Íslendingar geti fengið fullan aðgang að netverslun Ari Brynjólfsson skrifar 8. júlí 2019 06:00 Stefnt er að því að Alþingi innleiði reglugerð um bann við mismunun í netviðskiptum innan EES næsta vor. Formaður Neytendasamtakanna segir þetta gleðifréttir. NordicPhotos/Getty „Innleiðing þessarar reglugerðar verður náttúrulega mjög mikil réttarbót fyrir okkur Íslendinga. Þetta þýðir það að hver sem er, sem sendir vörur á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins, verður nú að senda til Íslands,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Reglugerðin tók gildi innan Evrópusambandsins í desember. Í svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er stefnt að því að leggja málið fram á Alþingi næsta vor. Ef reglugerðin verður samþykkt verður seljendum vöru og þjónustu á netinu skylt að veita öllum neytendum rétt til viðskipta innan EES. Áður en þessar reglur taka gildi hér á landi þarf að innleiða þær í EES-samninginn. Samkvæmt upplýsingum frá EFTA er búið að gera drög að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar en nú er boltinn hjá ríkjunum sjálfum. „Þetta er bara frábært fyrir íslenska neytendur því að þá hafa allir á efnahagssvæðinu aðgengi að vörum á sama verði. Þá er ekki hægt að hafa mismunandi verð á mismunandi landsvæðum,“ segir Breki. „Eins og er þá senda ýmsar verslanir í Evrópu ekki vörur til Íslands, eða neita að taka við greiðslum með íslenskum kortum. Sumar af þessum vörum eru seldar hér á landi á hærra verði en eftir þetta þá geta Íslendingar keypt vörur á netinu á sama verði og gengur og gerist í Evrópu.“Þetta þýðir það að nú munum við ekki aðeins bera saman verð á vörum í innlendum verslunum, heldur verð um alla Evrópu. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Breki segir að ekki þurfi að hafa neinar áhyggjur af tollum. „Þetta er tollabandalag, það er svo einfalt. Póstinum hér heima er nú heimilt að leggja sérstakt gjald á alla pakka sem koma frá útlöndum, það mun þá leggjast ofan á sendingarkostnaðinn. Það eru nokkur hundruð krónur,“ segir Breki. Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu, segir rétt að hafa í huga að það sé kostnaðarsamt að flytja vörur til landsins frá útlöndum og neytendur sem flytja vörur inn í litlu magni muni ekki njóta mikils kostnaðarhagræðis í samanburði við stærri innflytjendur. Sama gildi um innlenda netverslun sem selur vörur til erlendra neytenda. „Það er afstaða SVÞ að aukið verslunarfrelsi sé af hinu góða og að EES-samningurinn hafi reynst Íslandi afar vel, meðal annars í efnahagslegu tilliti,“ segir Benedikt. „Hins vegar munu samtökin gæta þess sérstaklega og krefjast þess af stjórnvöldum að þau gæti þess sérstaklega við innleiðinguna að innlendri verslun verði tryggð sambærileg staða og erlendri verslun enda er það forsenda virkrar samkeppni að þeir sem taka þátt í innri markaðnum búi við sambærilegt umhverfi.“ Breki á ekki von á öðru en að þetta verði samþykkt á Alþingi. „Þetta hlýtur að fara í gegn fljótt og örugglega. Ég sé engan fyrir mér hreyfa mótmælum við þessu, það yrði mjög skrýtið,“ segir Breki. „Þetta er eitt af þessu jákvæða sem fylgir því að vera innan EES, jafn aðgangur að markaðnum. Þetta þýðir það að nú munum við ekki aðeins bera saman verð á vörum í innlendum verslunum, heldur verð um alla Evrópu.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Neytendur Tengdar fréttir Klaufavilla í frumvarpi sem gerir erlenda netverslun dýrari Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar Íslandspósti ohf. (ÍSP) að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. 22. mars 2019 07:30 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
„Innleiðing þessarar reglugerðar verður náttúrulega mjög mikil réttarbót fyrir okkur Íslendinga. Þetta þýðir það að hver sem er, sem sendir vörur á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins, verður nú að senda til Íslands,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Reglugerðin tók gildi innan Evrópusambandsins í desember. Í svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er stefnt að því að leggja málið fram á Alþingi næsta vor. Ef reglugerðin verður samþykkt verður seljendum vöru og þjónustu á netinu skylt að veita öllum neytendum rétt til viðskipta innan EES. Áður en þessar reglur taka gildi hér á landi þarf að innleiða þær í EES-samninginn. Samkvæmt upplýsingum frá EFTA er búið að gera drög að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar en nú er boltinn hjá ríkjunum sjálfum. „Þetta er bara frábært fyrir íslenska neytendur því að þá hafa allir á efnahagssvæðinu aðgengi að vörum á sama verði. Þá er ekki hægt að hafa mismunandi verð á mismunandi landsvæðum,“ segir Breki. „Eins og er þá senda ýmsar verslanir í Evrópu ekki vörur til Íslands, eða neita að taka við greiðslum með íslenskum kortum. Sumar af þessum vörum eru seldar hér á landi á hærra verði en eftir þetta þá geta Íslendingar keypt vörur á netinu á sama verði og gengur og gerist í Evrópu.“Þetta þýðir það að nú munum við ekki aðeins bera saman verð á vörum í innlendum verslunum, heldur verð um alla Evrópu. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Breki segir að ekki þurfi að hafa neinar áhyggjur af tollum. „Þetta er tollabandalag, það er svo einfalt. Póstinum hér heima er nú heimilt að leggja sérstakt gjald á alla pakka sem koma frá útlöndum, það mun þá leggjast ofan á sendingarkostnaðinn. Það eru nokkur hundruð krónur,“ segir Breki. Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu, segir rétt að hafa í huga að það sé kostnaðarsamt að flytja vörur til landsins frá útlöndum og neytendur sem flytja vörur inn í litlu magni muni ekki njóta mikils kostnaðarhagræðis í samanburði við stærri innflytjendur. Sama gildi um innlenda netverslun sem selur vörur til erlendra neytenda. „Það er afstaða SVÞ að aukið verslunarfrelsi sé af hinu góða og að EES-samningurinn hafi reynst Íslandi afar vel, meðal annars í efnahagslegu tilliti,“ segir Benedikt. „Hins vegar munu samtökin gæta þess sérstaklega og krefjast þess af stjórnvöldum að þau gæti þess sérstaklega við innleiðinguna að innlendri verslun verði tryggð sambærileg staða og erlendri verslun enda er það forsenda virkrar samkeppni að þeir sem taka þátt í innri markaðnum búi við sambærilegt umhverfi.“ Breki á ekki von á öðru en að þetta verði samþykkt á Alþingi. „Þetta hlýtur að fara í gegn fljótt og örugglega. Ég sé engan fyrir mér hreyfa mótmælum við þessu, það yrði mjög skrýtið,“ segir Breki. „Þetta er eitt af þessu jákvæða sem fylgir því að vera innan EES, jafn aðgangur að markaðnum. Þetta þýðir það að nú munum við ekki aðeins bera saman verð á vörum í innlendum verslunum, heldur verð um alla Evrópu.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Neytendur Tengdar fréttir Klaufavilla í frumvarpi sem gerir erlenda netverslun dýrari Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar Íslandspósti ohf. (ÍSP) að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. 22. mars 2019 07:30 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Klaufavilla í frumvarpi sem gerir erlenda netverslun dýrari Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar Íslandspósti ohf. (ÍSP) að velta kostnaði af erlendum sendingum yfir á neytendur. 22. mars 2019 07:30