Bartomeu hefur ekki verið þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en hann segir í viðtalinu að hann viti vel hvar varnarmaðurinn eftirsótti spili á næstu leiktíð.
Hann geti þó hins vegar ekki sagt hvar það verður því De Ligt sé enn leikmaður Ajax og hann vilji ekki blanda sér í þessi mál.
Barcelona president Bartomeu on De Ligt: "I said a while ago that I knew where he would be playing next season.
"I still know, but I can't say anything else, he still belongs to Ajax." pic.twitter.com/DBFozielAj
— Goal (@goal) July 5, 2019
Hollendingurinn hefur verið mikið orðaður við Juventus síðustu vikur en Manchester United, PSG og Barcelona voru einnig sögð í myndinni framan af sumri. Nú er Juventus talinn lang líklegasti áfangastaðurinn.
Í sama viðtali tjáði Bartomeu sig um málefni brasilísku stórstjörnunnar, Neymar, en forsetinn sagðist vita að Neymar vilji yfirgefa PSG. Frönsku meistararnir séu þó ekki tilbúnir að sleppa honum og þannig sé staðan núna.