Kári samningslaus og framtíðin óráðin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júlí 2019 11:27 Kári í leik með Barcelona. mynd/barcelona Draumaár Kára Jónssonar hjá Barcelona varð að martröð því hann spilaði nánast ekkert og þurfti að leggjast tvisvar undir hnífinn síðasta vetur. Haukamaðurinn frábæri gerði eins árs samning við Barcelona fyrir tæpu ári síðan. Frábært tækifæri en því miður fyrir Kára þá gengu hlutirnir ekki upp. Það gekk allt á afturfótunum.Þetta hefur tekið á „Ég hef ekki spilað körfubolta síðan í október því ég lenti í erfiðum meiðslum. Ég þurfti því að fara í aðgerð í nóvember og svo aftur í maí. Ég er því bara rétt að komast aftur af stað eftir seinni aðgerðina,“ segir Kári en hann er á Íslandi í sumar. Er með körfuboltabúðir í Hafnarfirði ásamt því vinna í sjálfum sér. „Þetta hefur verið mjög langdregið og erfitt. Þetta hefur tekið á. Þetta voru meiðsli í hásinunum. Það voru bólgur og þurfti að skafa af hælbeininu meðal annars. Það fylgdi þessu mikill sársauki. Það varð því að skera. Fyrsta aðgerðin gekk vel til að byrja með en svo fór þetta fljótt aftur í sama farið þó svo ýmislegt hefði verið reynt. Ég fór því í aðra aðgerð. Þá var skorið á öðrum stað og skorið aðeins í kálfann til að létta á. Ég er rétt að komast af stað eftir þá aðgerð og byrjaður að sprikla.“Kári í leik með Haukum.vísir/antonÞó svo veturinn hafi verið erfiður er Kári þakklátur fyrir að hafa verið hjá frábæru félagi er hann gekk í gegnum alla erfiðleikana. „Auðvitað var þetta fúlt og svekkjandi en ég hefði líklega ekki viljað ganga í gegnum þetta á öðrum stað. Þarna eru allir bestu læknarnir, sjúkraþjálfararnir og aðstaða sem hægt er að komast í. Það var mjög vel hugsað um mig og margir fengnir að borðinu til þess að hjálpa mér. Ég er þakklátur fyrir þolinmæðina og alla hjálpina. Þarna sást af hverju þetta er eitt stærsta félag Evrópu,“ segir Kári auðmjúkur.Barcelona vill semja aftur Eins og staðan er núna er Kári samningslaus að jafna sig af meiðslum. Framtíðin er óskrifað blað. „Ég er laus allra mála akkúrat núna og framhaldið verður að koma í ljós síðar. Það veltur mikið á því hvenær ég kemst aftur almennilega af stað. Það er alveg áhugi hjá Barcelona að semja aftur við mig og líka frá fleiri stöðum. Ég mun aftur á móti ekki ákveða neitt fyrr en ég sé að ég geti höndlað álag og spilað almennilega,“ segir Kári en kemur til greina að spila á Íslandi næsta vetur og skoða svo í kjölfarið að reyna að komast aftur út? „Stefnan er að spila frekar úti næsta vetur ef heilsan leyfir. Það er plan A að komast aftur út. Ef ekki þá spila ég heima. Ég veit að deildin hér heima er ekki að fara neitt og verður alltaf í boði. Mig langar meira út en það er erfitt að segja til um hvað verður núna út af meiðslunum. Þetta skýrist allt á næstu vikum. Ég er vonandi búinn með meiðslapakkann og bjartara fram undan.“ Körfubolti Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
Draumaár Kára Jónssonar hjá Barcelona varð að martröð því hann spilaði nánast ekkert og þurfti að leggjast tvisvar undir hnífinn síðasta vetur. Haukamaðurinn frábæri gerði eins árs samning við Barcelona fyrir tæpu ári síðan. Frábært tækifæri en því miður fyrir Kára þá gengu hlutirnir ekki upp. Það gekk allt á afturfótunum.Þetta hefur tekið á „Ég hef ekki spilað körfubolta síðan í október því ég lenti í erfiðum meiðslum. Ég þurfti því að fara í aðgerð í nóvember og svo aftur í maí. Ég er því bara rétt að komast aftur af stað eftir seinni aðgerðina,“ segir Kári en hann er á Íslandi í sumar. Er með körfuboltabúðir í Hafnarfirði ásamt því vinna í sjálfum sér. „Þetta hefur verið mjög langdregið og erfitt. Þetta hefur tekið á. Þetta voru meiðsli í hásinunum. Það voru bólgur og þurfti að skafa af hælbeininu meðal annars. Það fylgdi þessu mikill sársauki. Það varð því að skera. Fyrsta aðgerðin gekk vel til að byrja með en svo fór þetta fljótt aftur í sama farið þó svo ýmislegt hefði verið reynt. Ég fór því í aðra aðgerð. Þá var skorið á öðrum stað og skorið aðeins í kálfann til að létta á. Ég er rétt að komast af stað eftir þá aðgerð og byrjaður að sprikla.“Kári í leik með Haukum.vísir/antonÞó svo veturinn hafi verið erfiður er Kári þakklátur fyrir að hafa verið hjá frábæru félagi er hann gekk í gegnum alla erfiðleikana. „Auðvitað var þetta fúlt og svekkjandi en ég hefði líklega ekki viljað ganga í gegnum þetta á öðrum stað. Þarna eru allir bestu læknarnir, sjúkraþjálfararnir og aðstaða sem hægt er að komast í. Það var mjög vel hugsað um mig og margir fengnir að borðinu til þess að hjálpa mér. Ég er þakklátur fyrir þolinmæðina og alla hjálpina. Þarna sást af hverju þetta er eitt stærsta félag Evrópu,“ segir Kári auðmjúkur.Barcelona vill semja aftur Eins og staðan er núna er Kári samningslaus að jafna sig af meiðslum. Framtíðin er óskrifað blað. „Ég er laus allra mála akkúrat núna og framhaldið verður að koma í ljós síðar. Það veltur mikið á því hvenær ég kemst aftur almennilega af stað. Það er alveg áhugi hjá Barcelona að semja aftur við mig og líka frá fleiri stöðum. Ég mun aftur á móti ekki ákveða neitt fyrr en ég sé að ég geti höndlað álag og spilað almennilega,“ segir Kári en kemur til greina að spila á Íslandi næsta vetur og skoða svo í kjölfarið að reyna að komast aftur út? „Stefnan er að spila frekar úti næsta vetur ef heilsan leyfir. Það er plan A að komast aftur út. Ef ekki þá spila ég heima. Ég veit að deildin hér heima er ekki að fara neitt og verður alltaf í boði. Mig langar meira út en það er erfitt að segja til um hvað verður núna út af meiðslunum. Þetta skýrist allt á næstu vikum. Ég er vonandi búinn með meiðslapakkann og bjartara fram undan.“
Körfubolti Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira