Íslendingar geti fengið fullan aðgang að netverslun Ari Brynjólfsson skrifar 8. júlí 2019 06:00 Stefnt er að því að Alþingi innleiði reglugerð um bann við mismunun í netviðskiptum innan EES næsta vor. Formaður Neytendasamtakanna segir þetta gleðifréttir. NordicPhotos/Getty „Innleiðing þessarar reglugerðar verður náttúrulega mjög mikil réttarbót fyrir okkur Íslendinga. Þetta þýðir það að hver sem er, sem sendir vörur á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins, verður nú að senda til Íslands,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Reglugerðin tók gildi innan Evrópusambandsins í desember. Í svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er stefnt að því að leggja málið fram á Alþingi næsta vor. Ef reglugerðin verður samþykkt verður seljendum vöru og þjónustu á netinu skylt að veita öllum neytendum rétt til viðskipta innan EES. Áður en þessar reglur taka gildi hér á landi þarf að innleiða þær í EES-samninginn. Samkvæmt upplýsingum frá EFTA er búið að gera drög að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar en nú er boltinn hjá ríkjunum sjálfum. „Þetta er bara frábært fyrir íslenska neytendur því að þá hafa allir á efnahagssvæðinu aðgengi að vörum á sama verði. Þá er ekki hægt að hafa mismunandi verð á mismunandi landsvæðum,“ segir Breki. „Eins og er þá senda ýmsar verslanir í Evrópu ekki vörur til Íslands, eða neita að taka við greiðslum með íslenskum kortum. Sumar af þessum vörum eru seldar hér á landi á hærra verði en eftir þetta þá geta Íslendingar keypt vörur á netinu á sama verði og gengur og gerist í Evrópu.“Þetta þýðir það að nú munum við ekki aðeins bera saman verð á vörum í innlendum verslunum, heldur verð um alla Evrópu. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Breki segir að ekki þurfi að hafa neinar áhyggjur af tollum. „Þetta er tollabandalag, það er svo einfalt. Póstinum hér heima er nú heimilt að leggja sérstakt gjald á alla pakka sem koma frá útlöndum, það mun þá leggjast ofan á sendingarkostnaðinn. Það eru nokkur hundruð krónur,“ segir Breki. Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu, segir rétt að hafa í huga að það sé kostnaðarsamt að flytja vörur til landsins frá útlöndum og neytendur sem flytja vörur inn í litlu magni muni ekki njóta mikils kostnaðarhagræðis í samanburði við stærri innflytjendur. Sama gildi um innlenda netverslun sem selur vörur til erlendra neytenda. „Það er afstaða SVÞ að aukið verslunarfrelsi sé af hinu góða og að EES-samningurinn hafi reynst Íslandi afar vel, meðal annars í efnahagslegu tilliti,“ segir Benedikt. „Hins vegar munu samtökin gæta þess sérstaklega og krefjast þess af stjórnvöldum að þau gæti þess sérstaklega við innleiðinguna að innlendri verslun verði tryggð sambærileg staða og erlendri verslun enda er það forsenda virkrar samkeppni að þeir sem taka þátt í innri markaðnum búi við sambærilegt umhverfi.“ Breki á ekki von á öðru en að þetta verði samþykkt á Alþingi. „Þetta hlýtur að fara í gegn fljótt og örugglega. Ég sé engan fyrir mér hreyfa mótmælum við þessu, það yrði mjög skrýtið,“ segir Breki. „Þetta er eitt af þessu jákvæða sem fylgir því að vera innan EES, jafn aðgangur að markaðnum. Þetta þýðir það að nú munum við ekki aðeins bera saman verð á vörum í innlendum verslunum, heldur verð um alla Evrópu.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Neytendur Tengdar fréttir Klaufavilla í frumvarpi sem gerir erlenda netverslun dýrari Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar Íslandspósti ohf. (ÍSP) að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. 22. mars 2019 07:30 Mest lesið Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
„Innleiðing þessarar reglugerðar verður náttúrulega mjög mikil réttarbót fyrir okkur Íslendinga. Þetta þýðir það að hver sem er, sem sendir vörur á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins, verður nú að senda til Íslands,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Reglugerðin tók gildi innan Evrópusambandsins í desember. Í svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er stefnt að því að leggja málið fram á Alþingi næsta vor. Ef reglugerðin verður samþykkt verður seljendum vöru og þjónustu á netinu skylt að veita öllum neytendum rétt til viðskipta innan EES. Áður en þessar reglur taka gildi hér á landi þarf að innleiða þær í EES-samninginn. Samkvæmt upplýsingum frá EFTA er búið að gera drög að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar en nú er boltinn hjá ríkjunum sjálfum. „Þetta er bara frábært fyrir íslenska neytendur því að þá hafa allir á efnahagssvæðinu aðgengi að vörum á sama verði. Þá er ekki hægt að hafa mismunandi verð á mismunandi landsvæðum,“ segir Breki. „Eins og er þá senda ýmsar verslanir í Evrópu ekki vörur til Íslands, eða neita að taka við greiðslum með íslenskum kortum. Sumar af þessum vörum eru seldar hér á landi á hærra verði en eftir þetta þá geta Íslendingar keypt vörur á netinu á sama verði og gengur og gerist í Evrópu.“Þetta þýðir það að nú munum við ekki aðeins bera saman verð á vörum í innlendum verslunum, heldur verð um alla Evrópu. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Breki segir að ekki þurfi að hafa neinar áhyggjur af tollum. „Þetta er tollabandalag, það er svo einfalt. Póstinum hér heima er nú heimilt að leggja sérstakt gjald á alla pakka sem koma frá útlöndum, það mun þá leggjast ofan á sendingarkostnaðinn. Það eru nokkur hundruð krónur,“ segir Breki. Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu, segir rétt að hafa í huga að það sé kostnaðarsamt að flytja vörur til landsins frá útlöndum og neytendur sem flytja vörur inn í litlu magni muni ekki njóta mikils kostnaðarhagræðis í samanburði við stærri innflytjendur. Sama gildi um innlenda netverslun sem selur vörur til erlendra neytenda. „Það er afstaða SVÞ að aukið verslunarfrelsi sé af hinu góða og að EES-samningurinn hafi reynst Íslandi afar vel, meðal annars í efnahagslegu tilliti,“ segir Benedikt. „Hins vegar munu samtökin gæta þess sérstaklega og krefjast þess af stjórnvöldum að þau gæti þess sérstaklega við innleiðinguna að innlendri verslun verði tryggð sambærileg staða og erlendri verslun enda er það forsenda virkrar samkeppni að þeir sem taka þátt í innri markaðnum búi við sambærilegt umhverfi.“ Breki á ekki von á öðru en að þetta verði samþykkt á Alþingi. „Þetta hlýtur að fara í gegn fljótt og örugglega. Ég sé engan fyrir mér hreyfa mótmælum við þessu, það yrði mjög skrýtið,“ segir Breki. „Þetta er eitt af þessu jákvæða sem fylgir því að vera innan EES, jafn aðgangur að markaðnum. Þetta þýðir það að nú munum við ekki aðeins bera saman verð á vörum í innlendum verslunum, heldur verð um alla Evrópu.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Neytendur Tengdar fréttir Klaufavilla í frumvarpi sem gerir erlenda netverslun dýrari Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar Íslandspósti ohf. (ÍSP) að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. 22. mars 2019 07:30 Mest lesið Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Klaufavilla í frumvarpi sem gerir erlenda netverslun dýrari Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar Íslandspósti ohf. (ÍSP) að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. 22. mars 2019 07:30
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent