjálpar til að draga úr líkum á krabbameini Krabbameinsfélagið styður hugmyndir ráðherra um sérstakan sykurskatt á gosdrykki og sælgæti. Segir næringarfræðingur að það megi koma í veg fyrir að þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum. 29. júní 2019 08:30 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Sykurskatturinn sterkur gegn krabbameinum af völdum offitu Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. 3. júlí 2019 13:30
Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15
Sykurskatturinn hjálpar til að draga úr líkum á krabbameini Krabbameinsfélagið styður hugmyndir ráðherra um sérstakan sykurskatt á gosdrykki og sælgæti. Segir næringarfræðingur að það megi koma í veg fyrir að þúsund manns fái krabbamein á næstu 30 árum. 29. júní 2019 08:30
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent