Rútan á eðlilegum hraða og bílstjórinn allsgáður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2019 11:08 Rútan lenti á hliðinni utan vegar. Tveir um borð festust undir henni en voru losaðir með aðstoð heimamanna á næstu bæjum. Vísir/Jóhann K. Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á rútuslysi sem varð á Suðurlandsvegi við Hofgarð í Öræfum þann 16. maí s.l. er nú á lokametrunum og sérfræðigögn að skila sér inn eftir því sem vikurnar líða. Enn er þó beðið eftir einhverjum vottorðum um meiðsl einstakra farþega og má búast við að það taki einhvern tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 32 kínverskir farþegar voru í rútunni auk ökumanns. Hún fór á hliðina og slösuðust nokkrir alvarlega í slysinu. Tveir þeirra sem voru um borð í rútunni lentu undir henni. Dráttarvél af nærliggjandi bæ var notuð til að losa þá. Lögregla segir ljóst að áverkar af slysinu hefðu verið mun minni í mörgum tilfellum hefðu farþegar verið í bílbeltum. „Rannsókn á rútunni sjálfri gefur ekki tilefni til athugasemda og liggur fyrir að skv. ökurita hennar var henni ekki ekið umfram leyfðan hámarkshraða á veginum. Þá liggur fyrir að ökumaður hennar var ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna við aksturinn,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir jafnframt að slysið hafi reynt um margt á ýmsa þætti fjölmargra viðbragðsaðila vegna hópslysa. „Þannig voru sjúklingar fluttir með flugvél LHG frá Höfn til Akureyrar, með þyrlu LHG og annarri slíkri af dönsku varðskipi til Reykjavíkur og að auki fór flugvél frá Norlandair tvær ferðir með sjúklinga frá Fagurhólsmýri á Selfoss. Þannig tókst með skjótum hætti að koma öllum aðilum úr slysinu á sjúkrastofnun án þess að viðkomandi þyrftu að fara langar leiðir í bílum af vettvangi. Það reyndist mikilvægt því enda þótt flestir farþeganna hafi við bráðaflokkun fengið matið „Grænn“ sem með ákveðinni einföldun þýðir „með meðvitund og getur gengið sjálfur af vettvangi“ þá voru áverkar þeirra alvarlegir og dæmi um að þeir hafi þurft umtalsverða læknisaðstoð þegar á leið. Þá þurfti heilbrigðisstarfsfólk og hjálparliðar Rkí að finna leiðir til að tengja fjölskyldur sem á stundum lentu á sitt hvorum landshlutanum þar sem hlúð var að meiðslum þeirra.“ Rýnifundir viðbragðsaðila hafi verið haldnir og sé það mat manna að í heild hafi aðgerðin tekist vel. Vill lögreglan á Suðurlandi þakka öllum sem að málinu komu sérstaklega fyrir góð og vel unnin störf. „Ljóst er að öryggisbeltanotkun farþega rútunnar var lítil og jafnframt er ljóst að áverkar sem af slysinu hlutust hefðu orðið mun minni í mörgum tilfellum ef þau hefðu verið notuð. Að rannsókn lokinni verður málið sent ákæruvaldi til ákvörðunar um framhald. Þá verða gögnin afhent Rannsóknarnefnd samgönguslysa til þóknanlegrar meðferðar.“ Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á rútuslysi sem varð á Suðurlandsvegi við Hofgarð í Öræfum þann 16. maí s.l. er nú á lokametrunum og sérfræðigögn að skila sér inn eftir því sem vikurnar líða. Enn er þó beðið eftir einhverjum vottorðum um meiðsl einstakra farþega og má búast við að það taki einhvern tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 32 kínverskir farþegar voru í rútunni auk ökumanns. Hún fór á hliðina og slösuðust nokkrir alvarlega í slysinu. Tveir þeirra sem voru um borð í rútunni lentu undir henni. Dráttarvél af nærliggjandi bæ var notuð til að losa þá. Lögregla segir ljóst að áverkar af slysinu hefðu verið mun minni í mörgum tilfellum hefðu farþegar verið í bílbeltum. „Rannsókn á rútunni sjálfri gefur ekki tilefni til athugasemda og liggur fyrir að skv. ökurita hennar var henni ekki ekið umfram leyfðan hámarkshraða á veginum. Þá liggur fyrir að ökumaður hennar var ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna við aksturinn,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir jafnframt að slysið hafi reynt um margt á ýmsa þætti fjölmargra viðbragðsaðila vegna hópslysa. „Þannig voru sjúklingar fluttir með flugvél LHG frá Höfn til Akureyrar, með þyrlu LHG og annarri slíkri af dönsku varðskipi til Reykjavíkur og að auki fór flugvél frá Norlandair tvær ferðir með sjúklinga frá Fagurhólsmýri á Selfoss. Þannig tókst með skjótum hætti að koma öllum aðilum úr slysinu á sjúkrastofnun án þess að viðkomandi þyrftu að fara langar leiðir í bílum af vettvangi. Það reyndist mikilvægt því enda þótt flestir farþeganna hafi við bráðaflokkun fengið matið „Grænn“ sem með ákveðinni einföldun þýðir „með meðvitund og getur gengið sjálfur af vettvangi“ þá voru áverkar þeirra alvarlegir og dæmi um að þeir hafi þurft umtalsverða læknisaðstoð þegar á leið. Þá þurfti heilbrigðisstarfsfólk og hjálparliðar Rkí að finna leiðir til að tengja fjölskyldur sem á stundum lentu á sitt hvorum landshlutanum þar sem hlúð var að meiðslum þeirra.“ Rýnifundir viðbragðsaðila hafi verið haldnir og sé það mat manna að í heild hafi aðgerðin tekist vel. Vill lögreglan á Suðurlandi þakka öllum sem að málinu komu sérstaklega fyrir góð og vel unnin störf. „Ljóst er að öryggisbeltanotkun farþega rútunnar var lítil og jafnframt er ljóst að áverkar sem af slysinu hlutust hefðu orðið mun minni í mörgum tilfellum ef þau hefðu verið notuð. Að rannsókn lokinni verður málið sent ákæruvaldi til ákvörðunar um framhald. Þá verða gögnin afhent Rannsóknarnefnd samgönguslysa til þóknanlegrar meðferðar.“
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira