Íslendingum bjóðast tækifæri á Indlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. júlí 2019 08:15 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna, hér á landi í síðasta mánuði. Gríðarleg tækifæri bjóðast Íslendingum á indverskum markaði, þar sem um 800 milljónir eru í millistétt og mynda einn stærsta neytendamarkað heims. Þetta segir Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna (IIBA), í samtali við Fréttablaðið. Samtökin stóðu fyrir fyrirtækjastefnumóti hér á landi í síðasta mánuði, ásamt Indversk-íslenska viðskiptaráðinu og indverska sendiráðinu í Reykjavík. Fulltrúar sjö indverskra fyrirtækja og tíu íslenskra sóttu fundinn. „Ísland og Indland deila mörgum einkennum menningar og sögu. Á meðan Ísland á elsta lýðræðið er Indland ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Rannsóknir á fornminjum hafa sýnt langa hefð fyrir viðskiptum Indverja við þjóðir annarra heimsálfa. Indland til forna var mikil miðstöð viðskipta. Tækifæri bíða beggja þjóða til þess að vinna að nánari tengslum,“ segir Dewan. Að sögn Dewan gætu Íslendingar einna helst sótt á indverskan markað með tæknivörur og sérfræðiþekkingu er varðar endurnýjanlega orku, heilbrigðisþjónustu, líftækni, sjávarútvegstækni, matvinnslu, kjöt og fisk. Þá gætu Íslendingar notið góðs af þekkingu Indverja á upplýsingatækni, ferðaþjónustu, innviðauppbyggingu, fjarskiptum og gervihnöttum. „Þegar við lítum til viðskipta gætu Íslendingar hagnast á kostnaði framleiðslu og þjónustu með samvinnu við indversk fyrirtæki. Þar sem Indland er stór markaður gæti jafnvel smár hluti gert mikið fyrir íslensk fyrirtæki,“ segir Dewan og bætir við: „Vegna vinnu Guðmundar Árna Stefánssonar sendiherra náðu íslensk fyrirtæki að fá leyfi frá Nýju-Delí til þess að flytja út lambakjöt til Indlands. Íslendingar eru heimsþekktir fyrir lambakjöt sitt. Hið sama gildir um íslenskan fisk.“ Þá segist Dewan sjá að tengsl séu að myndast á milli ríkjanna er kemur að flugsamgöngum, ferðaþjónustu, hönnun og menntun svo fátt eitt sé nefnt. „Ríkin tvö geta grætt mikið á því að deila þekkingu sinni og á því hversu stórt indverska hagkerfið er.“ Dewan segir endurkjör Narendra Modi forsætisráðherra þýða að indverskt viðskiptaumhverfi verði opnara fyrir alþjóðasamfélaginu. „Á síðustu fimm árum hafa stjórnvöld einfaldað ýmsar reglugerðir,“ segir formaðurinn og nefnir til dæmis skattamál, vernd fyrir fjárfestingar og breytingar á dómstólum. Dewan segir samtök sín, IIBA, leika mikilvægt hlutverk í að tengja menningu og viðskiptalíf ríkjanna tveggja. Samtökin aðstoði meðlimi á hvaða hátt sem þarf. Þá segir hann samtökin njóta fulls trausts og stuðnings sendiráðs Indlands á Íslandi og sendiráðs Íslands á Indlandi. „Persónulegt samband mitt við Ísland spannar rúm tuttugu ár og hefur hjálpað til við að styrkja þessi tengsl. Sem formaður IIBA er það skylda mín að tryggja samstarf og viðskipti á milli ríkjanna. Fyrsta opinbera sendinefndin sem Indverjar sendu til Íslands, sem IIBA skipulagði með stuðningi sendiráðanna, kom til Reykjavíkur í júní og náði góðum árangri.“ Dewan segir Indverja og Íslendinga þar hafa rætt um tækifæri á sviði kísilvinnslu, matvælaframleiðslu, textílframleiðslu, lyfja, tækni og ferðamennsku. „Hugmyndin um beint flug á milli Nýju-Delí og Reykjavíkur mun svo fjölga tækifærum enn frekar og styrkja ferðamennsku á milli ríkjanna,“ segir Prasoon Dewan. Birtist í Fréttablaðinu Indland Utanríkismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Gríðarleg tækifæri bjóðast Íslendingum á indverskum markaði, þar sem um 800 milljónir eru í millistétt og mynda einn stærsta neytendamarkað heims. Þetta segir Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna (IIBA), í samtali við Fréttablaðið. Samtökin stóðu fyrir fyrirtækjastefnumóti hér á landi í síðasta mánuði, ásamt Indversk-íslenska viðskiptaráðinu og indverska sendiráðinu í Reykjavík. Fulltrúar sjö indverskra fyrirtækja og tíu íslenskra sóttu fundinn. „Ísland og Indland deila mörgum einkennum menningar og sögu. Á meðan Ísland á elsta lýðræðið er Indland ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Rannsóknir á fornminjum hafa sýnt langa hefð fyrir viðskiptum Indverja við þjóðir annarra heimsálfa. Indland til forna var mikil miðstöð viðskipta. Tækifæri bíða beggja þjóða til þess að vinna að nánari tengslum,“ segir Dewan. Að sögn Dewan gætu Íslendingar einna helst sótt á indverskan markað með tæknivörur og sérfræðiþekkingu er varðar endurnýjanlega orku, heilbrigðisþjónustu, líftækni, sjávarútvegstækni, matvinnslu, kjöt og fisk. Þá gætu Íslendingar notið góðs af þekkingu Indverja á upplýsingatækni, ferðaþjónustu, innviðauppbyggingu, fjarskiptum og gervihnöttum. „Þegar við lítum til viðskipta gætu Íslendingar hagnast á kostnaði framleiðslu og þjónustu með samvinnu við indversk fyrirtæki. Þar sem Indland er stór markaður gæti jafnvel smár hluti gert mikið fyrir íslensk fyrirtæki,“ segir Dewan og bætir við: „Vegna vinnu Guðmundar Árna Stefánssonar sendiherra náðu íslensk fyrirtæki að fá leyfi frá Nýju-Delí til þess að flytja út lambakjöt til Indlands. Íslendingar eru heimsþekktir fyrir lambakjöt sitt. Hið sama gildir um íslenskan fisk.“ Þá segist Dewan sjá að tengsl séu að myndast á milli ríkjanna er kemur að flugsamgöngum, ferðaþjónustu, hönnun og menntun svo fátt eitt sé nefnt. „Ríkin tvö geta grætt mikið á því að deila þekkingu sinni og á því hversu stórt indverska hagkerfið er.“ Dewan segir endurkjör Narendra Modi forsætisráðherra þýða að indverskt viðskiptaumhverfi verði opnara fyrir alþjóðasamfélaginu. „Á síðustu fimm árum hafa stjórnvöld einfaldað ýmsar reglugerðir,“ segir formaðurinn og nefnir til dæmis skattamál, vernd fyrir fjárfestingar og breytingar á dómstólum. Dewan segir samtök sín, IIBA, leika mikilvægt hlutverk í að tengja menningu og viðskiptalíf ríkjanna tveggja. Samtökin aðstoði meðlimi á hvaða hátt sem þarf. Þá segir hann samtökin njóta fulls trausts og stuðnings sendiráðs Indlands á Íslandi og sendiráðs Íslands á Indlandi. „Persónulegt samband mitt við Ísland spannar rúm tuttugu ár og hefur hjálpað til við að styrkja þessi tengsl. Sem formaður IIBA er það skylda mín að tryggja samstarf og viðskipti á milli ríkjanna. Fyrsta opinbera sendinefndin sem Indverjar sendu til Íslands, sem IIBA skipulagði með stuðningi sendiráðanna, kom til Reykjavíkur í júní og náði góðum árangri.“ Dewan segir Indverja og Íslendinga þar hafa rætt um tækifæri á sviði kísilvinnslu, matvælaframleiðslu, textílframleiðslu, lyfja, tækni og ferðamennsku. „Hugmyndin um beint flug á milli Nýju-Delí og Reykjavíkur mun svo fjölga tækifærum enn frekar og styrkja ferðamennsku á milli ríkjanna,“ segir Prasoon Dewan.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Utanríkismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira