Nærbuxur ekki jafn velkomnar á girðinguna í Brekkukoti Sylvía Hall skrifar 4. júlí 2019 14:51 Það er enginn skortur á brjóstahöldurum við Brekkukot. Vísir/Vilhelm Girðingin við jörðina Brekkukot undir Eyjafjöllum er ólík öðrum girðingum landsins fyrir þær sakir að hún er stútfull af brjóstahöldurum. Sjö ár eru liðin frá því að fyrsti brjóstahaldarinn var hengdur á girðinguna en nú hlaupa þeir á tugum, ef ekki hundruðum. Lilja Georgsdóttir á jörðina Brekkukot ásamt eiginmanni sínum, Þórhalli Birgissyni. Í samtali við Vísi segir hún girðinguna vekja mikla lukku en vinsældir hennar eru orðnar svo miklar að girðingin er við það að sligast undan álaginu.Sjá einnig: Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Brjóstahaldararnir setja skemmtilegan svip á girðinguna en undanfarið hafa bæst við allskyns aðrar flíkur, til að mynda vettlingar, sokkar, skór og nærbuxur. Þó þau hjónin fagni vinsældum girðingarinnar segja þau nærbuxurnar ekki ákjósanlegustu flíkurnar á girðingunni.Líkt og sést á myndinni er töluvert um að fólk skilji eftir nærbuxur. Ekki er vitað hvort þær séu hreinar eða ekki en þær eru í það minnsta ekki jafn vinsælar og brjóstahaldararnir.Vísir/Vilhelm„Við erum ekki alveg jafn hrifin af því, við reynum að taka þær niður. Það er aðeins smekklegra,“ segir Lilja létt í bragði. Þau séu í það minnsta minna hrifin af nærbuxunum. Hún segir vinsældir girðingarinnar hafa kveikt þá hugmynd af koma upp einhverskonar söfnunarkassa svo þeir sem leggja leið sína að girðingunni gætu þá gefið fjárframlög sem myndu öll renna til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Það sé á planinu að koma því í framkvæmd.Þessi mynd birtist á Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar sumarið 2017. Það má segja að brjóstahaldarasprenging hafi orðið síðustu tvö ár á girðingunni.Anna Fríða JónsdóttirBúið að bætast mikið í undanfarið Það hefur ekki farið fram hjá neinum að júnímánuður bauð upp á sól og sumar og því margir landsmenn sem lögðu land undir fót. Það séu bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn sem staldra við nærri Brekkukoti á degi hverjum.Þessi unga kona nýtti tækifærið og lagði sitt af mörkum þegar ljósmyndara Vísis bar að garði.Vísir/vilhelm„Á hverjum degi eru tíu til tuttugu stopp, það er rosalega mikið verið að stoppa og skoða og fólk er að skilja eftir líka. Það er búið að bætast alveg rosalega í þetta,“ segir Lilja og tekur undir með blaðamanni að veðrið hafi sennilega ýtt undir þá þróun. Ferðamenn séu viljugri til þess að losa sig við eina flík þegar hitinn er mikill. Hún segir fjöldann vera orðin svo mikinn að það kalli á smá tiltekt á girðingunni. Margir haldararnir hafa hangið þarna í einhver ár, líklega orðnir veðurbarðir og muna fífil sinn fegurri. Því sé tilvalið að grisja aðeins til og búa til pláss fyrir aðra haldara sem vilja njóta sín á girðingunni við Brekkukot. Rangárþing eystra Tengdar fréttir Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Eigandi jarðarinnar Brekkukots undir Eyjafjöllum segir flesta brjóstahaldaranna í eigu ferðalanga sem eiga leið hjá. 6. júlí 2017 12:44 Breyta skipsbrú í heilsárshús með öllum nútíma þægindum Fjölskyldan sem á jörðina Brekkukot undir Eyjafjöllum býr á Selfossi en fer allar helgar og í öllum fríum í sveitina sína. Þau dvelja í hjólhýsi á meðan húsbóndinn gerir upp gömlu skipsbrúna sem verður breytt í heilsárs hús. Þar verður pláss fyrir þrjá með öllum þægindum sem hægt er að hugsa sér. Brúin mun fá nafnið Skarfur VE 128. 15. júlí 2017 21:05 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Girðingin við jörðina Brekkukot undir Eyjafjöllum er ólík öðrum girðingum landsins fyrir þær sakir að hún er stútfull af brjóstahöldurum. Sjö ár eru liðin frá því að fyrsti brjóstahaldarinn var hengdur á girðinguna en nú hlaupa þeir á tugum, ef ekki hundruðum. Lilja Georgsdóttir á jörðina Brekkukot ásamt eiginmanni sínum, Þórhalli Birgissyni. Í samtali við Vísi segir hún girðinguna vekja mikla lukku en vinsældir hennar eru orðnar svo miklar að girðingin er við það að sligast undan álaginu.Sjá einnig: Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Brjóstahaldararnir setja skemmtilegan svip á girðinguna en undanfarið hafa bæst við allskyns aðrar flíkur, til að mynda vettlingar, sokkar, skór og nærbuxur. Þó þau hjónin fagni vinsældum girðingarinnar segja þau nærbuxurnar ekki ákjósanlegustu flíkurnar á girðingunni.Líkt og sést á myndinni er töluvert um að fólk skilji eftir nærbuxur. Ekki er vitað hvort þær séu hreinar eða ekki en þær eru í það minnsta ekki jafn vinsælar og brjóstahaldararnir.Vísir/Vilhelm„Við erum ekki alveg jafn hrifin af því, við reynum að taka þær niður. Það er aðeins smekklegra,“ segir Lilja létt í bragði. Þau séu í það minnsta minna hrifin af nærbuxunum. Hún segir vinsældir girðingarinnar hafa kveikt þá hugmynd af koma upp einhverskonar söfnunarkassa svo þeir sem leggja leið sína að girðingunni gætu þá gefið fjárframlög sem myndu öll renna til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Það sé á planinu að koma því í framkvæmd.Þessi mynd birtist á Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar sumarið 2017. Það má segja að brjóstahaldarasprenging hafi orðið síðustu tvö ár á girðingunni.Anna Fríða JónsdóttirBúið að bætast mikið í undanfarið Það hefur ekki farið fram hjá neinum að júnímánuður bauð upp á sól og sumar og því margir landsmenn sem lögðu land undir fót. Það séu bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn sem staldra við nærri Brekkukoti á degi hverjum.Þessi unga kona nýtti tækifærið og lagði sitt af mörkum þegar ljósmyndara Vísis bar að garði.Vísir/vilhelm„Á hverjum degi eru tíu til tuttugu stopp, það er rosalega mikið verið að stoppa og skoða og fólk er að skilja eftir líka. Það er búið að bætast alveg rosalega í þetta,“ segir Lilja og tekur undir með blaðamanni að veðrið hafi sennilega ýtt undir þá þróun. Ferðamenn séu viljugri til þess að losa sig við eina flík þegar hitinn er mikill. Hún segir fjöldann vera orðin svo mikinn að það kalli á smá tiltekt á girðingunni. Margir haldararnir hafa hangið þarna í einhver ár, líklega orðnir veðurbarðir og muna fífil sinn fegurri. Því sé tilvalið að grisja aðeins til og búa til pláss fyrir aðra haldara sem vilja njóta sín á girðingunni við Brekkukot.
Rangárþing eystra Tengdar fréttir Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Eigandi jarðarinnar Brekkukots undir Eyjafjöllum segir flesta brjóstahaldaranna í eigu ferðalanga sem eiga leið hjá. 6. júlí 2017 12:44 Breyta skipsbrú í heilsárshús með öllum nútíma þægindum Fjölskyldan sem á jörðina Brekkukot undir Eyjafjöllum býr á Selfossi en fer allar helgar og í öllum fríum í sveitina sína. Þau dvelja í hjólhýsi á meðan húsbóndinn gerir upp gömlu skipsbrúna sem verður breytt í heilsárs hús. Þar verður pláss fyrir þrjá með öllum þægindum sem hægt er að hugsa sér. Brúin mun fá nafnið Skarfur VE 128. 15. júlí 2017 21:05 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Eigandi jarðarinnar Brekkukots undir Eyjafjöllum segir flesta brjóstahaldaranna í eigu ferðalanga sem eiga leið hjá. 6. júlí 2017 12:44
Breyta skipsbrú í heilsárshús með öllum nútíma þægindum Fjölskyldan sem á jörðina Brekkukot undir Eyjafjöllum býr á Selfossi en fer allar helgar og í öllum fríum í sveitina sína. Þau dvelja í hjólhýsi á meðan húsbóndinn gerir upp gömlu skipsbrúna sem verður breytt í heilsárs hús. Þar verður pláss fyrir þrjá með öllum þægindum sem hægt er að hugsa sér. Brúin mun fá nafnið Skarfur VE 128. 15. júlí 2017 21:05