Enginn þurfti að borga inn á einstaka tónleika í Básum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2019 15:25 Fjöldi fólks hlustaði á fagra tóna sveitarinnar og sólin skein. „Þetta var frábær stemmning, rosalega flott veður og flott tónlist,“ segir Sigríður Karlsdóttir vörður í skála Útivistar í Básum. Hljómsveitin GÓSS spilaði fyrir gesti á Goðalandi á laugardagskvöldið og var stemmningin sérstaklega góð að sögn Sigríðar. Þau Guðmundur Óskar, Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius eru á tónleikaferðalagi um landið og duttu ferðalangar í Básum í lukkupottinn á laugardagskvöld.Sigurður, Sigríður og Góskar í rjómablíðu í Básum.Sigríður skálavörður telur helgina hafa verið þá fjölmennustu í Básum í sumar. Líklega hafi 800-1000 manns verið í tjöldum og skálum laugardagsnóttina og bróðurparturinn skellt sér á tónleika. „Svo voru auðvitað líka þeir sem komu bara til að fara á tónleikana,“ segir Sigríður.Allur gangur var á því hvort börnin hlustuðu af athygli eða nutu tónlistarinnar í bakgrunni meðan á leik stóð.Svið hafi verið búið til uppi á hól og þar í kring hafi fólk setið. Fólk á öllum aldri og hvaðanæva að úr heiminum enda Þórsmörk vinsæll aðkomustaður erlendra sem innlendra ferðamanna. Þeir sem ganga Fimmvörðuháls úr Skógum koma niður í Básum. Fjöldi manns gekk hálsinn um helgina.Lopapeysur og flíspeysur voru vinsælar í Básum.Ókeypis var á tónleikana og meira að segja lögreglan kíkti í heimsókn. Laganna verðir þurftu þó engin afskipti að hafa af gestum að sögn Sigríðar. Alls ekki sé algengt að blásið sé til tónleika í Básum. Hljómsveitarmeðlimir segja að dagurinn hafi verið „algalinn“ en fyrr um daginn spiluðu þau fyrir gesti og íbúa á Sólheimum í Grímsnesi. Rangárþing eystra Tónlist Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
„Þetta var frábær stemmning, rosalega flott veður og flott tónlist,“ segir Sigríður Karlsdóttir vörður í skála Útivistar í Básum. Hljómsveitin GÓSS spilaði fyrir gesti á Goðalandi á laugardagskvöldið og var stemmningin sérstaklega góð að sögn Sigríðar. Þau Guðmundur Óskar, Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius eru á tónleikaferðalagi um landið og duttu ferðalangar í Básum í lukkupottinn á laugardagskvöld.Sigurður, Sigríður og Góskar í rjómablíðu í Básum.Sigríður skálavörður telur helgina hafa verið þá fjölmennustu í Básum í sumar. Líklega hafi 800-1000 manns verið í tjöldum og skálum laugardagsnóttina og bróðurparturinn skellt sér á tónleika. „Svo voru auðvitað líka þeir sem komu bara til að fara á tónleikana,“ segir Sigríður.Allur gangur var á því hvort börnin hlustuðu af athygli eða nutu tónlistarinnar í bakgrunni meðan á leik stóð.Svið hafi verið búið til uppi á hól og þar í kring hafi fólk setið. Fólk á öllum aldri og hvaðanæva að úr heiminum enda Þórsmörk vinsæll aðkomustaður erlendra sem innlendra ferðamanna. Þeir sem ganga Fimmvörðuháls úr Skógum koma niður í Básum. Fjöldi manns gekk hálsinn um helgina.Lopapeysur og flíspeysur voru vinsælar í Básum.Ókeypis var á tónleikana og meira að segja lögreglan kíkti í heimsókn. Laganna verðir þurftu þó engin afskipti að hafa af gestum að sögn Sigríðar. Alls ekki sé algengt að blásið sé til tónleika í Básum. Hljómsveitarmeðlimir segja að dagurinn hafi verið „algalinn“ en fyrr um daginn spiluðu þau fyrir gesti og íbúa á Sólheimum í Grímsnesi.
Rangárþing eystra Tónlist Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira