Framdi ítrekuð ofbeldisbrot og greiddi ekki 220 þúsund króna leigubílakostnað Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 12:59 Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 34 ára gamlan karlmann til tólf mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líkamsárásir, brot gegn nálgunarbanni og fjársvik. Brotin áttu sér stað yfir þrettán mánaða tímabil, frá því í mars á síðasta ári til aprílmánaðar á þessu ári. Fyrsta brotið átti sér stað í lok mars á síðasta ári. Þá réðst maðurinn á föður sinn þegar hann ók bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Kýldi hann föður sinn ítrekað í höfuð og beit í nef hans með þeim afleiðingum að faðir hans hlaut meðal annars opið sár á nefi, vagna og kjlkaliðssvæði.Réðst ítrekað á öryggisverði Í júní sama ár réðst maðurinn á öryggisvörð í verslun 10-11 í Austurstræti sem hugðist vísa honum úr versluninni. Skallaði hann öryggisvörðinn með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og hlaut heilahristing. Tveimur mánuðum seinna, í ágúst árið 2018, réðst maðurinn á öryggisvörð við veitingastað í Smáralind og kýldi hann einu hnefahöggi í andlitið. Afbrot mannsins hófust svo á ný á þessu ári í apríl þegar hann réðst á kvenkyns öryggisvörð sem ætlaði að vísa manninum af svæði sem hún starfaði á. Kýldi hann hana í maga og andlit og reif í hár hennar með þeim afleiðingum að hún féll á steypta stétt. Sömu nótt braut maðurinn tvær rúður í húsnæði lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu með því að kasta steinhellu í þær.Braut gegn nálgunarbanni og greiddi ekki 220 þúsund króna leigubíl Þann 25. apríl á þessu ári braut maðurinn svo gegn nálgunarbanni þegar hann fór inn á stigagang fjölbýlishúss í Reykjavík. Manninum hefði verið bannað að koma í námunda við húsið og á svæði sem afmarkast við fimmtíu metra radíus umhverfis húsið. Aðeins fjórir dagar höfðu liðið frá því að manninum hafði verið tilkynnt um nálgunarbannið þegar hann braut gegn því. Fimm dögum fyrir brotið gegn nálgunarbanninu hafði maðurinn svikið út þjónustu leigubílstjóra. Hafði hann þegið akstur frá Keflavík til Hafnar í Hornafirði. Þegar á áfangastað var komið sagði maðurinn að þriðji aðili myndi greiða fargjaldið en gjaldið nam 220 þúsund krónum. Hafði hann sjálfur gefið upp rangt nafn og greiddi aldrei fargjaldið. Málið var höfðað með ákæru héraðssaksóknara þann 4. júní á þessu ári fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa að kvöldi 28. apríl hótað starfsmanni í afgreiðslu bráðamóttöku Landspítalans lífláti. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannsins voru ítrekuð alvarleg ofbeldisbrot. Hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og samþykkti bótakröfu. Var refsing mannsins því ákveðin fangelsi í tólf mánuði sem ekki þótti unnt að binda skilorði. Dómsmál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 34 ára gamlan karlmann til tólf mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líkamsárásir, brot gegn nálgunarbanni og fjársvik. Brotin áttu sér stað yfir þrettán mánaða tímabil, frá því í mars á síðasta ári til aprílmánaðar á þessu ári. Fyrsta brotið átti sér stað í lok mars á síðasta ári. Þá réðst maðurinn á föður sinn þegar hann ók bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Kýldi hann föður sinn ítrekað í höfuð og beit í nef hans með þeim afleiðingum að faðir hans hlaut meðal annars opið sár á nefi, vagna og kjlkaliðssvæði.Réðst ítrekað á öryggisverði Í júní sama ár réðst maðurinn á öryggisvörð í verslun 10-11 í Austurstræti sem hugðist vísa honum úr versluninni. Skallaði hann öryggisvörðinn með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og hlaut heilahristing. Tveimur mánuðum seinna, í ágúst árið 2018, réðst maðurinn á öryggisvörð við veitingastað í Smáralind og kýldi hann einu hnefahöggi í andlitið. Afbrot mannsins hófust svo á ný á þessu ári í apríl þegar hann réðst á kvenkyns öryggisvörð sem ætlaði að vísa manninum af svæði sem hún starfaði á. Kýldi hann hana í maga og andlit og reif í hár hennar með þeim afleiðingum að hún féll á steypta stétt. Sömu nótt braut maðurinn tvær rúður í húsnæði lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu með því að kasta steinhellu í þær.Braut gegn nálgunarbanni og greiddi ekki 220 þúsund króna leigubíl Þann 25. apríl á þessu ári braut maðurinn svo gegn nálgunarbanni þegar hann fór inn á stigagang fjölbýlishúss í Reykjavík. Manninum hefði verið bannað að koma í námunda við húsið og á svæði sem afmarkast við fimmtíu metra radíus umhverfis húsið. Aðeins fjórir dagar höfðu liðið frá því að manninum hafði verið tilkynnt um nálgunarbannið þegar hann braut gegn því. Fimm dögum fyrir brotið gegn nálgunarbanninu hafði maðurinn svikið út þjónustu leigubílstjóra. Hafði hann þegið akstur frá Keflavík til Hafnar í Hornafirði. Þegar á áfangastað var komið sagði maðurinn að þriðji aðili myndi greiða fargjaldið en gjaldið nam 220 þúsund krónum. Hafði hann sjálfur gefið upp rangt nafn og greiddi aldrei fargjaldið. Málið var höfðað með ákæru héraðssaksóknara þann 4. júní á þessu ári fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa að kvöldi 28. apríl hótað starfsmanni í afgreiðslu bráðamóttöku Landspítalans lífláti. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannsins voru ítrekuð alvarleg ofbeldisbrot. Hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og samþykkti bótakröfu. Var refsing mannsins því ákveðin fangelsi í tólf mánuði sem ekki þótti unnt að binda skilorði.
Dómsmál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira