Kláruðu allan matinn á matarmarkaðinum Ari Brynjólfsson skrifar 8. júlí 2019 06:00 Matarmarkaðurinn í Laugardal verður aftur á sama stað um næstu helgi, en færist niður á Miðbakkann helgina eftir það. Fréttablaðið/Valli „Það seldist allt upp hjá okkur á laugardeginum. Við neyddumst til að loka fyrr en við áætluðum,“ segir Róbert Aron Magnússon, skipuleggjandi Reykjavík Street Food sem sér um matarmarkaðinn í Laugardal. Matarmarkaðurinn var opnaður fyrst á laugardaginn og kláraðist þá allur maturinn á öllum stöðunum sem og bjórinn í bjórvagninum. „Ég held að yfir daginn á laugardag hafi komið á milli fjögur og fimm þúsund manns, frá því við opnuðum á hádegi til klukkan sjö þegar allur maturinn var búinn,“ segir Róbert Aron og hlær. „Það var ekki hægt að selja meira. Við seldum líka allan bjórinn sem við ætluðum að eiga á sunnudeginum. Sem betur fer fengum við meira.“ Markaðurinn er undir suðurenda áhorfendastúkunnar á Laugardalsvelli og verður aftur á sama stað næstu helgi. Helgina þar á eftir verður hann á Miðbakkanum við gömlu höfnina í Reykjavík.Róbert Aron Magnússon „Það verður aðeins öðruvísi skipulag við Miðbakkann. Þar verður götubitahátíð og keppni um besta bitann. Það verður svaka partí.“ Um er að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Reykjavik Street Food. Verkefnið var kosið af íbúum í kosningunum á vef Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, í fyrra. Alls voru sautján söluaðilar á markaðnum um helgina. Var hægt að gæða sér á alls kyns mat, humri, hamborgurum, taco, frönskum, íslensku sinnepi ásamt vegan valkosti. Einnig er hægt að kaupa íslenskar vörur beint frá býli á matarmarkaðnum. Boðið var upp á skemmtiatriði, hoppukastala og andlitsmálningu fyrir börn. Aðspurður hvað laði fólk að segir Róbert Aron það meira en bara svengd. „Þetta er búið að tröllríða heiminum, einfaldar útfærslur á mat í skemmtilegu umhverfi. Fyrir utan þetta fína veður, það umturnast allt á Íslandi í þegar það er sól og við erum búin að vera gríðarlega heppin þessa helgina.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Spennandi matarmarkaður í Laugardalnum Reykjavík Street Food stendur fyrir spennandi matarmarkaði í Laugardalnum tvær næstu helgarnar í júlí, í samstarfi við Reykjavíkurborg. 3. júlí 2019 08:45 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
„Það seldist allt upp hjá okkur á laugardeginum. Við neyddumst til að loka fyrr en við áætluðum,“ segir Róbert Aron Magnússon, skipuleggjandi Reykjavík Street Food sem sér um matarmarkaðinn í Laugardal. Matarmarkaðurinn var opnaður fyrst á laugardaginn og kláraðist þá allur maturinn á öllum stöðunum sem og bjórinn í bjórvagninum. „Ég held að yfir daginn á laugardag hafi komið á milli fjögur og fimm þúsund manns, frá því við opnuðum á hádegi til klukkan sjö þegar allur maturinn var búinn,“ segir Róbert Aron og hlær. „Það var ekki hægt að selja meira. Við seldum líka allan bjórinn sem við ætluðum að eiga á sunnudeginum. Sem betur fer fengum við meira.“ Markaðurinn er undir suðurenda áhorfendastúkunnar á Laugardalsvelli og verður aftur á sama stað næstu helgi. Helgina þar á eftir verður hann á Miðbakkanum við gömlu höfnina í Reykjavík.Róbert Aron Magnússon „Það verður aðeins öðruvísi skipulag við Miðbakkann. Þar verður götubitahátíð og keppni um besta bitann. Það verður svaka partí.“ Um er að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Reykjavik Street Food. Verkefnið var kosið af íbúum í kosningunum á vef Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, í fyrra. Alls voru sautján söluaðilar á markaðnum um helgina. Var hægt að gæða sér á alls kyns mat, humri, hamborgurum, taco, frönskum, íslensku sinnepi ásamt vegan valkosti. Einnig er hægt að kaupa íslenskar vörur beint frá býli á matarmarkaðnum. Boðið var upp á skemmtiatriði, hoppukastala og andlitsmálningu fyrir börn. Aðspurður hvað laði fólk að segir Róbert Aron það meira en bara svengd. „Þetta er búið að tröllríða heiminum, einfaldar útfærslur á mat í skemmtilegu umhverfi. Fyrir utan þetta fína veður, það umturnast allt á Íslandi í þegar það er sól og við erum búin að vera gríðarlega heppin þessa helgina.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Spennandi matarmarkaður í Laugardalnum Reykjavík Street Food stendur fyrir spennandi matarmarkaði í Laugardalnum tvær næstu helgarnar í júlí, í samstarfi við Reykjavíkurborg. 3. júlí 2019 08:45 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Spennandi matarmarkaður í Laugardalnum Reykjavík Street Food stendur fyrir spennandi matarmarkaði í Laugardalnum tvær næstu helgarnar í júlí, í samstarfi við Reykjavíkurborg. 3. júlí 2019 08:45