Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2019 17:35 Jeremy Hunt tók á móti Donald Trump í opinberri heimsókn þess síðarnefnd á Bretlandi í byrjun júní. Vísir/EPA Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands og annað leiðtogaefna Íhaldsflokksins, segir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um breskan sendiherra og Theresu May forsætisráðherra dónaleg og röng gagnvart Bretlandi. Hvetur hann bandaríska forsetann til að sýna virðingu. Trump hefur látið dæluna ganga um Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, á Twitter í dag og í gær eftir að breska blaðið Daily Mail birti frétt upp úr diplómataskjölum sem var lekið. Í þeim lýsti Darroch Bandaríkjaforseta sem „vanhæfum“ og ríkisstjórn hans sem „óstarfhæfri“. Kallaði Trump sendiherrann meðal annars „mjög heimskan gaur“ og „oflátungslegt flón“ í röð tísta í dag. Af einhverjum ástæðum beindi Trump reiði sinni einnig að May forsætisráðherra og fann frammistöðu hennar í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu flest til foráttu. Hunt svaraði Trump á Twitter nú síðdegis. Þar sem vinir töluðu af hreinskilni ætlaði hann sér að gera það einnig. „Þessi ummæli eru dónaleg og röng gagnvart forsætisráðherra okkar og landinu mínu. Dipómatar þínir gefa [Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna] persónulegar skoðanir sínar og það gera okkar líka!“ tísti Hunt.1/2 @realDonaldTrump friends speak frankly so I will: these comments are disrespectful and wrong to our Prime Minister and my country. Your diplomats give their private opinions to @SecPompeo and so do ours! You said the UK/US alliance was the greatest in history and I agree... https://t.co/hNeBWmyyVN— Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 9, 2019 Í tísti Trump sakaði hann May um að hafa hunsað ráð hans um hvernig hún ætti að semja við Evrópusambandið um Brexit og varið eigin „fíflalegu leið“ sem hafi verið „hörmung!“. Hunt tísti til Trump þeir væru sammála honum um að bandalag Bandaríkjanna og Bretlands væri það besta í sögunni. „En bandamenn verða að koma fram við hvor annan af virðingu eins og Theresa May hefur alltaf gert við þig,“ sagði utanríkisráðherrann. Hét hann því ennfremur að nái hann kjöri sem leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra Bretlands ætli hann að halda Darroch sem sendiherra við Bandaríkin. Hunt er þó talinn ólíklegur til að sigra Boris Johnson í leiðtogakjörinu sem Trump hefur þegar lýst stuðningi við.2/2...but allies need to treat each other with respect as @theresa_may has always done with you. Ambassadors are appointed by the UK government and if I become PM our Ambassador stays.— Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 9, 2019 Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands og annað leiðtogaefna Íhaldsflokksins, segir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um breskan sendiherra og Theresu May forsætisráðherra dónaleg og röng gagnvart Bretlandi. Hvetur hann bandaríska forsetann til að sýna virðingu. Trump hefur látið dæluna ganga um Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, á Twitter í dag og í gær eftir að breska blaðið Daily Mail birti frétt upp úr diplómataskjölum sem var lekið. Í þeim lýsti Darroch Bandaríkjaforseta sem „vanhæfum“ og ríkisstjórn hans sem „óstarfhæfri“. Kallaði Trump sendiherrann meðal annars „mjög heimskan gaur“ og „oflátungslegt flón“ í röð tísta í dag. Af einhverjum ástæðum beindi Trump reiði sinni einnig að May forsætisráðherra og fann frammistöðu hennar í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu flest til foráttu. Hunt svaraði Trump á Twitter nú síðdegis. Þar sem vinir töluðu af hreinskilni ætlaði hann sér að gera það einnig. „Þessi ummæli eru dónaleg og röng gagnvart forsætisráðherra okkar og landinu mínu. Dipómatar þínir gefa [Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna] persónulegar skoðanir sínar og það gera okkar líka!“ tísti Hunt.1/2 @realDonaldTrump friends speak frankly so I will: these comments are disrespectful and wrong to our Prime Minister and my country. Your diplomats give their private opinions to @SecPompeo and so do ours! You said the UK/US alliance was the greatest in history and I agree... https://t.co/hNeBWmyyVN— Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 9, 2019 Í tísti Trump sakaði hann May um að hafa hunsað ráð hans um hvernig hún ætti að semja við Evrópusambandið um Brexit og varið eigin „fíflalegu leið“ sem hafi verið „hörmung!“. Hunt tísti til Trump þeir væru sammála honum um að bandalag Bandaríkjanna og Bretlands væri það besta í sögunni. „En bandamenn verða að koma fram við hvor annan af virðingu eins og Theresa May hefur alltaf gert við þig,“ sagði utanríkisráðherrann. Hét hann því ennfremur að nái hann kjöri sem leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra Bretlands ætli hann að halda Darroch sem sendiherra við Bandaríkin. Hunt er þó talinn ólíklegur til að sigra Boris Johnson í leiðtogakjörinu sem Trump hefur þegar lýst stuðningi við.2/2...but allies need to treat each other with respect as @theresa_may has always done with you. Ambassadors are appointed by the UK government and if I become PM our Ambassador stays.— Jeremy Hunt (@Jeremy_Hunt) July 9, 2019
Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30
Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10