Sjáðu stuðið og skíðagleraugun þegar bandarísku stelpurnar fögnuðu HM-titlinum inn í klefa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2019 10:00 Það var gaman hjá bandarísku stelpunum eftir sigurinn í gær. AP/David Vincent Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta varð heimsmeistari í gær og stelpurnar böðuðu sig í sviðsljósi ljósmyndara og sjónvarpsvéla á vellinum en það var líka brjálað stuð á þeim inn í klefa. Bandaríska liðið vann 2-0 sigur á Hollandi í úrslitaleiknum en liðið vann alla leiki sína á mótinu og setti nýtt markamet á HM kvenna. Frakkar og Englendingar stóðu í þeim í útsláttarkeppninni en bandaríska liðið var mun sterkara en Evrópumeistarar Hollendinga í úrslitaleiknum. Bandarísku stelpurnar kunna líka að fagna flottum sigrum eins og sjá mér hér fyrir neðan á myndbrotum af fjörinu inn í klefa eftir leik. Stelpurnar sjálfar tóku upp fagnaðarlætin og settu inn á sína samfélagsmiðla. Bandaríska knattspyrnusambandið tók þessi myndbrot síðan saman og setti saman í myndbandið sem má sjá hér fyrir neðan.pic.twitter.com/uJfnwamUTo — U.S. Soccer WNT (@USWNT) July 7, 2019when the presser holds you back... so you’re welcomed in style. pic.twitter.com/8w9rioUxCd — U.S. Soccer WNT (@USWNT) July 7, 2019 Þær bandarísku voru að sjálfsögðu með kampavínið á lofti og þær voru líka við öllu búnar þar. Stelpurnar voru allar með skrautleg skíðagleraugu eins og er orðin tískan í dag í fagnaðarlátum sem þessum. Enginn vakti þó meira athygli en Alex Morgan sem dansaði með eftirminnilegum hætti inn í klefa eftir leikinn. Hún tók þar „twerk“ dansinn með stæl. Morgan er ein af leikmönnum liðsins sem var með þegar liðið vann heimsmeistaratitilinn fyrir fjórum árum. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta varð heimsmeistari í gær og stelpurnar böðuðu sig í sviðsljósi ljósmyndara og sjónvarpsvéla á vellinum en það var líka brjálað stuð á þeim inn í klefa. Bandaríska liðið vann 2-0 sigur á Hollandi í úrslitaleiknum en liðið vann alla leiki sína á mótinu og setti nýtt markamet á HM kvenna. Frakkar og Englendingar stóðu í þeim í útsláttarkeppninni en bandaríska liðið var mun sterkara en Evrópumeistarar Hollendinga í úrslitaleiknum. Bandarísku stelpurnar kunna líka að fagna flottum sigrum eins og sjá mér hér fyrir neðan á myndbrotum af fjörinu inn í klefa eftir leik. Stelpurnar sjálfar tóku upp fagnaðarlætin og settu inn á sína samfélagsmiðla. Bandaríska knattspyrnusambandið tók þessi myndbrot síðan saman og setti saman í myndbandið sem má sjá hér fyrir neðan.pic.twitter.com/uJfnwamUTo — U.S. Soccer WNT (@USWNT) July 7, 2019when the presser holds you back... so you’re welcomed in style. pic.twitter.com/8w9rioUxCd — U.S. Soccer WNT (@USWNT) July 7, 2019 Þær bandarísku voru að sjálfsögðu með kampavínið á lofti og þær voru líka við öllu búnar þar. Stelpurnar voru allar með skrautleg skíðagleraugu eins og er orðin tískan í dag í fagnaðarlátum sem þessum. Enginn vakti þó meira athygli en Alex Morgan sem dansaði með eftirminnilegum hætti inn í klefa eftir leikinn. Hún tók þar „twerk“ dansinn með stæl. Morgan er ein af leikmönnum liðsins sem var með þegar liðið vann heimsmeistaratitilinn fyrir fjórum árum.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira