Skaðabótagreiðslan kemur sér vel í framsalsmáli Julian Assange Gígja Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 13:30 Kristinn segist feginn að þessu máli sé lokið eftir níu ára slag. Vísir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir skaðabótagreiðslu sem Sunshine Press Productions (SPP) fá greidda verða notaða til uppbyggingu á starfseminni. Hann segir greiðsluna koma sér vel til þess að standa strauma af lögmannskostnaði sem kann að fylgja framsalsmáli Julian Assange en það verður tekið til meðferðar í Bretlandi í lok febrúar á næsta ári. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, dótturfélag Arion banka, hefur fallist á að greiða Datacell og SPP samtals 1.200 milljónir króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks sumarið 2011. Í samtali við fréttastofu í gær kvaðst Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður SSP, gera ráð fyrir því að Wikileaks kæmi til með að njóta góðs af skaðabótagreiðslunni. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks segir í samtali við Vísi að skaðabótagreiðslan komi sér vel fyrir samtökin. „Þetta eru náttúrulega endurbætur til Wikileaks vegna tapaðra framlaga frá einstaklingum sem voru sannarlega hindraðar með ólögmætum hætti,“ segir Kristinn. Hann segir að fjármagnið verði notað til uppbyggingar á starfseminni og komi til með að nýtast til þess að vekja athygli á því hve frjáls framlög eru gríðarlega mikilvæg fyrir frjálsa pressu í heiminum. Þá segir hann fjármagnið geta nýst í framsalsmáli Julian Assange. „Það má alveg búast við að ofstækið sem við stöndum frammi fyrir teygist yfir til fleiri einstaklinga. Á slíkum stundum er auðvitað gott að geta sótt í sjóði til að standa strauma af lögmannskostnaði sem er gríðarlega hár í bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Kristinn. Greiðslan ekki sanngjörn „Dómhvatir matsmenn, einir fimm talsmenn komust að niðurstöðu um miklu hærra tjón heldur var kveðið upp í dómi og samningar eru ekki í neinu samræmi við niðurstöður matsmanna heldur,“ segir Kristinn. Það stóð hins vegar ekki til að áfrýja niðurstöðu dómsins. „Það er nú ekki á vísan að róa með réttlæti í þessu dómskerfi en það er gott að geta tekið athyglina frá þessu og snúið sér að hinu raunverulega vanda sem snýst um líf eins manns og grundvallaratriði í blaðamennsku í heiminum,“ segir Kristinn. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Mál Assange tekið fyrir í febrúar á næsta ári Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði að líf sitt væri í húfi. 14. júní 2019 14:36 Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. 4. júlí 2019 12:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir skaðabótagreiðslu sem Sunshine Press Productions (SPP) fá greidda verða notaða til uppbyggingu á starfseminni. Hann segir greiðsluna koma sér vel til þess að standa strauma af lögmannskostnaði sem kann að fylgja framsalsmáli Julian Assange en það verður tekið til meðferðar í Bretlandi í lok febrúar á næsta ári. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, dótturfélag Arion banka, hefur fallist á að greiða Datacell og SPP samtals 1.200 milljónir króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks sumarið 2011. Í samtali við fréttastofu í gær kvaðst Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður SSP, gera ráð fyrir því að Wikileaks kæmi til með að njóta góðs af skaðabótagreiðslunni. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks segir í samtali við Vísi að skaðabótagreiðslan komi sér vel fyrir samtökin. „Þetta eru náttúrulega endurbætur til Wikileaks vegna tapaðra framlaga frá einstaklingum sem voru sannarlega hindraðar með ólögmætum hætti,“ segir Kristinn. Hann segir að fjármagnið verði notað til uppbyggingar á starfseminni og komi til með að nýtast til þess að vekja athygli á því hve frjáls framlög eru gríðarlega mikilvæg fyrir frjálsa pressu í heiminum. Þá segir hann fjármagnið geta nýst í framsalsmáli Julian Assange. „Það má alveg búast við að ofstækið sem við stöndum frammi fyrir teygist yfir til fleiri einstaklinga. Á slíkum stundum er auðvitað gott að geta sótt í sjóði til að standa strauma af lögmannskostnaði sem er gríðarlega hár í bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Kristinn. Greiðslan ekki sanngjörn „Dómhvatir matsmenn, einir fimm talsmenn komust að niðurstöðu um miklu hærra tjón heldur var kveðið upp í dómi og samningar eru ekki í neinu samræmi við niðurstöður matsmanna heldur,“ segir Kristinn. Það stóð hins vegar ekki til að áfrýja niðurstöðu dómsins. „Það er nú ekki á vísan að róa með réttlæti í þessu dómskerfi en það er gott að geta tekið athyglina frá þessu og snúið sér að hinu raunverulega vanda sem snýst um líf eins manns og grundvallaratriði í blaðamennsku í heiminum,“ segir Kristinn.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Mál Assange tekið fyrir í febrúar á næsta ári Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði að líf sitt væri í húfi. 14. júní 2019 14:36 Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. 4. júlí 2019 12:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Mál Assange tekið fyrir í febrúar á næsta ári Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði að líf sitt væri í húfi. 14. júní 2019 14:36
Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03
Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. 4. júlí 2019 12:30