Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júlí 2019 18:30 Fjölskyldan á bænum Efstadal tvö í Bláskógabyggð er í sjokki eftir að það kom í ljós að börnin sem greindust með alvarlega sýkingu af völdum E-colí bakteríu smituðust á bænum. Einn eigendanna segist helst vilja skríða undir sæng og fara að gráta. Hugur fjölskyldunnar eru hjá börnunum, sem veiktust og fjölskyldum þeirra. Á bænum hefur verið rekin ferðaþjónusta síðustu ár en það eru nokkur systkini og makar þeirra sem eiga staðinn. Alltaf er mikið að gera og því er það mikið áfall fyrir fjölskylduna að börnin smituðust á bænum í gegnum kálfana, sem voru til sýnis fyrir gesti en rannsóknir hafa sýnt að E. coli bakterían sem sýkti börnin fannst í hægðasýni frá kálfum. „Hugur okkar er náttúrulega fyrst og fremst hjá þeim börnum, sem hafa fengið niðurgang eða smitast, hugurinn er þar. Við vitum það að dýr bera allskonar sjúkdóma og þau gera þarfir sínar þar sem þau standa og þegar þau þurfa, þannig að það er margt að varast í þessu og okkar verkferlar hafa snúist að því að þrífa allt mjög vel en ef að einn kálfurinn sýkist getur það smitað hina, það voru þrír kálfar í þessari stíu á þessu tímabili,“ segir Sölvi Arnarson, einn af eigendum ferðaþjónustufyrirtækisins.Efsti Dalur II er vinsæll ferðamannastaður hjá Íslendingum og útlendingum. Nú hafa ýmsar ráðstafanir verðar gerðar á staðnum eftir að smitið kom í ljós.Magnús HlynurKálfarnir sem gestir hafa getað klappað fram að þessu hafa verið fjarlægðir en gestir í Efstadal geta samt sem áður horft á kýrnar í fjósinu í gegnum gler á veitingasalnum. Gripið hefur verið til heilmikilla aðgerða á bænum. „Það var lokað á aðgang að dýrum og við stoppuðum okkar eigin framleiðslu en lokuðum ekki veitingasalnum. Það er ekki hættulegt að koma í Efstadal,“ segir Sölvi.En hvaða þýðingu hefur þessi niðurstaða fyrir staðinn? „Mér líður náttúrulega bara þannig að mig langar bara að skríða undir sæng og fara að gráta en við erum að fá fullt af góðum kveðjun þar sem við erum hvött til dáða. Svona getur komið fyrir og það þarf að bregðast við. Við ætlum að bregðast við og við ætlum að halda áfram,“ segir Sölvi enn fremur.Kýrnar verða áfram í sviðsljósinu í Efsta Dal þó kálfarnir hafi verið teknir og verða ekki á stað þar sem hægt verður að klappa þeim.Magnús HlynurÍ tilkynningu á heimasíðu Landlæknis kemur fram að það fólk sem heimsótti Efsta Dal á síðastliðnum tveimur vikum og fengu niðurgang innan 10 daga frá heimsókninni eru hvattir til að leita til síns læknis varðandi nánari greiningu. Einkennalausir einstaklingar sem heimsótt hafa Efsta Dal tvö þurfa ekki að leita læknis né heldur einstaklingar sem fengið hafa niðurgang sem nú er genginn yfir. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Fjölskyldan á bænum Efstadal tvö í Bláskógabyggð er í sjokki eftir að það kom í ljós að börnin sem greindust með alvarlega sýkingu af völdum E-colí bakteríu smituðust á bænum. Einn eigendanna segist helst vilja skríða undir sæng og fara að gráta. Hugur fjölskyldunnar eru hjá börnunum, sem veiktust og fjölskyldum þeirra. Á bænum hefur verið rekin ferðaþjónusta síðustu ár en það eru nokkur systkini og makar þeirra sem eiga staðinn. Alltaf er mikið að gera og því er það mikið áfall fyrir fjölskylduna að börnin smituðust á bænum í gegnum kálfana, sem voru til sýnis fyrir gesti en rannsóknir hafa sýnt að E. coli bakterían sem sýkti börnin fannst í hægðasýni frá kálfum. „Hugur okkar er náttúrulega fyrst og fremst hjá þeim börnum, sem hafa fengið niðurgang eða smitast, hugurinn er þar. Við vitum það að dýr bera allskonar sjúkdóma og þau gera þarfir sínar þar sem þau standa og þegar þau þurfa, þannig að það er margt að varast í þessu og okkar verkferlar hafa snúist að því að þrífa allt mjög vel en ef að einn kálfurinn sýkist getur það smitað hina, það voru þrír kálfar í þessari stíu á þessu tímabili,“ segir Sölvi Arnarson, einn af eigendum ferðaþjónustufyrirtækisins.Efsti Dalur II er vinsæll ferðamannastaður hjá Íslendingum og útlendingum. Nú hafa ýmsar ráðstafanir verðar gerðar á staðnum eftir að smitið kom í ljós.Magnús HlynurKálfarnir sem gestir hafa getað klappað fram að þessu hafa verið fjarlægðir en gestir í Efstadal geta samt sem áður horft á kýrnar í fjósinu í gegnum gler á veitingasalnum. Gripið hefur verið til heilmikilla aðgerða á bænum. „Það var lokað á aðgang að dýrum og við stoppuðum okkar eigin framleiðslu en lokuðum ekki veitingasalnum. Það er ekki hættulegt að koma í Efstadal,“ segir Sölvi.En hvaða þýðingu hefur þessi niðurstaða fyrir staðinn? „Mér líður náttúrulega bara þannig að mig langar bara að skríða undir sæng og fara að gráta en við erum að fá fullt af góðum kveðjun þar sem við erum hvött til dáða. Svona getur komið fyrir og það þarf að bregðast við. Við ætlum að bregðast við og við ætlum að halda áfram,“ segir Sölvi enn fremur.Kýrnar verða áfram í sviðsljósinu í Efsta Dal þó kálfarnir hafi verið teknir og verða ekki á stað þar sem hægt verður að klappa þeim.Magnús HlynurÍ tilkynningu á heimasíðu Landlæknis kemur fram að það fólk sem heimsótti Efsta Dal á síðastliðnum tveimur vikum og fengu niðurgang innan 10 daga frá heimsókninni eru hvattir til að leita til síns læknis varðandi nánari greiningu. Einkennalausir einstaklingar sem heimsótt hafa Efsta Dal tvö þurfa ekki að leita læknis né heldur einstaklingar sem fengið hafa niðurgang sem nú er genginn yfir.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42
Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20