Sport

Francis Ngannou rotaði Junior dos Santos eftir 71 sekúndu

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Það var nóg um að vera á UFC bardagakvöldinu í Minnesota í nótt. Risarnir Francis Ngannou og Junior dos Santos mættust í aðalbardaga kvöldsins en bardaginn stóð ekki lengi yfir.

Það var mikið undir fyrir báða bardagamenn í nótt enda báðir á góðri sigurgöngu fyrir bardagann. Vitað var að sigurvegarinn yrði í góðri stöðu til að fá titilbardaga í þungavigtinni.

Bardaginn olli ekki vonbrigðum en eftir aðeins 71 sekúndu var Ngannou búinn að klára Junior dos Santos. Sá brasilíski steig fram með villta yfirhandar hægri en Ngannou refsaði honum með góðri gagnárás. Dos Santos féll í gólfið og kláraði Ngannou hann með höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann.

Þetta var þriðji sigur Ngannou í röð en alla bardagana hefur hann klárað með rothöggi á samanlagt tveimur mínútum og 22 sekúndum. Ngannou óskaði eftir titilbardaga og fær hann væntanlega ósk sína uppfyllta. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier mætir Stipe Miocic í ágúst en Ngannou fær líklegast sigurvegarann úr þeirri viðureign.

Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.

MMA

Tengdar fréttir

Sleggjur munu fljúga

Það verður sannkallaður risaslagur í nótt þegar UFC heimsækir Minnesota. Þeir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast í aðalbardaga kvöldsins í alvöru þungavigtarbardaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×