Hugmyndir eru uppi um að byggja Latabæjargarð í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2019 22:29 Latabæjarsafn er að finna í Borgarnesi. Vísir/MHH Hugmyndir eru uppi um að byggja upp Latabæjargarð í Borgarnesi en hugmyndasmiður verkefnisins, Magnús Scheving er úr Borgarnesi. Nú þegar hefur verið komið upp Latabæjarsafni í bæjarfélaginu, sem vekur verðskuldaða athygli. Í Borgarnesi er líka stærsta lögregluhúfu safn landsins. Latabæjarsafnið er í einu skoti í húsnæði Fornbílaklúbbs Borgarfjarðar í Brákarey í Borgarnesi þar sem einnig er samgöngusafn og lögregluhúfusafn. Allar þekktustu persónurnar úr Latabæ og leikmunir úr þáttunum eru á safninu. „Við sjáum að sumar af þessum persónum eru einfaldlega úr bæjarlífinu í Borgarnesi, Stíma símalína er til dæmis tekin beint upp úr einni starfsstúlkunni á símstöðinni, eins bæjarstjórinn okkar, þetta var samtímafólk Magga hérna í æsku, hann hljóp með póstskeytin og var mikið inn í þessu,“ segir Guðmundur Skúli Halldórsson, sem á sæti í sýningarnefnd safnsins „Það sem er eiginlega skemmtilegast við þetta er að Maggi kom og setti þetta upp sjálfur, hann er náttúrulega hörku smiður og setti upp þessa skemmtilegu sýningu,“ bætir Guðmundur Skúli við. Guðmundur Skúli segir að mikið af útlendingum komi í safnið til að skoða Latabæ og þá séu Íslendingar líka mjög áhugasamir um safnið, ekki síst yngri kynslóðin, sem þekkir allar persónurnar. „Þetta er rosalegur heiður sem Maggi sýndi okkur og vonandi byrjun af einhverju meiru“. En stendur til að gera eitthvað meira með Latabæ í Borgarnesi? „Já, það eru uppi hugmyndir um það að byggja upp Latabæjargarð hér í Borgarnesi, það er hér fólk, sem stendur að því, meðal annars Maggi sjálfur,“ segir Guðmundur Skúli. Í safninu er líka glæsilegt lögguhúfusafn Tedda löggu, eða Theodórs Þórðarsonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns í Borgarnesi. Á safninu er líka gamalt lögregumóturhjól. Safnið í Borgarnesi er opið alla daga vikunnar yfir sumartímann frá 13:00 til 17:00 þar sem hægt er að skoða Latabæjarsafnið, lögguhúfusafnið og fallega fornbíla. Borgarbyggð Menning Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að byggja upp Latabæjargarð í Borgarnesi en hugmyndasmiður verkefnisins, Magnús Scheving er úr Borgarnesi. Nú þegar hefur verið komið upp Latabæjarsafni í bæjarfélaginu, sem vekur verðskuldaða athygli. Í Borgarnesi er líka stærsta lögregluhúfu safn landsins. Latabæjarsafnið er í einu skoti í húsnæði Fornbílaklúbbs Borgarfjarðar í Brákarey í Borgarnesi þar sem einnig er samgöngusafn og lögregluhúfusafn. Allar þekktustu persónurnar úr Latabæ og leikmunir úr þáttunum eru á safninu. „Við sjáum að sumar af þessum persónum eru einfaldlega úr bæjarlífinu í Borgarnesi, Stíma símalína er til dæmis tekin beint upp úr einni starfsstúlkunni á símstöðinni, eins bæjarstjórinn okkar, þetta var samtímafólk Magga hérna í æsku, hann hljóp með póstskeytin og var mikið inn í þessu,“ segir Guðmundur Skúli Halldórsson, sem á sæti í sýningarnefnd safnsins „Það sem er eiginlega skemmtilegast við þetta er að Maggi kom og setti þetta upp sjálfur, hann er náttúrulega hörku smiður og setti upp þessa skemmtilegu sýningu,“ bætir Guðmundur Skúli við. Guðmundur Skúli segir að mikið af útlendingum komi í safnið til að skoða Latabæ og þá séu Íslendingar líka mjög áhugasamir um safnið, ekki síst yngri kynslóðin, sem þekkir allar persónurnar. „Þetta er rosalegur heiður sem Maggi sýndi okkur og vonandi byrjun af einhverju meiru“. En stendur til að gera eitthvað meira með Latabæ í Borgarnesi? „Já, það eru uppi hugmyndir um það að byggja upp Latabæjargarð hér í Borgarnesi, það er hér fólk, sem stendur að því, meðal annars Maggi sjálfur,“ segir Guðmundur Skúli. Í safninu er líka glæsilegt lögguhúfusafn Tedda löggu, eða Theodórs Þórðarsonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns í Borgarnesi. Á safninu er líka gamalt lögregumóturhjól. Safnið í Borgarnesi er opið alla daga vikunnar yfir sumartímann frá 13:00 til 17:00 þar sem hægt er að skoða Latabæjarsafnið, lögguhúfusafnið og fallega fornbíla.
Borgarbyggð Menning Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira