Loftslagsbreytingar og álag og öryggi bygginga Sigríður Ósk Bjarnadóttir skrifar 20. júní 2019 07:00 Hitastig jarðar hefur hækkað á síðustu öld. Þessi hlýnun hefur í för með sér bráðnun jökla, hækkun sjárvarmáls, hlýnun sjávar og auknar líkur á öfgaveðri. Vísindamenn eru almennt sammála um að þessi hlýnun sé af mannavöldum. Það hefur verið mikil aukning í losun á gróðurhúsalofttegundum á síðustu árum vegna aukins iðnaðar. 55 ríki undirrituðu Parísarsáttmálann 2015 með það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland er aðildarríki að sáttmálanum og hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030. En þrátt fyrir þessa stefnu erum við nú þegar byrjuð að glíma við þær afleiðingar sem fóru af stað í kjölfar iðnbyltingarinnar. Mikið hefur verið rætt um ýmsar aðgerðir í byggingariðnaðinum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Til dæmis er Nýsköpunarmiðstöð Íslands að þróa og prófa vistvæna steypu. Límtré (CLT, Cross Laminated Timber) er að ryðja sér til rúms sem byggingarefni í einbýlis- og fjölbýlishúsum hérlendis. Minna hefur verið rætt um aðlögunaraðgerðir, þ.e. hvað erum við að gera til þess að aðlagast þeim loftslagsbreytingum sem eru nú þegar til staðar? Byggingar eru hannaðar til þess að standast ákveðnar álagsforsendur. Það er að segja efnisstyrkur þarf að vera nægur til þess að standast ákveðið álag. Það eru samt óvissuþættir sem eiga alltaf eftir að leiða til einhvers tjóns. Það er ákveðin óvissa í framleiðslu á byggingarefnum og í uppbyggingu bygginga. Það má reikna með enn meiri óvissu þegar það er verið að áætla álag vegna veðurs. Það er of kostnaðarsamt að hanna til að koma í veg fyrir öll tjón og þess vegna þurfa hönnuðir og notendur að sætta sig við ákveðna áhættu í áreiðanleika bygginga. Álagsforsendur eru að hluta til ákvarðaðar út frá veðurfari. Byggingar þurfa að standast ákveðið álag frá veðri eins og til dæmis vindálag, rigningarálag og snjóálag. Þegar álagsforsendurnar eru ákvarðaðar er litið til fortíðarinnar. Ef gert er ráð fyrir því að veðurfar muni breytast vegna aukinna gróðurhúsalofttegunda þá þarf að skoða hvaða breytingar eiga eftir að eiga sér stað á líftíma byggingarinnar. Náttúruhamfaratryggingar Íslands reikna að um einn fjórði af tjónakostnaði síðustu þrjátíu ára sé tilkominn vegna atburða sem tengjast loftslagi. Tryggingafélög í Bandaríkjunum og Bretlandi eru nú farin að mælast til þess að byggingar staðsettar á skilgreindum hættusvæðum séu hannaðar á grunnvelli álagsforsendna sem eru 10-20% hærri en hönnunarforsendur í byggingarreglugerð segja til um. Með því að hækka grunngildi álags er verið að knýja fram sterkari hönnunarlausnir. Ef það má áætla að veðurfar breytist vegna breytinga í loftslagi verða byggingarnar okkar ekki að vera tilbúnar til þessa að standast það álag? Það er brýnt að skoða hversu mikilla breytinga í álagsforsendum má vænta á næstu 100 árum. Meta þarf hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar til þess að draga úr tjónnæmi bygginga og athuga hversu lengi þær eru að borga sig. Einnig þarf að skoða hvað á að gera til þess að styrkja byggingarnar og mannvirkin sem eru nú þegar í notkun til að lágmarka tjón og kostnað í framtíðinni. Allar rannsóknir benda til þess að aðstæður eigi eftir að breytast og þegar við erum að horfa á 50 til 100 ára líftíma bygginga þarf að meta þessar breytingar og vera tilbúin fyrir framtíðina.Höfundur er doktor í byggingaverkfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Loftslagsmál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hitastig jarðar hefur hækkað á síðustu öld. Þessi hlýnun hefur í för með sér bráðnun jökla, hækkun sjárvarmáls, hlýnun sjávar og auknar líkur á öfgaveðri. Vísindamenn eru almennt sammála um að þessi hlýnun sé af mannavöldum. Það hefur verið mikil aukning í losun á gróðurhúsalofttegundum á síðustu árum vegna aukins iðnaðar. 55 ríki undirrituðu Parísarsáttmálann 2015 með það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland er aðildarríki að sáttmálanum og hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030. En þrátt fyrir þessa stefnu erum við nú þegar byrjuð að glíma við þær afleiðingar sem fóru af stað í kjölfar iðnbyltingarinnar. Mikið hefur verið rætt um ýmsar aðgerðir í byggingariðnaðinum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Til dæmis er Nýsköpunarmiðstöð Íslands að þróa og prófa vistvæna steypu. Límtré (CLT, Cross Laminated Timber) er að ryðja sér til rúms sem byggingarefni í einbýlis- og fjölbýlishúsum hérlendis. Minna hefur verið rætt um aðlögunaraðgerðir, þ.e. hvað erum við að gera til þess að aðlagast þeim loftslagsbreytingum sem eru nú þegar til staðar? Byggingar eru hannaðar til þess að standast ákveðnar álagsforsendur. Það er að segja efnisstyrkur þarf að vera nægur til þess að standast ákveðið álag. Það eru samt óvissuþættir sem eiga alltaf eftir að leiða til einhvers tjóns. Það er ákveðin óvissa í framleiðslu á byggingarefnum og í uppbyggingu bygginga. Það má reikna með enn meiri óvissu þegar það er verið að áætla álag vegna veðurs. Það er of kostnaðarsamt að hanna til að koma í veg fyrir öll tjón og þess vegna þurfa hönnuðir og notendur að sætta sig við ákveðna áhættu í áreiðanleika bygginga. Álagsforsendur eru að hluta til ákvarðaðar út frá veðurfari. Byggingar þurfa að standast ákveðið álag frá veðri eins og til dæmis vindálag, rigningarálag og snjóálag. Þegar álagsforsendurnar eru ákvarðaðar er litið til fortíðarinnar. Ef gert er ráð fyrir því að veðurfar muni breytast vegna aukinna gróðurhúsalofttegunda þá þarf að skoða hvaða breytingar eiga eftir að eiga sér stað á líftíma byggingarinnar. Náttúruhamfaratryggingar Íslands reikna að um einn fjórði af tjónakostnaði síðustu þrjátíu ára sé tilkominn vegna atburða sem tengjast loftslagi. Tryggingafélög í Bandaríkjunum og Bretlandi eru nú farin að mælast til þess að byggingar staðsettar á skilgreindum hættusvæðum séu hannaðar á grunnvelli álagsforsendna sem eru 10-20% hærri en hönnunarforsendur í byggingarreglugerð segja til um. Með því að hækka grunngildi álags er verið að knýja fram sterkari hönnunarlausnir. Ef það má áætla að veðurfar breytist vegna breytinga í loftslagi verða byggingarnar okkar ekki að vera tilbúnar til þessa að standast það álag? Það er brýnt að skoða hversu mikilla breytinga í álagsforsendum má vænta á næstu 100 árum. Meta þarf hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar til þess að draga úr tjónnæmi bygginga og athuga hversu lengi þær eru að borga sig. Einnig þarf að skoða hvað á að gera til þess að styrkja byggingarnar og mannvirkin sem eru nú þegar í notkun til að lágmarka tjón og kostnað í framtíðinni. Allar rannsóknir benda til þess að aðstæður eigi eftir að breytast og þegar við erum að horfa á 50 til 100 ára líftíma bygginga þarf að meta þessar breytingar og vera tilbúin fyrir framtíðina.Höfundur er doktor í byggingaverkfræði
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun