Yfirheyrðu höfund umdeildrar skýrslu um Trump í sextán tíma Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2019 20:28 Skrifstofur ráðgjafarfyrirtækis Steele í London. Steele tók saman skýrslu um tengsl Trump við Rússland fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vísir/Getty Lögfræðingar bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem rannsaka upptök Rússarannsóknarinnar svonefndu ræddu við Christopher Steele, breskan fyrrverandi njósnara, í sextán tíma í síðasta mánuði. Steel er höfundur umdeildrar skýrslu um meint tengsl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við rússnesk stjórnvöld. Steele-skýrslan svonefnda hefur ítrekað orðið að skotspóni Trump forseta og bandamanna hans undanfarin misseri. Skýrsluna tók hann saman fyrir rannsóknafyrirtækið Fusion GPS sem hafði verið ráðið til að rannsaka tengsl Trump við Rússland, fyrst af andstæðingum Trump í forvali Repúblikanaflokksins en síðar af landsnefnd Demókrataflokksins. Upplýst var um efni skýrslunnar í byrjun árs 2017, þar á meðal svæsnar en óstaðfestar frásagnir af heimsóknum Trump til Moskvu. Þar voru færð rök fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og að samráð hafi átt sér stað á milli þeirra og framboðs Trump. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, staðfesti mat leyniþjónustu Bandaríkjanna að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Trump sigur. Ekki var sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli framboðsins og Rússa. Í skýrslu Mueller var engu að síður lýst fjölda samskipta Rússa og starfsmanna framboðsins. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því ranglega fram að skýrslan hafi verið grundvöllur rannsóknarinnar á meintu samráði framboðs hans við rússnesk stjórnvöld. Alríkislögreglan og dómsmálaráðuneytið hafi fengið hlerunarheimild gegn fyrrverandi starfsmanni framboðs Trump á grundvelli hennar.Carter Page, fyrrverandi starfsmaður framboðs Trump sem var undir eftirliti FBi.Getty/Mark WilsonTöldu vitnisburð njósnarans trúverðugan Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú tildrög Rússarannsóknarinnar svonefndu og þá sérstaklega hvort hlerunarheimildin gegn Carter Page, fyrrverandi starfsmanni framboðs Trump, hafi verið fengin með réttmætum hætti. Page hafði áður verið á lista bandarískra yfirvalda vegna samskipta við útsendara rússneskra stjórnvalda. Trump og félagar hafa lýst hlerunarheimildinni sem sönnun þess að „njósnað“ hafi verið um framboðið. Þrír lögfræðingar hans ræddu við Steele í London í júní, á sama tíma og Trump forseti var þar í opinberri heimsókn, samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar. Viðtalið er sagt hafa farið erfiðlega af stað. Lögfræðingarnir hafi þó talið framburð Steele nægilega trúverðugan til að framlengja rannsókn sína. Bandaríska blaðið Politico segir að framburður Steele hafi komið lögfræðingunum á óvart. Hann hafi veitt þeim nýjar og mikilvægar upplýsingar.New York Times heldur því fram að innri endurskoðandinn sé nærri því að birta niðurstöðu rannsóknar sinna á tildrögum Rússarannsóknarinnar. Lögfræðingarnir hafi gengið á Steele um hvernig hann staðfesti heimildir sínar í Rússland, hvernig hann greindi frá þeim og hvernig hann ákvað hvaða fullyrðingar þeirra hann setti í skýrslu sína. Þá spurðu þeir hann út í samskipti sín við fulltrúa alríkislögreglunnar FBI og ráðuneytið sjálft. Ólíkt því sem Trump og bandamenn hans hafa haldið fram má rekja upphaf Rússarannsóknarinnar til þess að sendiherra Ástralíu gerði bandarískum yfirvöldum viðvart um að George Papadopoulos, utanríkismálaráðgjafi framboðs Trump, hafi fullyrt við sig að Rússar byggju yfir fjölda tölvupósta Hillary Clinton nokkru áður en uppljóstranavefurinn birti þá opinberlega. Rússneskir hakkarar stálu póstum hennar og landsnefndar Demókrataflokksins. Bandaríkin Bretland Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Óttast hefndaraðgerðir Rússa. 12. janúar 2017 10:51 Vefsíða tengd repúblikönum greiddi fyrst fyrir rannsókn sem varð að Rússaskýrslu um Trump Bæði repúblikanar og demókratar greiddu fyrir vinnuna sem leiddi á endanum til safaríkrar skýrslu bresks fyrrverandi leyniþjónustumanns um Donald Trump. 27. október 2017 23:38 Trump segist fórnarlamb falskrar skýrslu Í ljós hefur komið að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump, kom með beinum hætti að fjármögnun skýrslunnar. 25. október 2017 18:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Lögfræðingar bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem rannsaka upptök Rússarannsóknarinnar svonefndu ræddu við Christopher Steele, breskan fyrrverandi njósnara, í sextán tíma í síðasta mánuði. Steel er höfundur umdeildrar skýrslu um meint tengsl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við rússnesk stjórnvöld. Steele-skýrslan svonefnda hefur ítrekað orðið að skotspóni Trump forseta og bandamanna hans undanfarin misseri. Skýrsluna tók hann saman fyrir rannsóknafyrirtækið Fusion GPS sem hafði verið ráðið til að rannsaka tengsl Trump við Rússland, fyrst af andstæðingum Trump í forvali Repúblikanaflokksins en síðar af landsnefnd Demókrataflokksins. Upplýst var um efni skýrslunnar í byrjun árs 2017, þar á meðal svæsnar en óstaðfestar frásagnir af heimsóknum Trump til Moskvu. Þar voru færð rök fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og að samráð hafi átt sér stað á milli þeirra og framboðs Trump. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, staðfesti mat leyniþjónustu Bandaríkjanna að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Trump sigur. Ekki var sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli framboðsins og Rússa. Í skýrslu Mueller var engu að síður lýst fjölda samskipta Rússa og starfsmanna framboðsins. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því ranglega fram að skýrslan hafi verið grundvöllur rannsóknarinnar á meintu samráði framboðs hans við rússnesk stjórnvöld. Alríkislögreglan og dómsmálaráðuneytið hafi fengið hlerunarheimild gegn fyrrverandi starfsmanni framboðs Trump á grundvelli hennar.Carter Page, fyrrverandi starfsmaður framboðs Trump sem var undir eftirliti FBi.Getty/Mark WilsonTöldu vitnisburð njósnarans trúverðugan Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú tildrög Rússarannsóknarinnar svonefndu og þá sérstaklega hvort hlerunarheimildin gegn Carter Page, fyrrverandi starfsmanni framboðs Trump, hafi verið fengin með réttmætum hætti. Page hafði áður verið á lista bandarískra yfirvalda vegna samskipta við útsendara rússneskra stjórnvalda. Trump og félagar hafa lýst hlerunarheimildinni sem sönnun þess að „njósnað“ hafi verið um framboðið. Þrír lögfræðingar hans ræddu við Steele í London í júní, á sama tíma og Trump forseti var þar í opinberri heimsókn, samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar. Viðtalið er sagt hafa farið erfiðlega af stað. Lögfræðingarnir hafi þó talið framburð Steele nægilega trúverðugan til að framlengja rannsókn sína. Bandaríska blaðið Politico segir að framburður Steele hafi komið lögfræðingunum á óvart. Hann hafi veitt þeim nýjar og mikilvægar upplýsingar.New York Times heldur því fram að innri endurskoðandinn sé nærri því að birta niðurstöðu rannsóknar sinna á tildrögum Rússarannsóknarinnar. Lögfræðingarnir hafi gengið á Steele um hvernig hann staðfesti heimildir sínar í Rússland, hvernig hann greindi frá þeim og hvernig hann ákvað hvaða fullyrðingar þeirra hann setti í skýrslu sína. Þá spurðu þeir hann út í samskipti sín við fulltrúa alríkislögreglunnar FBI og ráðuneytið sjálft. Ólíkt því sem Trump og bandamenn hans hafa haldið fram má rekja upphaf Rússarannsóknarinnar til þess að sendiherra Ástralíu gerði bandarískum yfirvöldum viðvart um að George Papadopoulos, utanríkismálaráðgjafi framboðs Trump, hafi fullyrt við sig að Rússar byggju yfir fjölda tölvupósta Hillary Clinton nokkru áður en uppljóstranavefurinn birti þá opinberlega. Rússneskir hakkarar stálu póstum hennar og landsnefndar Demókrataflokksins.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Óttast hefndaraðgerðir Rússa. 12. janúar 2017 10:51 Vefsíða tengd repúblikönum greiddi fyrst fyrir rannsókn sem varð að Rússaskýrslu um Trump Bæði repúblikanar og demókratar greiddu fyrir vinnuna sem leiddi á endanum til safaríkrar skýrslu bresks fyrrverandi leyniþjónustumanns um Donald Trump. 27. október 2017 23:38 Trump segist fórnarlamb falskrar skýrslu Í ljós hefur komið að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump, kom með beinum hætti að fjármögnun skýrslunnar. 25. október 2017 18:30 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30
Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Óttast hefndaraðgerðir Rússa. 12. janúar 2017 10:51
Vefsíða tengd repúblikönum greiddi fyrst fyrir rannsókn sem varð að Rússaskýrslu um Trump Bæði repúblikanar og demókratar greiddu fyrir vinnuna sem leiddi á endanum til safaríkrar skýrslu bresks fyrrverandi leyniþjónustumanns um Donald Trump. 27. október 2017 23:38
Trump segist fórnarlamb falskrar skýrslu Í ljós hefur komið að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump, kom með beinum hætti að fjármögnun skýrslunnar. 25. október 2017 18:30