Blaðamaður Moggans þverneitar að tjá sig um nýfallinn siðanefndardóm Jakob Bjarnar skrifar 5. júlí 2019 13:50 Davíð Oddsson er ritstjóri Morgublaðsins en þetta er í fyrsta skipti frá því árið 1966 sem Mogginn telst brotlegur við siðareglur BÍ. Vísir „Já, ég veit af hverju þú ert að hringja. Nó komment,“ sagði Baldur Arnarsson blaðamaður á Morgunblaðinu og skellti á við svo búið. Nú rétt í þessu var verið að birta úrskurð siðanefndar Blaðamannafélags Íslands þar sem fram kemur að Baldur hafi verið dæmdur brotlegur við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Brotið er talið ámælisvert.Sögulegur úrskurður Úrskurðurinn er sögulegur því þetta mun vera fyrsta mál sem kemur fyrir siðanefndina í áratugi, þar sem Mogginn telst vera brotlegur við siðareglur BÍ, eða allt frá árinu 1966. Klögumál hafa komið upp vegna nafnlausra skrifa í dálkinn Velvakanda en þau voru utan lögsögu siðanefndar, eru samkvæmt siðareglum viðhorfspistill en í siðareglum er gerður skýr greinarmunur á slíkum pistlum og fréttaskrifum. Þetta mál er því hið eina úrskurðaða brot Moggans í 53 ár.Auðun Freyr segist hafa verið hundeltur og sérstaklega hafi vinnubrögð Moggans verið slæm. Siðanefnd tekur undir með þeim sjónarmiðum sem hann setur fram.Kærandi er Auðun Freyr Ingvarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Vísir ræddi við Auðun í gær en þá hafði hann ekki fengið niðurstöðuna í hendur. En, sagði umfjöllun um sig og Félagsbústaði hafa verið með ólíkindum Hann hafi ákveðið að axla ábyrgð og segja upp störfum en verið hundeltur. Auðun Freyr sagði þetta einstaklega óvönduð umfjöllun, sérstaklega Morgunblaðsins. En hér getur að líta frétt sem fór fyrir brjóst Auðuns. Auðun kærði því Baldur og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar. Hann sagði í yfirlýsingu:„Rétt er að fram komi að í tengslum við fyrri umfjöllun hef ég kært blaðamanninn sem skrifaði ofangreinda frétt og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands fyrir brot á siðareglum blaðamanna. Mér fannst það því mjög óviðeigandi þegar umræddur blaðamaður hafði við mig í sambandi við vinnslu fréttarinnar og óskaði eftir viðtali síðastliðinn fimmtudag. Ég hafnaði því að sjálfsögðu enda mál mitt gegn honum og ritstjórn blaðsins enn í ferli hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Ég hvatti hann hins vegar til að birta innsenda grein sem ég sendi blaðinu fyrir um tveimur mánuðum síðan í tilefni fyrri skrifa hans og sat þar óbirt. Einnig hvatti ég hann til að birta yfirlýsingu starfsfólks Félagsbústaða sem send var Morgunblaðinu um svipað leyti, en situr þar enn óbirt. Ég kýs að tjá mig ekki frekar um þessi mál að sinni en fagna því að hægt sé að kæra aðför af því tagi sem hér um ræðir til óháðs aðila og hlakka til að sjá niðurstöðu siðanefndar.“Ekki brugðist við réttmætri kvörtunÍ úrskurði siðanefndar er fallist á kvartanir Auðuns Freys. Og segir meðal annars í úrskurði að blaðamaður hafi ekki vandað upplýsingaöflun sína og ekki sýnt fyllstu tillitssemi í vandasömu máli. Er þar vísað til umdeildrar 3. greinar siðareglna, en flest mál sem kærð eru til siðanefndar grundvallast á henni. En, í niðurlagi segir: „Ritstjórn Morgunblaðsins brást ekki við réttmætri kvörtun kæranda, þegar hann vakti athygli hennar á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við hann við vinnslu fréttarinnar, með því að gera strax grein fyrir sjónarmiðum kæranda í blaðinu eða birta grein þá sem hann óskaði eftir að birt yrði.“ Fjölmiðlar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
„Já, ég veit af hverju þú ert að hringja. Nó komment,“ sagði Baldur Arnarsson blaðamaður á Morgunblaðinu og skellti á við svo búið. Nú rétt í þessu var verið að birta úrskurð siðanefndar Blaðamannafélags Íslands þar sem fram kemur að Baldur hafi verið dæmdur brotlegur við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Brotið er talið ámælisvert.Sögulegur úrskurður Úrskurðurinn er sögulegur því þetta mun vera fyrsta mál sem kemur fyrir siðanefndina í áratugi, þar sem Mogginn telst vera brotlegur við siðareglur BÍ, eða allt frá árinu 1966. Klögumál hafa komið upp vegna nafnlausra skrifa í dálkinn Velvakanda en þau voru utan lögsögu siðanefndar, eru samkvæmt siðareglum viðhorfspistill en í siðareglum er gerður skýr greinarmunur á slíkum pistlum og fréttaskrifum. Þetta mál er því hið eina úrskurðaða brot Moggans í 53 ár.Auðun Freyr segist hafa verið hundeltur og sérstaklega hafi vinnubrögð Moggans verið slæm. Siðanefnd tekur undir með þeim sjónarmiðum sem hann setur fram.Kærandi er Auðun Freyr Ingvarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Vísir ræddi við Auðun í gær en þá hafði hann ekki fengið niðurstöðuna í hendur. En, sagði umfjöllun um sig og Félagsbústaði hafa verið með ólíkindum Hann hafi ákveðið að axla ábyrgð og segja upp störfum en verið hundeltur. Auðun Freyr sagði þetta einstaklega óvönduð umfjöllun, sérstaklega Morgunblaðsins. En hér getur að líta frétt sem fór fyrir brjóst Auðuns. Auðun kærði því Baldur og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar. Hann sagði í yfirlýsingu:„Rétt er að fram komi að í tengslum við fyrri umfjöllun hef ég kært blaðamanninn sem skrifaði ofangreinda frétt og ritstjórn Morgunblaðsins til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands fyrir brot á siðareglum blaðamanna. Mér fannst það því mjög óviðeigandi þegar umræddur blaðamaður hafði við mig í sambandi við vinnslu fréttarinnar og óskaði eftir viðtali síðastliðinn fimmtudag. Ég hafnaði því að sjálfsögðu enda mál mitt gegn honum og ritstjórn blaðsins enn í ferli hjá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Ég hvatti hann hins vegar til að birta innsenda grein sem ég sendi blaðinu fyrir um tveimur mánuðum síðan í tilefni fyrri skrifa hans og sat þar óbirt. Einnig hvatti ég hann til að birta yfirlýsingu starfsfólks Félagsbústaða sem send var Morgunblaðinu um svipað leyti, en situr þar enn óbirt. Ég kýs að tjá mig ekki frekar um þessi mál að sinni en fagna því að hægt sé að kæra aðför af því tagi sem hér um ræðir til óháðs aðila og hlakka til að sjá niðurstöðu siðanefndar.“Ekki brugðist við réttmætri kvörtunÍ úrskurði siðanefndar er fallist á kvartanir Auðuns Freys. Og segir meðal annars í úrskurði að blaðamaður hafi ekki vandað upplýsingaöflun sína og ekki sýnt fyllstu tillitssemi í vandasömu máli. Er þar vísað til umdeildrar 3. greinar siðareglna, en flest mál sem kærð eru til siðanefndar grundvallast á henni. En, í niðurlagi segir: „Ritstjórn Morgunblaðsins brást ekki við réttmætri kvörtun kæranda, þegar hann vakti athygli hennar á því að blaðamaður hefði ekki haft samband við hann við vinnslu fréttarinnar, með því að gera strax grein fyrir sjónarmiðum kæranda í blaðinu eða birta grein þá sem hann óskaði eftir að birt yrði.“
Fjölmiðlar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira