Sepp Blatter heimtar að FIFA skili sextíu úrum og hefur nú kært sambandið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 08:00 Sepp Blatter, Getty/Philipp Schmidli Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, er kominn aftur í fréttirnar og nú hefur þessi 83 ára gamli maður snúið vörn í sókn. Blatter ætlar að kæra FIFA fyrir að skaða hans ímynd hans og þá vill Blatter einnig fá aftur sextíu úr sem hann segist eiga. FIFA hefur verið með úrin í sinni vörslu síðan að Blatter var hrakinn úr forsetastólnum og var svo dæmdur í sex ára bann frá öllum afskiptum af knattspyrnu. Blatter var forseti FIFA í heil sautján frá 1998 til 2015 en var bolað úr starfi þegar komst upp um mikla spillingu innan sambandsins. Þar var Blatter meðal annars dæmdur fyrir mútur í starfi hjá sambandinu. Sepp Blatter veitti breska ríkisútvarpinu nýlega viðtal þar sem hann fór yfir líf sitt eftir bannið og heimtaði einnig að fá niðurstöðu í sín mál.Fifa is being sued by its disgraced former president Sepp Blatter over missing watches and 'moral damage'. Story: https://t.co/otHjuWaToApic.twitter.com/EIYEOBdeUZ — BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2019Sepp Blatter var dæmdur sekur fyrir að borga Michel Platini 1,3 milljón punda í mútur en báðir hafa alltaf neitað sök. Blatter heldur því nú fram að hann hafi verið fórnarlamb falskra frétta sem hafi verið dreift til að koma höggi á hann. Blatter segist nú vera tilbúinn að tala við þá sem rannsaka ákvörðun FIFA um að láta Katar fá heimsmeistarakeppnina 2022. Michel Platini var nýverið handtekinn og yfirheyrður vegna þess máls. Saksóknari í Sviss hefur einnig verið með mál tengdum Blatter í rannsókn frá árinu 2015 og er Blatter enn þá grunaður um ólöglegt athæfi sem forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins. Engin kæra hefur þó verið sett fram og nú vill Blatter loka þessu máli. „Það eru liðin fjögur ár og ekkert hefur gerst. Það á að loka þessu máli því það er ekkert í þessu,“ sagði Blatter. „Það er engin ákæra á leiðinni því annars hefði hún komið fram fyrir löngu. Ég vil fá að verja mig á meðan ég er á lífi. Ég hef ekki tapað baráttuandanum mínum,“ sagði Blatter. Úrin vill hann líka fá aftur. „Þetta eru mín úr. Látið mig fá úrin mín aftur. Þau eru mér mikilvæg. Ég vann í úriðnaðinum og þetta er safnið mitt. Þau voru í fjörutíu ár hjá FIFA og ég hefði getað farið með þau heim fyrir löngu,“ sagði Blatter. „Af hverju eru þeir að berjast fyrir þessum úrum? Það er engin virðing. Forsetinn sýnir mér algert virðingarleysi,“ sagði Sepp Blatter og á þá við Gianni Infantino sem tók við af honum sem forseti FIFA. Sepp Blatter segir síðustu ár hafa verið sér og þá sérstaklega fjölskyldu hans mjög erfið „Þetta mál allt hefur tekið virkilega á mig og mína fjölskyldu. Barnabarn mitt þurfti að hætta í skólanum sem hún var í þegar hún var fjórtan ára þar sem hún var lögð í einelti vegna afa síns," segir Blatter og heldur áfram að ræða barnabarnið. „Hún er núna átján ára og útskrifuð úr menntaskóla en hún er hins vegar enn að glíma við afleiðingar þess að hafa verið strítt á sínum tíma. Ég er búinn að jafna mig þokkalega á þessu áfalli en það sama er ekki hægt að segja um alla meðlimi í fjölskyldunni," segir Blatter. FIFA Fótbolti Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira
Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, er kominn aftur í fréttirnar og nú hefur þessi 83 ára gamli maður snúið vörn í sókn. Blatter ætlar að kæra FIFA fyrir að skaða hans ímynd hans og þá vill Blatter einnig fá aftur sextíu úr sem hann segist eiga. FIFA hefur verið með úrin í sinni vörslu síðan að Blatter var hrakinn úr forsetastólnum og var svo dæmdur í sex ára bann frá öllum afskiptum af knattspyrnu. Blatter var forseti FIFA í heil sautján frá 1998 til 2015 en var bolað úr starfi þegar komst upp um mikla spillingu innan sambandsins. Þar var Blatter meðal annars dæmdur fyrir mútur í starfi hjá sambandinu. Sepp Blatter veitti breska ríkisútvarpinu nýlega viðtal þar sem hann fór yfir líf sitt eftir bannið og heimtaði einnig að fá niðurstöðu í sín mál.Fifa is being sued by its disgraced former president Sepp Blatter over missing watches and 'moral damage'. Story: https://t.co/otHjuWaToApic.twitter.com/EIYEOBdeUZ — BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2019Sepp Blatter var dæmdur sekur fyrir að borga Michel Platini 1,3 milljón punda í mútur en báðir hafa alltaf neitað sök. Blatter heldur því nú fram að hann hafi verið fórnarlamb falskra frétta sem hafi verið dreift til að koma höggi á hann. Blatter segist nú vera tilbúinn að tala við þá sem rannsaka ákvörðun FIFA um að láta Katar fá heimsmeistarakeppnina 2022. Michel Platini var nýverið handtekinn og yfirheyrður vegna þess máls. Saksóknari í Sviss hefur einnig verið með mál tengdum Blatter í rannsókn frá árinu 2015 og er Blatter enn þá grunaður um ólöglegt athæfi sem forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins. Engin kæra hefur þó verið sett fram og nú vill Blatter loka þessu máli. „Það eru liðin fjögur ár og ekkert hefur gerst. Það á að loka þessu máli því það er ekkert í þessu,“ sagði Blatter. „Það er engin ákæra á leiðinni því annars hefði hún komið fram fyrir löngu. Ég vil fá að verja mig á meðan ég er á lífi. Ég hef ekki tapað baráttuandanum mínum,“ sagði Blatter. Úrin vill hann líka fá aftur. „Þetta eru mín úr. Látið mig fá úrin mín aftur. Þau eru mér mikilvæg. Ég vann í úriðnaðinum og þetta er safnið mitt. Þau voru í fjörutíu ár hjá FIFA og ég hefði getað farið með þau heim fyrir löngu,“ sagði Blatter. „Af hverju eru þeir að berjast fyrir þessum úrum? Það er engin virðing. Forsetinn sýnir mér algert virðingarleysi,“ sagði Sepp Blatter og á þá við Gianni Infantino sem tók við af honum sem forseti FIFA. Sepp Blatter segir síðustu ár hafa verið sér og þá sérstaklega fjölskyldu hans mjög erfið „Þetta mál allt hefur tekið virkilega á mig og mína fjölskyldu. Barnabarn mitt þurfti að hætta í skólanum sem hún var í þegar hún var fjórtan ára þar sem hún var lögð í einelti vegna afa síns," segir Blatter og heldur áfram að ræða barnabarnið. „Hún er núna átján ára og útskrifuð úr menntaskóla en hún er hins vegar enn að glíma við afleiðingar þess að hafa verið strítt á sínum tíma. Ég er búinn að jafna mig þokkalega á þessu áfalli en það sama er ekki hægt að segja um alla meðlimi í fjölskyldunni," segir Blatter.
FIFA Fótbolti Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti